Lántakendur skulda LÍN yfir 200 milljarða

l.n.jpg
Auglýsing

Eft­ir­stöðvar lána sem Lána­sjóður íslenskra náms­manna (LÍN) hefur veitt íslenskum náms­mönnum frá 1976 til 2014 nema sam­tals um 208 millj­örðum króna, sam­kvæmt nýlega birtum árs­reikn­ingi LÍN fyrir árið 2014. Á síð­asta ári tóku náms­menn náms­lán upp á um 15,8 millj­arða króna, eða um það bil einum millj­arði minna en árið áður.

Lánum LÍN er skipt í fjóra mis­mun­andi flokka eftir því á hvaða árum þau voru veitt. Eft­ir­stöðvar lána sem voru tekin frá árinu 2005, svokölluð G-lán, nema alls tæp­lega 160 millj­örðum króna, eins og sjá má í töfl­unni hér fyrir neð­an.

Auglýsing
Eft­ir­stöðvar LÍN lána
Lán veitt á árunum Eft­ir­stöðvar (í krón­um)
1976 - 1982 (V-lán) 228.461.000
1982 - 1992 (S-lán) 22.378.795.000
1992 - 2005 (R-lán) 26.143.405.000
Frá 2005 (G-lán) 159.285.948.000
Mark­aðs­kjara­lán 71.200.000
Sam­tals 208.107.809.000

Lána­flokk­arnir fjórir eru allir verð­tryggðir en lána­kjörin eru mis­mun­andi. Lán veitt frá 1976 til 1992, það eru lán í flokkum V og S, eru verð­tryggð en bera enga vexti. Lán veitt eftir 1992, það eru lán í flokkum R og G, bera eitt pró­sent vexti.Sam­kvæmt útreikn­ingum LÍN er núvirði útlána sjóðs­ins um 133 millj­arðar króna í árs­lok 2014 en bók­fært verð­mæti útlána, að frá­dregnum afskrift­um, er um 171,5 millj­arðar króna. Mis­mun­ur­inn á núvirði útlána og bók­færðu virði, sam­tals um 39 millj­arðar króna, end­ur­speglar þann við­bót­ar­kostnað sem fylgir því að reka Lána­sjóð­inn út núver­andi láns­tíma. Í árs­reikn­ingnum er þetta skýrt nánar og segir að núvirði sé reiknað miðað við 3,79% ávöxt­un­ar­kröfu. Krafan sam­svarar með­al­vöxtum þeirra lang­tíma­lána sem sjóð­ur­inn hefur tekið hjá rík­is­sjóði. Með öðrum orðum eru vextir af lánum sem sjóð­ur­inn tekur mun hærri en vext­irnir á lánum sem sjóð­ur­inn býður náms­mönn­um.ferd-til-fjar_bordi

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None