Kvótakerfið leikur danska trillukarla grátt

rsz_h_50347595.jpg
Auglýsing

Danskir trillukarlar og eig­endur smá­báta ótt­ast að kvóta­kerfið sé að ganga af smá­báta­út­gerð­inni dauðri. Danskir smá­báta­sjó­menn eru nú helm­ingi færri en þegar kvóta­kerf­inu var komið á fyrir tíu árum og lönd­un­ar­höfnum smá­báta hefur fækk­að. 46 höfnum þar sem smá­bátar lögðu upp afla hefur verið lokað á und­an­förnum tíu árum og í 56 höfnum til við­bótar landa nú helm­ingi færri en árið 2005. Nú eru skráðar tæp­lega 600 lönd­un­ar­hafnir í land­inu öllu en í rúm­lega 300 þeirra kemur aldrei fiskur á land. Danskir smá­báta­sjó­menn eru nú um 1800, voru 3300 fyrir tíu árum.

Árið 2005 ákvað danska rík­is­stjórnin (Ven­stre og Konservati­ve) með stuðn­ingi Danska Þjóð­ar­flokks­ins að afla­kvótar yrðu fram­vegis eign útgerð­anna. Kvót­inn sem kom í hlut hverrar útgerðar (mjög oft í eigu eins manns) var byggður á afla­magni und­an­far­inna ára og  almenn sátt um að sá háttur yrði hafður á. Jafn­framt yrði eig­endum kvót­ans heim­ilt að selja hann. Yfir­lýstur til­gangur stjórn­ar­innar með þessu fyr­ir­komu­lagi var að þannig skap­að­ist mögu­leiki fyrir þá sem vildu hætta útgerð að fá arð af ævi­starf­inu, eins og það var orð­að, og jafn­framt hefðu aðrir sjó­menn tæki­færi til að auka við sig og renna þannig styrk­ari stoðum undir útgerð­ina.

Auglýsing

Töldu að fjórð­ungur myndi selja kvóta og báta

Danski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann sagði í við­tali árið 2005, þegar kvóta­kerfið var kynnt, að búast mætti við að fjórð­ungur smá­báta­eig­enda myndi ákveða að selja bæði kvóta og báta.  Ráð­herr­ann sagði þetta byggt á athug­unum og við­tölum við sjó­menn um allt land. Hann sagði jafn­framt að margir smá­báta­eig­endur teldu sig þurfa auk­inn kvóta til að geta haldið rekstr­inum áfram og þeim gæf­ist nú tæki­færi til þess.

Mun fleiri vildu selja 

Eftir að kvóta­lögin voru sett og sala heim­iluð kom í ljós að athug­anir og álykt­anir sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins reynd­ust ekki nærri lagi. Mun fleiri vildu selja bæði kvóta og báta en ráðu­neytið hafði gert ráð fyr­ir. Dönsku sjó­manna­sam­tökin höfðu stutt lögin um kvóta­söl­una og þar á bæ kom þetta líka á óvart. For­mað­ur­inn sagði að það sem hefði gerst í land­bún­að­inum á fimm­tíu árum hefði  ein­ungis tekið sex til sjö ár í sjáv­ar­út­veg­in­um.

Færri og stærri

Eins og áður sagði var það til­gangur kvóta­lag­anna að skapa nýja mögu­leika, bæði fyrir þá sem vildu hætta sjó­mennsk­unni og líka hina sem vildu styrkja stöðu sína með auknum kvóta. Þetta mark­mið hefur vissu­lega náð­st, að minnsta kosti að nokkru leyti. Nú eru mörg stór útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem standa mun traust­ari fótum en áður. Margir stór­út­gerð­ar­menn eru nú meðal þús­und rík­ustu íbúa Dan­merkur og tveir þeirra með þeirra hund­rað rík­ustu. Fyrir tíu árum var var eng­inn útgerð­ar­maður á þessum þús­und manna lista.

Farið í kringum lögin

Þegar kvóta­lögin voru sett voru í þeim ákvæði sem áttu að tak­marka kvóta­eign, til dæmis til­teknum teg­undum á ákveðnum svæð­um. Þetta átti að tryggja „hæfi­lega dreif­ingu“ eins og það var orð­að. En á sama hátt og vatn finnur sér ætíð far­veg finna menn­irnir oft­ast leiðir til að snúa á laga­bók­staf­inn. Það eru sem sé margir sem eiga kvóta, á papp­írn­um, þótt aðrir séu hinir raun­veru­legu eig­end­ur. Þeir sem skráðir eru fyrir kvóta, sem aðrir nýta gegn greiðslu, ganga hér í Dan­mörku undir nafn­inu sófa­sjó­menn og þeir sem þannig geta bælt fletið skipta, að talið er, nokkrum hund­ruð­um.

Afleið­ing­arnar

Eins og getið var hér að framan standa margar stórar útgerðir nú mun traust­ari fótum en áður en kvóta­lögin voru sett árið 2005. Jafn­framt því hefur fisk­vinnsla og verkun á mörgum stærri stöð­um, sér­stak­lega á Jót­landi eflst og styrkst.  Þetta hefur þýtt meiri hag­kvæmni í vinnsl­unni og bætt sam­keppn­is­hæfni sjáv­ar­út­veg­ar­ins, ekki síst í útflutn­ingi.



En afleið­ing­arnar hafa líka orðið aðr­ar. Fram kom í upp­hhafi þessa pistils að smá­báta­sjó­mönnum hefur fækkað mik­ið, fjöl­mörgum höfnum hefur verið lokað og margar aðrar eru vart svipur hjá sjón sam­an­borið við það sem áður var. Þetta þýðir minna og fábreytt­ara mann­líf, ýmis starf­semi sem fylgdi smá­báta­út­gerð­inni og bryggju­líf­inu er ekki lengur til stað­ar, það þýðir færri vinn­andi hend­ur. Ekki eru til neinar tölur um þau störf sem þannig hafa horfið og ekki heldur hvaða áhrif þetta hefur haft á fólks­flutn­ing frá smærri stöðum við strendur lands­ins.

Nær úti­lokað fyrir þá sem vilja byrja

For­maður danska sjó­mann­sam­bands­ins sagði, í við­tali við blaðið Information fyrir skömmu, að alvar­leg­ustu afleið­ingar kvóta­kerf­is­ins og þeirrar „kvóta­verð­bólgu“ sem henni hefði fylgt væri sú stað­reynd að nær ókleift væri fyrir unga menn að hasla sér völl í grein­inni. Það bæri dauð­ann með sér sagði for­mað­ur­inn. „Ef engin end­ur­nýjun er í grein­inni endar það bara á einn veg“. Hann benti jafn­framt á að margir, og kannski flest­ir, smá­báta­sjó­menn gætu ekki risið undir síhertum kröfum varð­andi öryggi, með­ferð fisks­ins o.fl o.fl. Stjórn­völd yrðu að opna augun áður en það yrði of seint.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None