Kristján Guy Burgess nýr framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Kristjan-Guy-Burgess.jpg
Auglýsing

Krist­ján Guy Burgess hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Í til­kynn­ingu frá flokknum kemur fram að Krist­ján hafi verið val­inn úr stórum hópi umsækj­enda til að "stýra dag­legum rekstri flokks­ins og hafa yfir­um­sjón með mál­efna­starfi og stefnu­mót­un". Síð­asti fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­innar var Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir sem hætti störfum í maí til að ger­ast for­maður Banda­lags háskóla­manna, BHM.

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að það hafi ekki verið auð­velt að velja úr þeim hópi sem gaf kost á sér í starf­ið. "Það er mik­ill fengur að Krist­jáni. Hann hefur skýra sýn um hvernig best er hægt að auka áhrif umbóta­sinn­aðra afla og hann hefur sýnt í fyrri störfum að hann hefur lag á að vinna með fólki, leysa flókin verk­efni og koma hlutum í verk. Við hlökkum til sam­starfs­ins."

Krist­ján hefur að und­an­förnu starfað fyrir Atl­ants­hafs­banda­lagið sem full­trúi þess gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­unum í New York. Árin 2009-2013 var hann aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra og frá 2005-2009 rak hann ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki í alþjóða­mál­um. Hann býr yfir ára­langri reynslu af störfum við fjöl­miðla og hefur komið að marg­vís­legu kosn­inga­starfi. Krist­ján er með BA próf í sagn­fræði og heim­speki frá Háskóla Íslands og meist­ara­próf í alþjóða­stjórn­málum og alþjóða­lögum frá háskólum í London og Kosta Ríka. Hann mun hefja störf 1. nóv­em­ber.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent
None