Kolbeinn segist ekki kannast við að hafa beitt ofbeldi

Kolbeinn Sigþórsson knattspyrnumaður hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast hegðunar sinnar gagnvart tveimur konur á skemmtistað árið 2017, en hafi þó ekki kannast við að hafa áreitt þær né beitt ofbeldi.

Kolbeinn Sigþórsson, hér í blárri treyju íslenska landsliðsins.
Kolbeinn Sigþórsson, hér í blárri treyju íslenska landsliðsins.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Kol­beinn Sig­þórs­son hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem hann seg­ist hvorki kann­ast við að hafa áreitt eða beitt Þór­hildi Gyðu Arn­ars­dóttur og vin­konu hennar ofbeldi á skemmti­staðnum B5 árið 2017. Hann seg­ist hafa neitað sök, en við­ur­kennir þó að hegðun sín hafi ekki verið til fyr­ir­myndar og hann hafi beðist afsök­unar á því, eftir að hafa hitt Þór­hildi Gyðu og vin­konu hennar vorið 2018 og hlustað á þeirra upp­lifun af atvik­um.

Þór­hildur Gyða steig fram í fréttum RÚV í síð­ustu viku og lýsti því að lands­liðs­mað­ur­inn hefði gripið um klof hennar og tekið sig háls­taki þannig að hún hefði verið með sjá­an­lega áverka í tvær til þrjár vik­ur.

„Ég iðr­að­ist og tók á því ábyrgð og var til­bú­inn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsök­un­ar­beiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 millj­ónir króna til sam­tak­anna Stíga­móta og studdi þannig mik­il­væga bar­áttu sam­tak­anna gegn kyn­ferð­is­of­beld­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Kol­beins, sem var tek­inn úr lands­liðs­hópi A-lands­liðs karla að beiðni stjórnar KSÍ eftir að málið opin­ber­að­ist yfir helg­ina.

KSÍ upp­lýst um sátta­greiðsl­urnar

Í yfir­lýs­ingu Kol­beins segir að mál­inu á milli Þór­hildar Gyðu og hans hafi lokið með áður­nefndri sátta­greiðslu, sem KSÍ hafi verið upp­lýst um. Kol­beinn segir jafn­fram að „af­neitun KSÍ“ á því að hafa haft vit­neskju um nokkur mál af þessu tagi hefði leitt til þess að „Þór­hildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt.“

„Ég hef skiln­ing á því,“ segir Kol­beinn, sem leikur knatt­spyrnu með sænska lið­inu IFK Gauta­borg.

Auglýsing

„Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn mark­visst að vinna í mínum mál­u­m,“ segir Kol­beinn.

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn seg­ist í yfir­lýs­ingu sinni hafa átt í erf­ið­leikum á und­an­förnum árum. Hann hafi verið and­lega á slæmum stað, ­mikið meiddur og að fram­tíð fer­ils hans sem knatt­spyrnu­manns hafi verið í mik­illi hættu.

Yfir­lýs­ing Kol­beins í heild sinni:

Á und­an­förnum árum hef ég átt í erf­ið­leik­um, verið and­lega á slæmum stað, ­mikið meiddur og fram­tíð fer­ils míns sem knatt­spyrnu­manns í mik­illi hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegð­aði mér með óvið­eig­andi hætti. Þór­hildur Gyða Arn­ars­dóttir hefur stigið fram og lýst sinni upp­lifun af atviki á skemmti­staðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þór­hildi Gyðu og vin­konu hennar og hlust­aði á þeirra upp­lif­un. 

Ég kann­að­ist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neit­aði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyr­ir­myndar og baðst ég afsök­unar á henni. Ég iðr­að­ist og tók á því ábyrgð og var til­bú­inn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsök­un­ar­beiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 millj­ónir króna til sam­tak­anna Stíga­móta og studdi þannig mik­il­væga bar­áttu sam­tak­anna gegn kyn­ferð­is­of­beldi.

Með þessu var mál­inu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upp­lýst um fram­vindu sátta­við­ræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þór­hildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skiln­ing á því. 

Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn mark­visst að vinna í mínum mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent