Lenya og Vigdís funduðu með forsætisáðherra

Varaþingmaður Pírata og framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ræddu við forsætisráðherra í dag um leiðir til að takast á við kynþáttafordóma og útlendingaandúð. Aðgerðir verða kynntar á næstunni.

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
Auglýsing

Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður Pírata, og Vig­dís Häsler, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna, fund­uðu með Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í morgun þar sem þær ræddu leiðir til að takast á við kyn­þátta­for­dóma og útlend­inga­andúð - bæði kerf­is­lægt og í sam­fé­lag­inu öllu.

„Þetta var mik­il­vægt sam­tal enda hafa síð­ustu vikur verið erf­ið­ar. Upp hafa komið mál sem vöktu óhug, en vöktu þó líka fólk til með­vit­und­ar. Ég fagna mál­unum ekki neitt en fagna því að umræðan skuli loks­ins vera að opnast, bæði hjá stjórn­völdum og í sam­fé­lag­in­u,“ segir Lenya í færslu á Face­book um fund­inn með for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing
Kjarninn fjar­lægði frétt sem unnin var upp úr við­tali við Lenyu sem birt­ist á föstu­dag­inn langa vegna rasískra ummæla sem skrifuð voru við deil­ingu frétt­ar­innar á Face­book-­síðu Kjarn­ans.

Í við­tal­inu ræddi Lenya einnig um rasísk ummæli Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra sem hann lét falla um Vig­dísi í mót­­töku sem Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn hélt í til­­efni af Bún­­að­­ar­­þingi bænda­­sam­tak­anna. Vig­­dís vildi fá for­yst­u­­­fólk úr Fram­­­sókn­­­ar­­­flokknum til að taka mynd með sér þar sem hún „plank­aði“ á meðan að það hélt á henni á Sig­­­urður Ingi að vísað til Vig­­­dísar sem „hinnar svört­u“.

Sig­­urður Ingi baðst afsök­unar og fund­aði nokkrum dögum síðar með Vig­­­dísi sem birti í kjöl­farið færslu á Face­­­book þar sem hún sagði að þau hefðu átt „hrein­skil­ið, heið­­­ar­­­legt og opið sam­tal“. Sagð­ist Vig­­­­dís hafa með­­­­­tekið af­­­­sök­un­­­­ar­beiðni Sig­­­­urðar Inga og að hún hefði upp­­­­lifað hana sem ein­læga. Mál­inu væri lokið af henn­ar hálfu. Sig­urður Ingi hefur verið kærður fyrir brot á siða­reglum Alþingis en hefur ekki tjáð sig meira um málið heldur aðeins vísað í afsök­un­ar­beiðni sína á Face­book.

Lenya seg­ist bjart­sýn á fram­haldið eftir fund­inn með Katrínu í morg­un. Aðgerðir voru lagðar til á fund­inum sem verða kynntar form­lega á næst­unni.

„Vinnan við að upp­ræta for­dóma krefst fólks í for­ystu sem hefur reynslu af þeim og veit því hvernig skal takast á við þá,“ segir Lenya í færslu sinni á Face­book.

Hún seg­ist vilja trúa því að þverpóli­tísk sátt sé á Alþingi um að draga lær­dóm af atburðum síð­ustu vikna og vinna saman í átt að for­dóma­lausu sam­fé­lagi.

„Þessi vinna snertir mig og mörg önnur mjög djúpt, þetta varðar 15% af íslensku þjóð­inni og því tel ég verk­efnið vera mik­il­væg­ara en póli­tískar flokkslín­ur. Við eigum að gera þetta strax og við eigum að gera þetta vel,“ segir Lenya.

Við Vig­dís Häsler fórum á fund með Katrínu Jak­obs­dóttur í morg­un. Á fund­inum ræddum við leiðir til að takast á við...

Posted by Lenya Rún on Monday, April 25, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokki