Konan á kerrunni - sem gæti reynst þyngdar sinnar virði í gulli

Kvinde.p..K.rre_.af_.Alberto.Giacometti.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðlar um víða ver­öld greindu fyrr í vik­unni frá upp­boði þar sem olíu­mál­verk eftir Pablo Picasso var slegið á hæsta verði sem nokkru sinni hefur feng­ist fyrir lista­verk. Það var þó sala á öðru lista­verki sem vakti meiri athygli í Dan­mörku.

Á upp­boð­inu sem fór fram í New York á vegum upp­boðs­húss­ins Christies var margt góðra muna eins og ætíð. Margir Danir sperrtu lík­lega eyrun þegar frá því var greint að stytta eftir sviss­neska lista­mann­inn Alberto Giacometti hefði verið slegin á 141,3 millj­ónir doll­ara, sem ­sam­svarar tæpum millj­arði danskra króna, eða tæpum nítján millj­örðum íslensk­um. Þetta er sagt hæsta verð sem nokkru sinni hefur feng­ist á upp­boði, fyrir mynda­styttu.

Áhugi Dana á þessum tíð­indum stafar ekki af því að þetta umrædda lista­verk sé á leið­inni til Dan­merk­ur, að minnsta kosti svo vitað sé. Christies gefur aldrei upp nafn kaup­anda en for­stöðu­maður danska rík­is­lista­safns­ins sagði í við­tali að það verð sem feng­ist hefði fyrir verkið sam­ræmd­ist illa inn­eign­inni á banka­bók safns­ins. Áhugi Dana á sér aðrar skýr­ing­ar.

Auglýsing

Bronsstyttan efir Alberto Giacometti sem fór á metfé á listaverkauppboði á dögunum. Mynd: EPA Brons­styttan efir Alberto Giacometti sem fór á metfé á lista­ver­ka­upp­boði á dög­un­um. Mynd: EPA

Kerru­konan í Hol­stebro



Á torg­inu á göngu­göt­unni fyrir framan gamla ráð­húsið í Hol­stebro stendur stytta, úr bronsi, sem við fyrstu sýn lætur ekki mikið yfir sér. Þetta er Konan á kerrunni (eða vagn­in­um) eða Maren á kerrunni eins og heima­menn kalla hana líka en hún hefur aldrei fengið opin­bert nafn. Um þessar mundir eru 50 ár síðan bæj­ar­stjórnin í Hol­stebro ákvað að kaupa þetta lista­verk Giacomettis (1901-1966) sem er í hópi þekkt­ustu lista­manna síð­ustu ald­ar. Stytt­una vann Giacometti í gifs árið 1963 og hún var steypt í brons tveimur árum síð­ar.

Margir hafa velt því fyrir sér hvernig í ver­öld­inni standi á því að þetta (mjög svo) verð­mæta lista­verk standi á göngu­götu í Hol­stebro á Jót­landi. Á heima­síðu bæj­ar­fé­lags­ins er greint frá því að árið 1965 hafi bæj­ar­stjórnin ákveðið að þar sem gott borð væri fyrir báru í fjár­hirslum bæj­ar­ins væri lag að kaupa lista­verk til að gleðja heima­menn og auðga and­ann.

Skömmu áður hafði Lou­isi­ana safnið norðan við Kaup­manna­höfn haldið sýn­ingu á verkum Giocem­ett­is, þangað höfðu tveir eða þrír bæj­ar­full­trúar frá Hol­stebro lagt leið sína og hrif­ist af verkum hans. Nefnd á vegum bæj­ar­ins lagði svo leið sína til Par­ísar og þar var gengið frá kaupum á verk­inu sem kost­aði 210 þús­und danskar krón­ur, sem þótti ærin upp­hæð. Ein­hvern grun hafði bæj­ar­stjórnin um að ekki yrðu allir bæj­ar­búar jafn upp­rifnir yfir þess­ari styttu, kosn­ingar voru að nálg­ast og örugg­ast þótti að setja stytt­una í geymslu þangað til þær yrðu afstaðn­ar.

Úr geymsl­unni á kirkju­torgið og þaðan í göngu­göt­una



Þann 10. mars 1966 kom Konan á kerrunni  fyrir augu bæj­ar­búa í Hol­stebro. Við­tökur voru blendn­ar, sumir hrósuðu stytt­unni, og bæj­ar­stjórn­inni, öðrum fannst lítið til hennar koma og nær hefði verið að nota pen­ing­ana í eitt­hvað þarf­legt, eins og það var orð­að. Sumir sögðu þessa konu ber­sýni­lega þjást af nær­ing­ar­skorti og um skeið mátti iðu­lega á morgn­ana sjá sam­lokur eða annan mat við fætur henn­ar.

Tólf árum síðar var styttan svo flutt á núver­andi stað, fyrir framan gamla ráð­húsið við Nör­rega­de, aðal göngu­götu bæj­ar­ins. Óhætt er að full­yrða að hún hefur vaxið í áliti meðal bæj­ar­búa enda kannski orðin þekkt­ari en allir hinir (35 þús.) til sam­ans. Sér­stök sam­koma var haldin árið 2006 í til­efni þess að þá voru liðin fjöru­tíu ár frá því að styttan var sett upp. Árið 2009 var efnt til sam­keppni um tón­verk til heið­urs henni, fjöru­tíu og eitt verk bar­st, Fær­ey­ing­ur­inn Pauli i Sanda­gerdi bar sigur úr být­um.

Hefur einka­lyftu



Bæj­ar­full­trúi í Hol­stebro sagði að í ljósi frétt­anna um sölu­verð stytt­unnar sem seld var á upp­boð­inu í New York mætti öruggt telja að ein­hverjir gætu vel hugsað sér að kom­ast yfir Kon­una á kerrunni, án þess þó að borga fyr­ir. Ekki er talin mikil hætta á að henni verði rænt um hábjartan dag þegar fólk er á ferli í göngu­göt­unni.

Til að koma í veg fyrir að reynt verði að ræna henni  í skjóli nætur er hún ein­fald­lega sett í geymslu, neð­an­jarð­ar. Hún stendur á eins­konar lyftu­palli, skýtur upp koll­inum klukkan tíu á morgn­ana og hverfur svo klukkan níu á kvöldin í híði sitt, undir göngu­göt­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None