Jón Steindór: Framganga Benedikts hefur „hryggt mig meira en orð fá lýst“

Þingmaður Viðreisnar hafnar því sem hann kallar samsæriskenningar fyrrverandi formanns flokksins. Hann vonar að Benedikt Jóhannesson muni lýsa yfir fullum stuðningi við Viðreisn. Geri hann það ekki séu eigin hagsmunir að blinda honum sýn.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Það hefur hryggt mig meira en orð fá lýst að Bene­dikt Jóhann­es­son, sem ég hef talið góðan félaga og vin, hafi valið þá leið að gera for­ystu og stofn­anir flokks­ins tor­tryggi­legar í kjöl­far þess að hann fékk ekki vilja sínum fram­gengt við upp­still­ingar á lista.“

Þetta skrifar Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book í kvöld. Færslan birt­ist í kjöl­far þess við­tals sem Bene­dikt fór í við mbl.is í dag þar sem hann gerði það meðal ann­ars tor­tryggi­legt að Jón Stein­dór hefði verið færður úr öðru sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og í annað sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Norð­ur. 

Jón Stein­dór segir þetta virð­ast hafa verið mis­skilda greiða­semi við sig. „Vænt­an­lega vill hann benda á að hér sé illa farið með góðan dreng eins og hann af klíku­skap og klækja­stjórn­málum for­ystu Við­reisnar - það er víðs fjarri öllum sann­leika og bjarn­ar­greiði við mig. Sama gildir um sam­sær­is­kenn­ingar um að körlum hafi verið raðað í efstu sæti landa­byggð­ar­kjör­dæmanna til þess að úti­loka að Bene­dikt fengi ósk sína upp­fyllta um for­ystu­sæti í ein­hverju kjör­dæmanna þrigga á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u.“

Eigin hags­munir blindi sýn

Jón Stein­dór segir að hann hafi verið til­bú­inn að gera þessa breyt­ingu á högum sínum ef það væri fram­gangi Við­reisnar fyrir bestu og komið því á fram­færi við upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins þegar málið var rætt við hann. „Ég er þess full­með­vit­aður að það verður erf­ið­ara verk­efni en að halda mig í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, verk­efni sem ég mun takast á við af fullum krafti. Þá er ég ánægður með að fá að vera númer tvö á eftir Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dóttur öfl­ugum þing­manni og hug­sjóna­kon­u.“

Auglýsing
Í nið­ur­lagi stöðu­upp­færsl­unnar segir Jón Stein­dór að Bene­dikt Jóhann­es­son, sem er fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar, hafi sagt að hug­sjónir og stefna flokks­ins séu stærri en hags­munir ein­stak­linga. Því sé hann sjálfur hjart­an­lega sam­mála. „Ég vona og trúi að Bene­dikt sé enn sama sinn­is. Þess vegna hef ég enga trú á öðru en að hann muni fyrr en seinna lýsa yfir fullum stuðn­ingi við flokk­inn sem hann átti svo stóran þátt í að skapa, hvetji allt sitt lið til þess að koma á fullu inn í bar­átt­una fyrir sam­eig­in­legum hug­sjónum og tryggi Við­reisn sem mest fylgi í kom­andi kosn­ing­um. Geri hann það ekki er ég hræddur um að eigin hags­munir hans blindi honum sýn og hann sjái ekki lengur þá almanna­hags­muni sem við ætl­uðum saman að setja ofar sér­hags­mun­um.“

Við­reisn er stjórn­mála­flokkur sem ég tók þátt í að stofna með fjölda fólks og hef starfað þar af lífi og sál allar göt­ur...

Posted by Jón Stein­dór Valdi­mars­son on Wed­nes­day, June 23, 2021

Úti­lok­aði ekki að stofna klofn­ings­flokk

Í við­tali við mbl.is fyrr í dag greindi Bene­dikt frá því að hann hefði sagt sig úr fram­kvæmda­stjórn Við­reisn­ar. Í sam­tali við Vísi síðar um dag­inn sagði Bene­dikt ótíma­bært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofn­ings­flokk frá Við­reisn, en búið er að stofna Face­book-hóp undir nafn­inu C++ frelsi og frjáls­lynd hugs­un!. C er lista­bók­stafur Við­reisn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þær hörðu deilur sem spruttu upp innan Við­reisnar í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í lok síð­asta mán­að­ar, í kjöl­far þess að Bene­dikt hafði verið hafnað sem fram­bjóð­anda af upp­still­inga­nefnd flokks­ins.

Eftir þá höfnun fór í gang fór atburða­rás til að reyna að sætta ólík sjón­ar­mið og plástra per­sónu­leg sár­indi, sem bar ekki árang­ur.

Bene­dikt verður ekki á lista Við­reisnar í kom­andi kosn­ingum og hefur nú auk þess sagt sig úr fram­kvæmda­stjórn flokks­ins, þar sem hann hefur setið frá upp­hafi. Sú stjórn ann­ast dag­legan rekstur Við­reisnar og fjár­reiður með fram­kvæmda­stjóra. Þar sitja nú for­maður Við­reisn­ar, vara­for­maður og Þórður Magn­ús­son, for­maður fjár­öfl­un­ar­nefnd­ar, sem er áheyrn­ar­full­trúi, og Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður Við­reisnar sem tók sæti Bene­dikts.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent