Jay Z kaupir einn stærsta samkeppnisaðila Spotify

jay-z.jpg
Auglýsing

Rapp­ar­inn og við­skipta­jöf­ur­inn Jay Z hefur keypt fyr­ir­tækið sem stendur að WiMP-tón­list­ar­veit­unni. Verð­mið­inn var 56 millj­ónir dala, um 7,5 millj­arða króna. WiMP rekur sam­bæri­lega þjón­ustu og Spotify og er einn helsti sam­keppn­is­að­ili þess þegar kemur að streymi­þjón­ustu fyrir tón­list. Frá þessu er greint í Fin­ancial Times.

WiMP býður upp á um 25 millj­ónir laga og um 75 þús­und tón­list­ar­mynd­bönd. Fyr­ir­tækið er með yfir hálfa milljón áskrif­endur í Nor­egi, Sví­þjóð, Dan­mörku, Þýska­landi og Pól­landi. Það á enn tölu­vert í land með að ná Spotify sem býður upp á þjón­ustu sína í 58 lönd­um, er með yfir 15 millj­ónir borg­andi við­skipta­vini og um 45 millj­ónir til við­bótar sem not­ast við ókeypis þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Ekki fyrsti rapp­ar­inn í streym­is­geir­anumMóð­ur­fé­lag WiMP heitir Aspiro og er með höf­uð­stöðvar í Sví­þjóð. Jay Z er að kaupa það í gegnum fyr­ir­tækið Project Panther Bidco. Hann er ekki fyrsti þekkti rapp­ar­inn sem hellir sér út í streym­is­við­skipti. Dr. Dre stofn­aði heyrn­ar­tóla- og tón­list­ar­streym­is­fyr­ir­tækið Beats.

Hann seldi það síðan til Apple í maí síð­ast­liðnum á þrjá millj­arða dali, um 400 millj­arða króna.

Auglýsing

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None