Kristján Þór vildi ekki svara hvort Sigmundur Davíð hefði neitað að leggja fram frumvarpið

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

„Ég treysti mér nú til flestra verka sem að heyra undir heil­brigð­is­ráð­herra, ef að svo væri ekki þá væri ég nú ekki að takast á við þetta starf, ef ég treysti mér ekki til þeirra verka sem heil­brigð­is­ráð­herra er falið með lög­um.“

Þetta sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra í Viku­lok­unum á Rás 1 í dag, aðspurður um ástæðu þess að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, lagði fram frum­varp um laga­setn­ingu á verk­föll ein­stakra aðild­ar­sam­banda BHM og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þátta­stjórn­and­inn Helgi Seljan hafði þá spurt Krisján Þór hvort hann hefði ekki treyst sér sjálfur til að leggja frum­varpið fram.

„Þetta var ákvörðun rík­is­stjórnar að fela land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra að færa fram frum­varp­ið.“ Aðspurður um hvort Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki viljað leggja frum­varpið fram, svar­aði heil­brigð­is­ráð­herra: „Þú verður bara ein­fald­lega að spyrja hann að því.“

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gætir tölu­verðrar óánægju innan raða þing­flokks sjálf­stæð­is­flokks­ins, að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki lagt umrætt frum­varp fram fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Krist­ján Þór kveðst styðja ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að leggja frum­varpið fram með þessum hætti. „Ég vil bara leggja höf­uð­á­herslu á það í umræðu um þetta, þá er það í mínum huga ekki aðal­at­riði máls. Aðal­at­riði máls, varð­andi þessa laga­setn­ingu, er spurn­ingin hvers vegna erum við að setja þessi lög? Ég hef reynt að svara því með þeim hætti að ég hef for­gangs­raðað því í mínum huga þannig að það sé fyrst og fremst gert í þágu þess að heil­brigð­is­kerfið geti þjón­u­stað það fólk sem á við mestan vanda í sínu heilsu­fari að glíma. Menn eiga miklu frekar að beina sjónum sínum að því,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herra í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None