Kolbeinn segist ekki kannast við að hafa beitt ofbeldi

Kolbeinn Sigþórsson knattspyrnumaður hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist iðrast hegðunar sinnar gagnvart tveimur konur á skemmtistað árið 2017, en hafi þó ekki kannast við að hafa áreitt þær né beitt ofbeldi.

Kolbeinn Sigþórsson, hér í blárri treyju íslenska landsliðsins.
Kolbeinn Sigþórsson, hér í blárri treyju íslenska landsliðsins.
Auglýsing

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn Kol­beinn Sig­þórs­son hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu, þar sem hann seg­ist hvorki kann­ast við að hafa áreitt eða beitt Þór­hildi Gyðu Arn­ars­dóttur og vin­konu hennar ofbeldi á skemmti­staðnum B5 árið 2017. Hann seg­ist hafa neitað sök, en við­ur­kennir þó að hegðun sín hafi ekki verið til fyr­ir­myndar og hann hafi beðist afsök­unar á því, eftir að hafa hitt Þór­hildi Gyðu og vin­konu hennar vorið 2018 og hlustað á þeirra upp­lifun af atvik­um.

Þór­hildur Gyða steig fram í fréttum RÚV í síð­ustu viku og lýsti því að lands­liðs­mað­ur­inn hefði gripið um klof hennar og tekið sig háls­taki þannig að hún hefði verið með sjá­an­lega áverka í tvær til þrjár vik­ur.

„Ég iðr­að­ist og tók á því ábyrgð og var til­bú­inn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsök­un­ar­beiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 millj­ónir króna til sam­tak­anna Stíga­móta og studdi þannig mik­il­væga bar­áttu sam­tak­anna gegn kyn­ferð­is­of­beld­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Kol­beins, sem var tek­inn úr lands­liðs­hópi A-lands­liðs karla að beiðni stjórnar KSÍ eftir að málið opin­ber­að­ist yfir helg­ina.

KSÍ upp­lýst um sátta­greiðsl­urnar

Í yfir­lýs­ingu Kol­beins segir að mál­inu á milli Þór­hildar Gyðu og hans hafi lokið með áður­nefndri sátta­greiðslu, sem KSÍ hafi verið upp­lýst um. Kol­beinn segir jafn­fram að „af­neitun KSÍ“ á því að hafa haft vit­neskju um nokkur mál af þessu tagi hefði leitt til þess að „Þór­hildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt.“

„Ég hef skiln­ing á því,“ segir Kol­beinn, sem leikur knatt­spyrnu með sænska lið­inu IFK Gauta­borg.

Auglýsing

„Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn mark­visst að vinna í mínum mál­u­m,“ segir Kol­beinn.

Knatt­spyrnu­mað­ur­inn seg­ist í yfir­lýs­ingu sinni hafa átt í erf­ið­leikum á und­an­förnum árum. Hann hafi verið and­lega á slæmum stað, ­mikið meiddur og að fram­tíð fer­ils hans sem knatt­spyrnu­manns hafi verið í mik­illi hættu.

Yfir­lýs­ing Kol­beins í heild sinni:

Á und­an­förnum árum hef ég átt í erf­ið­leik­um, verið and­lega á slæmum stað, ­mikið meiddur og fram­tíð fer­ils míns sem knatt­spyrnu­manns í mik­illi hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegð­aði mér með óvið­eig­andi hætti. Þór­hildur Gyða Arn­ars­dóttir hefur stigið fram og lýst sinni upp­lifun af atviki á skemmti­staðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þór­hildi Gyðu og vin­konu hennar og hlust­aði á þeirra upp­lif­un. 

Ég kann­að­ist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neit­aði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyr­ir­myndar og baðst ég afsök­unar á henni. Ég iðr­að­ist og tók á því ábyrgð og var til­bú­inn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsök­un­ar­beiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 millj­ónir króna til sam­tak­anna Stíga­móta og studdi þannig mik­il­væga bar­áttu sam­tak­anna gegn kyn­ferð­is­of­beldi.

Með þessu var mál­inu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upp­lýst um fram­vindu sátta­við­ræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þór­hildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skiln­ing á því. 

Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn mark­visst að vinna í mínum mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent