Kristján Þór vildi ekki svara hvort Sigmundur Davíð hefði neitað að leggja fram frumvarpið

kristjan_thor_vidtal_frame_530.jpg
Auglýsing

„Ég treysti mér nú til flestra verka sem að heyra undir heil­brigð­is­ráð­herra, ef að svo væri ekki þá væri ég nú ekki að takast á við þetta starf, ef ég treysti mér ekki til þeirra verka sem heil­brigð­is­ráð­herra er falið með lög­um.“

Þetta sagði Krist­ján Þór Júl­í­us­son heil­brigð­is­ráð­herra í Viku­lok­unum á Rás 1 í dag, aðspurður um ástæðu þess að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, lagði fram frum­varp um laga­setn­ingu á verk­föll ein­stakra aðild­ar­sam­banda BHM og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga. Þátta­stjórn­and­inn Helgi Seljan hafði þá spurt Krisján Þór hvort hann hefði ekki treyst sér sjálfur til að leggja frum­varpið fram.

„Þetta var ákvörðun rík­is­stjórnar að fela land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra að færa fram frum­varp­ið.“ Aðspurður um hvort Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki viljað leggja frum­varpið fram, svar­aði heil­brigð­is­ráð­herra: „Þú verður bara ein­fald­lega að spyrja hann að því.“

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gætir tölu­verðrar óánægju innan raða þing­flokks sjálf­stæð­is­flokks­ins, að for­sæt­is­ráð­herra hafi ekki lagt umrætt frum­varp fram fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Krist­ján Þór kveðst styðja ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar um að leggja frum­varpið fram með þessum hætti. „Ég vil bara leggja höf­uð­á­herslu á það í umræðu um þetta, þá er það í mínum huga ekki aðal­at­riði máls. Aðal­at­riði máls, varð­andi þessa laga­setn­ingu, er spurn­ingin hvers vegna erum við að setja þessi lög? Ég hef reynt að svara því með þeim hætti að ég hef for­gangs­raðað því í mínum huga þannig að það sé fyrst og fremst gert í þágu þess að heil­brigð­is­kerfið geti þjón­u­stað það fólk sem á við mestan vanda í sínu heilsu­fari að glíma. Menn eiga miklu frekar að beina sjónum sínum að því,“ sagði heil­brigð­is­ráð­herra í Viku­lok­unum á Rás 1 í morg­un.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None