Ísraelar búa sig undir að staða spítala verði erfiðari en nokkru sinni fyrr í faraldrinum

Samkvæmt nýrri spá ísraelskra yfirvalda er búist við því að fjöldi alvarlega veikra inni á sjúkrahúsum landsins verði tvöfalt meiri eftir mánuð en þegar staðan var hvað verst, fyrr í faraldrinum. Til stendur að bæta við heilbrigðisstarfsmönnum.

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Ísra­els býr sig undir að fjöldi inn­lagna á spít­ala vegna COVID-19 muni tvö­fald­ast á hverjum tíu dögum fram til 10. sept­em­ber. Ný spá um þróun mála gefur til kynna að þá verði 4.800 manns á spít­ölum lands­ins vegna kór­ónu­veirusmita og um helm­ingur þeirra verði alvar­lega veik­ur.

Ef svo færi væru það tvö­falt inn­lagnir vegna alvar­legra veik­inda en nokkru sinni fyrr í far­aldr­inum í Ísr­a­el.

Þetta kemur fram í frétt á vef ísra­elska mið­ils­ins Haar­etz. Þar segir einnig að heil­brigð­is­ráðu­neyti lands­ins hafi greint frá því í dag að þegar væru 400 manns alvar­lega veik inni á spít­ölum vegna COVID-19, þar af um 150 bólu­settir ein­stak­ling­ar.

Bólu­setn­ingar til bóta en staðan samt slæm

Bólu­setn­ingar hafa þó sam­kvæmt töl­unum frá Ísr­ael tví­mæla­laust sannað gildi sitt, enda eru hlut­falls­lega mun fleiri óbólu­settir en bólu­settir inni á spít­ölum lands­ins með alvar­leg veik­indi.

Sam­kvæmt annarri frétt Haar­etz sem birt­ist í dag sýna töl­urnar að þeir sem eru yfir 60 ára aldri og óbólu­settir eru meira en fimm­falt lík­legri til þess að veikj­ast alvar­lega en fólk í sama ald­urs­hópi sem hefur látið bólu­setja sig, miðað við þró­un­ina til þessa.

Auglýsing

Ísra­elar eru búnir að bólu­setja til­tölu­lega hátt hlut­fall full­orð­inna með bólu­efni Pfiz­er, en þó öllu minna en Íslend­ing­ar. Þar, öfugt við hér, er nokkuð stór hópur lands­manna sem ekki virð­ist vilja bólu­setn­ingu. Nú geisar far­ald­ur­inn í Ísr­ael sem aldrei fyrr og þrátt fyrir að staðan sé vissu­lega breytt vegna bólu­setn­inga er útlit fyrir að álag á spít­al­ana verði meira en nokkru sinni.

Bæta burð­ar­getu spít­ala og íhuga frek­ari tak­mark­anir

Í ljósi þess­arar nýju spár hefur rík­is­stjórn lands­ins lagt til að inn­viðir heil­brigð­is­kerf­is­ins til þess að geta tekið á móti fleiri sjúk­ling­um. Til stendur að fjölga lækn­um, hjúkr­un­ar­fræð­ingum og öðrum starfs­mönnum spít­al­anna all­nokkuð til að geta tek­ist á við álag­ið. Læknar sem ræða við Haar­etz segja að það sé nauð­syn­legt að bæta við fólki, en það muni þó ekki leysa vand­ann að bæta við 100 læknum í ágúst.

„Við þurfum sér­fræð­inga í gjör­gæslu­lækn­ingum og það tekur mörg ár að þjálfa þá,“ segir Zeev Feld­man, for­maður sam­taka lækna sem starfa hjá hinu opin­bera, við Haar­etz.

Naftali Benn­ett for­sæt­is­ráð­herra lands­ins viðr­aði í gær að hert yrði á sam­komu­tak­mörk­un­um, þannig að ein­ungis 50 manns mættu koma saman inn­an­húss og 100 manns utandyra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent