Klámsíður taka þátt í baráttunni um internetið

internet.jpg
Auglýsing

Tvær af mest sóttu klám­síðum inter­nets­ins, Porn­hub og Red­tu­be, hafa sleg­ist í hóp fjölda tækni­fyr­ir­tækja sem berj­ast gegn áformum banda­rískra fjar­skipta­fyr­ir­tækja um að hægja á þeim hluta nets­ins sem ekki borgar þeim fyrir aukin hraða. Fjöl­margar vef­síður ætla að hægja á upp­hleðslu á síðum sínum næst­kom­andi mið­viku­dag í mót­mæla­skyni við áformin og til að sýna vef­vöfr­urum við hverju þeir megi búast verði vilji fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna ofan á.

Vilja búa til­ „hrað­braut­ir"Bar­áttan um inter­netið snýst um vilja stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna: Comcast, Ver­izon, Time Warner Cable og At&t, til að hagn­ast á nýjan hátt á inter­net­inu. Hug­mynd þeirra gengur út á að láta vef­síður greiða sér­stök gjöld til sín til að fá aðgang að svoköll­uðum „hrað­braut­u­m“, sem tryggja hraða upp­hleðslu á síð­unum og betri streymi á efni þeirra. Þær vef­síður sem annað hvort vilja ekki eða geta ekki greitt fjar­skipt­ar­is­unum mun verða refsað með því að hægt verður á upp­hleðslu og streymi á síð­un­um, jafn­vel svo mikið að þær muni hrein­lega ekki virka. Vef­vafr­arar munu því hætta að fara inn á þær og síð­urnar í kjöl­farið deyja.

Áformin hafa vakið gríð­ar­lega athygli og reiði í Banda­ríkj­un­um, enda talið að þau séu grímu­laus árás á helstu grunn­stoð­ina fyrir því að inter­netið virkar svona vel, þar ríkir full­komið jafn­ræði. Hags­muna­sam­tök sem mynduð hafa verið gegn áformum fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna segja að net-hlut­leysi (e. net-­neutrality)  hverfi ef þau fái að verða að veru­leika og inter­net­ið, eins og við þekkjum það í dag, muni deyja í kjöl­far­ið. Vef­síður í eigu þeirra fyr­ir­tækja sem muni borga hátt verð fyrir aukin hraða muni ein­oka inter­net­ið, og þar með taka yfir dag­skrár­vald þess.

Amazon, Goog­le, Face­book og Net­flix á mótiÞað eru ekki bara inter­net-not­endur í Banda­ríkj­unum sem þurfa að hafa áhyggjur af þess­ari þró­un. Talið er víst að fjar­skipta­fyr­ir­tæki víðar í heim­in­um, meðal ann­ars í Evr­ópu, fylgist vel með þróun mála þar til að kanna hvort stýr­ing á hraða upp­hleðslu vef­síðna geti orðið arð­bært við­skipta­módel í fram­tíð­inni fyrir þau líka.

Banda­rísku fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in, sem eru gíf­ur­lega óvin­sæl á meðal neyt­enda þar í landi fyrir að veita slaka en dýra þjón­ustu, reka nú erindi um málið fyrir banda­rísku fjar­skipta­nefnd­inni, Federal Comm­un­ication Commission (FCC). Mörg stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims­ins, til dæmis Amazon, Goog­le, Face­book og Net­fl­ix, hafa öll mót­mælt áformunum harð­lega.

Auglýsing

Klámið og bar­áttan um inter­netiðÞau taka þó ekki þátt í aðgerð­ar­átaki sem fjöl­mörg inter­net­fyr­ir­tæki hafa skráð sig til þátt­töku í og kall­ast „bar­áttan um inter­net­ið“ (e. battle for the net). Í næstu viku, nánar til­tekið mið­viku­dag­inn 10. sept­em­ber, stendur til að halda „Hægan dag“ (e. go-slow day). Vef­vafrar sem fara inn á þær síður sem taka þátt í átak­inu munu þá geta upp­lifað hvernig upp­á­halds­síð­urnar þeirra myndu virka ef hægt yrði á þeim í takt við áform banda­rísku fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. Þeim verður síðan beint inn á síður þar sem þeir geta komið stuðn­ingi sínum við inter­net-hlut­leysi á fram­færi við ráða­menn í Banda­ríkj­un­um.

Á heima­síðu átaks­ins,  má sjá að risa­vef­síður á borð við Reddit, Mozilla og Etsy munu taka þátt í mót­mæl­un­um. Þeim barst síðan óvæntur liðs­auki í lok síð­ustu viku þegar tvær af stærstu klám­vef­síðum heims­ins, Porn­hub og Red­tu­be, bætt­ust í hóp þeirra sem ætla að taka þátt í bar­átt­unni á mið­viku­dag­inn. Í frétt the Guar­dian um málið er haft eftir tals­konu Porn­hub að síðan muni ekki hægja á streymi not­enda heldur verði risa­stórum skila­boðum komið fyrir á síð­unni sem allir not­endur muni þurfa að loka áður en þeir fá að svala upp­haf­legum til­gangi heim­sóknar sinnar á síð­urn­ar. Tals­konan segir von­ast til að ná til um 50 milljón manna á einum degi með þessum hætti.

Bæði Porn­hub og Red­tube eru í eigu fyr­ir­tækis sem heitir Mind­geek, sam­steypu sem er með höf­uð­stöðvar sinar í Lúx­em­borg og seg­ist vera einn af fimm stærstu band­vídd­ar-not­endum í heimi, með um 1,7 millj­arða heim­sóknir á mán­uði.

John Oli­ver tók net-hlut­leysi fyrir í þætti sínum í júní með eft­ir­minni­legum hætti. Hægt er að sjá þátt­inn hér að neð­an.

[em­bed]https://www.youtu­be.com/watch?v=fp­bOE­oRr­HyU[/em­bed]

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None