Laun þingmanna hækka um 75 þúsund krónur

Þingfararkaupið er nú orðið 1.285.411 krónur en það hækkaði um 6,2 prósent um síðustu mánaðamót. Launahækkanir þingmanna taka mið af reglulegum hækkun reglulegra launa starfsmanna ríkisins.

Þingfararkaupið hækkar
Þingfararkaupið hækkar
Auglýsing

Laun þingmanna hækkuðu um 6,2 prósent um síðustu mánaðamót og eru orðin 1.285.411 krónur á mánuði. Launahækkunin nemur rúmum 75 þúsund króna en fyrir voru grunnlaun þingmanna 1.210.368 krónur. Það hafa verið mánaðarlaun þingmanna frá áramótum en þá hækkuðu launin um 3,4 prósent. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni.

Björn bendir á að grunnlaun þingmanna hafa hækkað um 16,7 prósent frá því að hann settist inn á þing árið 2016. Kjararáð ákvað í október árið 2016 að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Kjararáð var síðar leyst upp og ný lög um meðaltal reglulegra launa ríkisstarfsmanna voru innleidd. Björn segir nýja aðferðin vera góð þar sem hún byggist ekki á geðþóttaákvörðunum.

Einföld stærðfræði ræður hækkunum en ekki geðþótti

„Ég vil byrja að taka það fram að mér finnst aðferðin sem á að vera notuð til þess að reikna þessar launabreytingar vera góð - en hún snýst um að laun þingmanna hækka um meðaltal þess sem regluleg laun starfsmanna ríkisins hækka á árinu áður, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Hér er ekki um neina geðþóttaákvörðun að ræða heldur á þetta að vera einföld stærðfræði. Þessi hækkun er því að segja okkur að á síðasta ári hækkuðu laun ríkisstarfsmanna að meðaltali um 6,2%,“ skrifar Björn.

Auglýsing

Hann segir þetta fyrirkomulag gefa tilefni til nánari skoðunar og ber í kjölfarið saman launahækkanir þingmanna við hækkun á lífeyri almannatrygginga. Hækkun lífeyris fylgir spá um vísitölu neysluverðs eða launaþróun komandi árs. Hækkun fyrir komandi ár er því ákveðin í fjárlögum hvers árs.

Björn Leví Gunnarsson er þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

„Síðustu þrjár hækkanir lífeyris voru 3,6%, 3,5% og 3,6%. Í töflunni hér fyrir neðan eru launahækkanir þingmanna kjararáðsákvörðuninni 2016. Munurinn á hækkun lífeyris og launum þingmanna er hér augljós.“

Björn ber einnig saman launahækkanir þingmanna við launahækkanir nokkurra ríkisstarfsstétta. Launahækkanir hjá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og framhaldsskólakennurum er mismikil milli starfsstétta og ára. „Að einhverju leyti er það eðlilegt en á sama tíma áhugavert hvar er munur og þá af hverju,“ skrifar Björn og segir núverandi fyrirkomulag þingfararkaups vera sanngjarnt, þó hann skilji að upphæð launanna sjálfra sé það kannski ekki. Núverandi lög um þingfararkaup útvegi viðmið um regluleg laun ríkisstarfsmanna.

Meðaltekjur árið 2020 hálft þingfararkaup

Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofu Íslands voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 591 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Miðgildi heildartekna var aftur á móti lægra, um 488 þúsund krónur á mánuði og hafa þær hækkað árlega um þrjú prósent. Hæstar tekjurnar höfðu einstaklingar í aldurshópnum 45 til 49 ára en tekjur þeirra námu um 786 þúsund krónum að meðaltali í fyrra.

Til samanburðar voru grunnlaun þingmanna um það bil tvöfaldar meðaltekjur í fyrra, 1.170.569 krónur. Samkvæmt tölum Hagstofunnar er þingfararkaup á pari við laun yfirmanna og hátt launaðra sérfræðinga. „Ég er ekkert endilega viss um að það sé rétt viðmið, en á móti kemur að þingmannastarfið getur verið endalaust og er algerlega án yfirvinnu. Sitt sýnist hverjum,“ skrifar Björn og vísar í óformlega könnun sem hann gerði árið 2018. Svarendum könnunarinnar fannst laun þingmanna of há miðað við meðallaun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent