Keahótel-keðjan tapaði hálfum milljarði og fékk hátt lán með ríkisábyrgð

Í lok síðasta árs breytti ríkisbankinn Landsbankinn skuldum Keahótel-samstæðunnar í nýtt hlutafé og eignaðist 65 prósent hlut í henni. Fyrri hluthafar lögðu fram 250 milljónir í nýtt hlutafé og eiga nú 35 prósent.

Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Auglýsing

Kea­hót­el, ein af stærri hót­el­keðjum lands­ins, tap­aði 497,3 millj­ónum króna í fyrra. Rekstr­ar­tekjur sam­stæð­unnar lækk­uðu um 80 pró­sent milli áranna 2019 og 2020 og skuldir þess juk­ust um næstum 600 millj­ónir króna upp í 1,4 millj­arða króna. Þar munar mest um 520 milljón króna lán sem Kea­hótel tók hjá við­skipta­banka sín­um, að hluta til með rík­is­á­byrgð í sam­ræmi við aðgerðir sem stjórn­völd heim­il­uðu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Slík lán eru háð til­greindum skil­yrðum og voru ein­ungis veitt til fyr­ir­tækja sem höfðu orðið fyrir veru­legu tekju­falli vegna far­ald­urs­ins.

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Kea­hótel ehf. fyrir árið 2020 sem birtur var í síð­ustu viku.

Sam­stæðan rekur sam­tals níu hótel ásamt til­heyr­andi veit­inga­rekstri víðs­vegar um land­ið. Félagið rekur hót­elin Apó­tek, Borg, Skugga, Storm, Sand, Reykja­vík Lights í Reykja­vík, Hótel Gíg að Mývatni, Kea á Akur­eyri og Hótel Kötlu í Vík í Mýr­dal.

Rík­is­banki breytti skuldum í nýtt hlutafé

Í des­em­ber í fyrra var greint frá því að Lands­bank­inn, helsti lán­veit­andi þeirra fjár­festa sem átt höfðu Kea­hót­el-­sam­stæð­una, hefði breytt skuldum þeirra í nýtt hluta­fé. Eftir breyt­ing­una á bank­inn 35 pró­sent hlut í sam­stæð­unni í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt Hömlur ehf.

Auglýsing
Þeir sem áttu Kea­hótel áður komu á móti með nýtt hluta­fé, alls á þriðja hund­rað millj­ónir króna, inn í rekst­ur­inn og halda fyrir vikið tæp­lega tveimur þriðja hluta í keðj­unni. Um er að ræða banda­ríska fast­eigna­fé­lagið JL Properties, banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Pt Capi­tal Advis­ors og Erki­hvönn ehf., skráð í eigu Krist­jáns M. Grét­ars­son­ar, Fann­ars Ólafs­son­ar, Andra Gunn­ars­sonar og Þórðar H. Kol­beins­son­ar. Allir í hlut­hafa­hópnum tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ing­unni. Inn­borgað nýtt hlutafé í Kea­hótel á síð­asta ári nam 250 millj­ónum króna. 

Sá 65 pró­sent eign­ar­hlutur er inni í nýju félagi, Prime Hot­els ehf. Það var stofnað var í lok nóv­em­ber 2020. 

Keypt og selt

Áður hafði eini hlut­haf­inn í Kea­hótel verið félagið K acquisition ehf. Það félag var stofnað utan um við­skipti með Kea­hótel árið 2017. 

Hluti Erki­hvann­ar­hóps­ins hafði raunar komið að hót­el­keðj­unni mun fyrr, eða árinu 2012, þegar stærstu bit­arnir innan hennar voru keypt­ir. Síð­ar, sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar frá árinu 2019, seldu þeir hluta­bréf sín í Kea­hótel tví­veg­is, fyrst til fjár­fest­inga­fé­lags­ins Horns, sem var óbeint í eigu líf­eyr­is­sjóða og stýrt af sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki Lands­bank­ans, fyrir rúm­lega 1,7 millj­arð króna. Í síð­ara skiptið til K acquisition, þegar banda­rísku fjár­fest­arnir komu inn í það. Þá nam hagn­aður ann­ars eign­ar­halds­fé­lags í þeirra eigu, Trölla­hvannar ehf., vegna við­skipt­anna um 1,8 millj­örðum króna. Því félagi var í kjöl­farið slitið og allar eigur þess, nálægt tveimur millj­örðum króna, greiddir út til fjór­menn­ing­anna sem áttu Trölla­hvönn. Í bæði skiptin end­ur­fjár­festu fjór­menn­ing­arnir í Kea­hótel í gegnum ný eign­ar­halds­fé­lög.

K acquisiton hagn­að­ist vel á nokk­urra ára tíma­bili eftir að kaupin gengu í gegn. Sam­an­lagður hagn­aður áranna 2017 og 2018 var 642,7 millj­ónir króna.

Lýst gjald­þrota og ekk­ert fékkst upp í millj­arða kröfur

Algjör við­snún­ingur varð á árinu 2019 þegar K acquisition tap­aði 963 millj­ónum króna, aðal­lega vegna þess að við­skipta­vild var færð niður um 887 millj­ónir króna. Virði eign­ar­hlutar félags­ins í Kea­hótes lækk­aði um 1,8 millj­arða króna á því ári, fór úr tæp­lega 6,4 millj­örðum króna í tæp­lega 4,6 millj­arða króna.

Auglýsing
K acquisition var svo lýst gjald­þrota í jan­úar 2021, skömmu eftir að sam­komu­lag hafði náðst við Lands­bank­ann um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Kea­hót­els, sem fól í sér til­færslu á eign­ar­hlut hlut­hafa í K acquisition yfir á nýja kenni­tölu í eigu sömu aðila. Skiptum á búinu lauk í maí síð­ast­liðnum án þess að nokkuð feng­ist upp í 3,8 millj­arða króna lýstar kröf­ur. 

Prima Hot­els, félagið sem tók við eign­ar­hlut K acquisition  í Kea­hót­els ásamt Lands­bank­an­um, hefur ekki skilað árs­reikn­ingi vegna síð­asta árs. 

Nýttu sér öll mögu­leg úrræði stjórn­valda

Í árs­reikn­ingi Kea­hót­els kemur fram að stjórn­endur sam­stæð­unnar hafi unnið að aðgerðum til að koma til móts við áhrif kór­ónu­veirunnar og meðal ann­ars nýtt sér úrræði stjórn­valda á hluta­bóta­leið, frest­uðum skatt­greiðsl­um, frestun greiðslna á gistin­átta­skatti og stuðn­ing vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­frest. Einnig hafi sam­stæð­unni borist upp­sagna- og tekju­falls­styrk­ur.

Engu að síður hafi ekki verið kom­ist hjá upp­sögnum starfs­manna vegna mik­ils sam­dráttar og tíma­bund­innar lok­unar hót­ela. 

Þá voru gerðir samn­ingar við leigu­sala um eft­ir­gjöf á leigu og samn­inga við birga um meðal ann­ars greiðslu­dreif­ingu skulda, eft­ir­gjöf skulda, afslátt skulda og frestun á þjón­ustu vegna lok­aðra hót­ela. Stjórn Kea­hót­els telur að með þeim aðgerðum sem gripið var til á síð­asta ári liggi ekki vafi á rekstr­ar­hæfi félaga í sam­stæð­unn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent