Íslenska bankakerfið er ekki að færast í hendur erlendra vogunarsjóða

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að íslenska bankakerfið sé „enn og aftur að færast í hendur erlendra vogunarsjóða“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Fleipur

Eitt helsta kosn­inga­lof­orð Mið­flokks­ins fyrir kom­andi þing­kosn­ingar felur í sér að gefa þjóð­inni um þriðj­ungs­hlut í Íslands­banka, en íslenska ríkið á sem stendur 65 pró­sent hlut í bank­an­um. Miðað við mark­aðsvirði Íslands­banka um þessar mundir er virði þess hlutar um 81,4 millj­arðar króna. Þessum hlut á að dreifa með jöfnum hætti til allra íslenskra rík­is­borg­ara. 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var spurður út í þetta kosn­inga­lof­orð í þætt­inum For­ystu­sætið á RÚV í gær­kvöldi.

Sig­mundur sagði þar að það sem hafi gerst eftir að hinir svoköll­uðu stöð­ug­leika­samn­ing­arnir tóku gildi, þegar hann var enn for­sæt­is­ráð­herra, „er að banka­kerf­ið, fjár­mála­kerf­ið, er enn og aftur að fær­ast í hendur erlendra vog­un­ar­sjóða, sem eru að taka ríf­legan arð út úr fjár­mála­kerf­inu núna. Og við segj­um: nú þurfum við að grípa inn í.“

Stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerðir árið 2015 og 2016 og fólu í sér að kröfu­hafar föllnu bank­anna gáfu eftir þorra inn­lendra eigna sinna, meðal ann­ars allan eign­ar­hlut í Íslands­banka, gegn því að fá ráð­stöf­un­ar­rétt yfir þorra erlendra eigna þrota­bú­anna. Áður átti íslenska ríkið 98 pró­sent hlut í Lands­bank­anum á móti starfs­mönnum þess banka og 13 pró­sent hlut í Arion banka á móti aðal­lega erlendum vog­un­ar­sjóð­um. Stöð­ug­leika­samn­ing­arnir breyttu þeim eign­ar­hlutum ekk­ert en íslenska rík­inu var tryggður for­kaups­réttur að hlutum í Arion banka ef þeir hlutir yrðu seldir undir fyr­ir­fram ákveðnu verð­i. 

Þegar kröfu­hafar seldu Arion banka árið 2018, og bank­inn í kjöl­farið skráður á mark­að, þá virkj­að­ist ekki sá for­kaups­rétt­ur. Uppi­staðan í eign­ar­haldi Arion banka eftir skrán­ingu voru erlendir vog­un­ar­sjóð­ir, að mestu þeir sömu og myndað höfðu bak­beinið í kröfu­hafa­hópi fyr­i­renn­ar­ans Kaup­þings. Í árs­lok 2019 áttu erlendir eig­endur tæp­lega 55 pró­sent hlut í bank­an­um. 

Hafa selt sig hratt niður í íslenska banka­kerf­inu

Í sept­em­ber í fyrra var staðan sú að erlendir sjóðir áttu sam­tals 42,24 pró­sent hlut í Arion banka og höfðu haft tögl og hagldir í bank­anum árin á und­an. Stærstu eig­end­urnir voru vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Í lok síð­asta árs og í byrjun árs 2021 hófu þessir sjóðir hins vegar að selja sig hratt niður í Arion banka. Á örfáum vikum fór eign­ar­hlutur Taconic í Arion banka úr 23,22  pró­sentum í ekk­ert. Sculptor seldi sömu­leiðis allan 6,12 pró­sent hlut sinn snemma á þessu ári.

Fleiri vog­un­­­ar­­­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­­­heyrt kröf­u­hafa­hópi Kaup­þings, hafa líka verið að selja sig nið­ur.

Í dag er eini erlendi aðil­inn sem er skráður á meðal 24 stærstu eig­enda Arion banka sjóður í stýr­ingu þýsks banka sem á alls 1,19 pró­sent hlut í Arion banka. 

Auglýsing
Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru nú langstærstu eig­endur bank­ans. Þrír stærstu sjóðir lands­ins, LSR, Líf­eyr­is­sjóðir verzl­un­ar­manna og Gildi, eiga sam­tals 27,2 pró­sent hlut og þegar sam­an­lagður hlutur líf­eyr­is­sjóða á meðal stærstu eig­enda bank­ans er talin þá eiga þeir 45,9 pró­sent hlut. Aðrir stórir eig­endur eru sjóðir í stýr­ingu íslenskra sjóðs­stýr­inga­fyr­ir­tækja þar sem íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru á meðal hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa. Því er íslenskur almenn­ing­ur, í gegnum líf­eyr­is­sjóði, langstærsti eig­andi Arion banka. 

Á fyrri hluta árs­ins 2021 greiddi Arion banki 2,9 millj­arða króna í arð til þeirra og keypti eigin bréf þeirra til baka fyrir alls 14,9 millj­arða króna til þess­ara eig­enda. Áætl­anir bank­ans ganga út á að greiða hlut­höfum sínum yfir 50 millj­arða króna í arð­greiðslur og end­ur­kaup á eigin bréfum á næstu árum. Þær greiðslur fara að óbreyttu ekki til erlendra vog­un­ar­sjóða.

Íslenska ríkið seldi 35 pró­sent hlut í Íslands­banka fyrr á þessu ári. 20 fjár­festar keyptu rétt rúm­lega helm­ing þess hlut­ar, alls 18 pró­sent í bank­an­um. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Gildi og vog­un­ar­sjóð­irnir Capi­tal World Investors og RWC Asset Mana­gement höfðu þegar við upp­haf útboðs­ins skuld­bundið sig til að kaupa um það bil tíu pró­sent af öllu útgefnu hlutafé Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans og verða svo­kall­aðir horn­steins­fjár­fest­ar.

Sam­kvæmt nýjasta hlut­haf­alista Íslands­banka er rík­is­sjóður Íslands eig­andi að 65 pró­sent hlut og áður­nefndir tveir erlendir vog­un­ar­sjóðir eiga sam­tals 5,3 pró­sent hlut. Þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga sam­tals um níu pró­sent hlut. Því á almenn­ing­ur, í gegnum líf­eyr­is­sjóði og rík­is­sjóð, að minnsta kosti 74 pró­sent hlut í Íslands­banka. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það er nið­ur­staða Stað­reynda­vaktar Kjarn­ans að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafi farið með fleipur í For­ystu­sæt­inu á RÚV þegar hann sagði að íslenska banka­kerfið væri „enn og aftur að fær­ast í hendur erlendra vog­un­ar­sjóða, sem eru að taka ríf­legan arð út úr fjár­mála­kerf­inu nún­a.“

Þvert á móti hafa erlendir vog­un­ar­sjóðir verið að selja sig hratt út úr kerf­inu, þeir sem hafa komið nýir inn eiga litla hluti og arð­ur­inn af kerf­inu rennur að stærstum hluta til rík­is­sjóðs, líf­eyr­is­sjóða og íslenskra einka­fjár­festa.

Á skalanum haugalygi til dagsatt fór Sigmundur Davíð með fleipur, samkvæmt staðreyndavakt Kjarnans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin