Ísraelar búa sig undir að staða spítala verði erfiðari en nokkru sinni fyrr í faraldrinum

Samkvæmt nýrri spá ísraelskra yfirvalda er búist við því að fjöldi alvarlega veikra inni á sjúkrahúsum landsins verði tvöfalt meiri eftir mánuð en þegar staðan var hvað verst, fyrr í faraldrinum. Til stendur að bæta við heilbrigðisstarfsmönnum.

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Ísra­els býr sig undir að fjöldi inn­lagna á spít­ala vegna COVID-19 muni tvö­fald­ast á hverjum tíu dögum fram til 10. sept­em­ber. Ný spá um þróun mála gefur til kynna að þá verði 4.800 manns á spít­ölum lands­ins vegna kór­ónu­veirusmita og um helm­ingur þeirra verði alvar­lega veik­ur.

Ef svo færi væru það tvö­falt inn­lagnir vegna alvar­legra veik­inda en nokkru sinni fyrr í far­aldr­inum í Ísr­a­el.

Þetta kemur fram í frétt á vef ísra­elska mið­ils­ins Haar­etz. Þar segir einnig að heil­brigð­is­ráðu­neyti lands­ins hafi greint frá því í dag að þegar væru 400 manns alvar­lega veik inni á spít­ölum vegna COVID-19, þar af um 150 bólu­settir ein­stak­ling­ar.

Bólu­setn­ingar til bóta en staðan samt slæm

Bólu­setn­ingar hafa þó sam­kvæmt töl­unum frá Ísr­ael tví­mæla­laust sannað gildi sitt, enda eru hlut­falls­lega mun fleiri óbólu­settir en bólu­settir inni á spít­ölum lands­ins með alvar­leg veik­indi.

Sam­kvæmt annarri frétt Haar­etz sem birt­ist í dag sýna töl­urnar að þeir sem eru yfir 60 ára aldri og óbólu­settir eru meira en fimm­falt lík­legri til þess að veikj­ast alvar­lega en fólk í sama ald­urs­hópi sem hefur látið bólu­setja sig, miðað við þró­un­ina til þessa.

Auglýsing

Ísra­elar eru búnir að bólu­setja til­tölu­lega hátt hlut­fall full­orð­inna með bólu­efni Pfiz­er, en þó öllu minna en Íslend­ing­ar. Þar, öfugt við hér, er nokkuð stór hópur lands­manna sem ekki virð­ist vilja bólu­setn­ingu. Nú geisar far­ald­ur­inn í Ísr­ael sem aldrei fyrr og þrátt fyrir að staðan sé vissu­lega breytt vegna bólu­setn­inga er útlit fyrir að álag á spít­al­ana verði meira en nokkru sinni.

Bæta burð­ar­getu spít­ala og íhuga frek­ari tak­mark­anir

Í ljósi þess­arar nýju spár hefur rík­is­stjórn lands­ins lagt til að inn­viðir heil­brigð­is­kerf­is­ins til þess að geta tekið á móti fleiri sjúk­ling­um. Til stendur að fjölga lækn­um, hjúkr­un­ar­fræð­ingum og öðrum starfs­mönnum spít­al­anna all­nokkuð til að geta tek­ist á við álag­ið. Læknar sem ræða við Haar­etz segja að það sé nauð­syn­legt að bæta við fólki, en það muni þó ekki leysa vand­ann að bæta við 100 læknum í ágúst.

„Við þurfum sér­fræð­inga í gjör­gæslu­lækn­ingum og það tekur mörg ár að þjálfa þá,“ segir Zeev Feld­man, for­maður sam­taka lækna sem starfa hjá hinu opin­bera, við Haar­etz.

Naftali Benn­ett for­sæt­is­ráð­herra lands­ins viðr­aði í gær að hert yrði á sam­komu­tak­mörk­un­um, þannig að ein­ungis 50 manns mættu koma saman inn­an­húss og 100 manns utandyra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent