Kristján Guy Burgess nýr framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Kristjan-Guy-Burgess.jpg
Auglýsing

Krist­ján Guy Burgess hefur verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Í til­kynn­ingu frá flokknum kemur fram að Krist­ján hafi verið val­inn úr stórum hópi umsækj­enda til að "stýra dag­legum rekstri flokks­ins og hafa yfir­um­sjón með mál­efna­starfi og stefnu­mót­un". Síð­asti fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­innar var Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir sem hætti störfum í maí til að ger­ast for­maður Banda­lags háskóla­manna, BHM.

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að það hafi ekki verið auð­velt að velja úr þeim hópi sem gaf kost á sér í starf­ið. "Það er mik­ill fengur að Krist­jáni. Hann hefur skýra sýn um hvernig best er hægt að auka áhrif umbóta­sinn­aðra afla og hann hefur sýnt í fyrri störfum að hann hefur lag á að vinna með fólki, leysa flókin verk­efni og koma hlutum í verk. Við hlökkum til sam­starfs­ins."

Krist­ján hefur að und­an­förnu starfað fyrir Atl­ants­hafs­banda­lagið sem full­trúi þess gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­unum í New York. Árin 2009-2013 var hann aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra og frá 2005-2009 rak hann ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki í alþjóða­mál­um. Hann býr yfir ára­langri reynslu af störfum við fjöl­miðla og hefur komið að marg­vís­legu kosn­inga­starfi. Krist­ján er með BA próf í sagn­fræði og heim­speki frá Háskóla Íslands og meist­ara­próf í alþjóða­stjórn­málum og alþjóða­lögum frá háskólum í London og Kosta Ríka. Hann mun hefja störf 1. nóv­em­ber.

Auglýsing

Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Már Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Eignarhald ríkisins skapar tækifæri
Kjarninn 13. desember 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?
Kjarninn 13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
Kjarninn 13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
Kjarninn 13. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir
Hver er krafa vinnuaflsins?
Kjarninn 13. desember 2018
Primera air
Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air
Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.
Kjarninn 13. desember 2018
Vantrausttillaga gegn May felld í breska þinginu
Skömmu fyrir kosninguna lýsti hún því yfir að hún myndi hætta sem forsætisráðherra í lok kjörtímabilsins.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None