Lestur stærstu prentmiðla landsins heldur áfram að dala

Lestur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, einu dagblaða landsins, hjá fólki undir fimmtugu er nú þriðjungur þess sem hann var 2009. Útgáfufélög beggja hafa tapað háum fjárhæðum á undanförnum árum.

Fréttablaðið er eina fríblað landsins.
Fréttablaðið er eina fríblað landsins.
Auglýsing

Lestur tveggja stærstu dag­blaða lands­ins hefur haldið áfram að dala það sem af er ári, sér­stak­lega hjá yngri hluta lands­manna. Sam­kvæmt nýbirtum tölum Gallup um lestur á prent­miðlum lásu 22,4 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18-49 ára Frétta­blaðið í júlí­mán­uði og 9,4 pró­sent Morg­un­blað­ið.

Morg­un­blaðið fór undir tíu pró­sent lestur hjá þessum hópi í vor, en árið 2009 las um þriðj­ungur lands­manna undir fimm­tugu það blað. 

Lestur Frétta­blaðs­ins hjá þessum ald­urs­hópi var 65 pró­sent í byrjun árs 2009 en er nú um þriðj­ungur þess hlut­falls. 

Heild­ar­lestur á bæði blöð hefur aldrei verið minni en hann var í júlí. Þá sögð­ust 31,3 pró­sent lesa Frétta­blaðið en árið 2010 lásu 64 pró­sent lands­manna frí­blað­ið. Heild­ar­lestur blaðs­ins hefur því helm­ing­ast á rúmum ára­tug.

Morg­un­blaðið fór undir 20 pró­senta múr­inn í heild­ar­lestri fyrr á þessu ári og nú mælist lestur blaðs­ins 19,3 pró­sent. Hann hefur rúm­lega helm­ing­ast frá 2009, þegar núver­andi eig­enda­hópur tók við og Davíð Odds­son og Har­aldur Johann­es­sen voru ráðnir rit­stjór­ar, en þá lásu um 40 pró­sent lands­manna prentút­gáfu Morg­un­blaðs­ins. 

Mik­ill tap­rekstur

Þessi þró­un, hríð­minnk­andi lest­ur, hefur átt sér stað þrátt fyrir að Morg­un­blaðið hafi síð­ast­liðin ár verið frí­blað á fimmtu­dög­um. Í því felst að blað er í aldreif­ingu þá daga og fer inn á heim­ili tug­þús­unda sem eru ekki áskrif­end­ur. Almenn áskrift að Morg­un­blað­inu kostar í dag 7.982 krónur á mán­uði, eða 95.784 krónur á ári. 

Auglýsing
Tap Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins og fleiri miðla, á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­­ur­­­fé­lagið Þór­s­­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, var sam­tals um 2,5 millj­­­­örðum króna. Stærstu eig­endur Árvak­urs eru tengdir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum auk þess sem Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, er skráður fyrir rúm­lega 20 pró­sent eign­ar­hlut.

Kjarn­inn greindi frá því í lið­inni viku að tekjur Árvak­urs í fyrra hefðu dreg­ist saman um rúm fjögur pró­sent og starfs­fólki hefði verið fækkað um næstum 14 pró­sent. Laun og þókn­anir til stjórn­enda hækk­uðu hins vegar um næstum fimm pró­sent. 

Rekstr­ar­tap Árvak­urs í fyrra var 210 millj­ónir króna. Þá var búið að taka til­lit til 99,9 milljón króna rekstr­ar­styrk sem Árvakur fékk úr rík­is­sjóði vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. End­an­legt tap Árvak­urs var hins vegar 75 millj­ónir króna. Hlut­deild í afkomu dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­laga, sem teng­ist ekki grunn­rekstri Árvak­urs, útskýrir þann mun sem er á end­an­legri afkomu og rekstr­ar­af­komu, en hún er jákvæð um 160 millj­ónir króna.

Fækk­uðu útgáfu­dögum í fyrra

Frétta­blaðið er enn frí­blað sem dreift er í 85 þús­und ein­tökum án end­ur­gjalds á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Akur­eyri fimm daga vik­unn­ar. Útgáfu­dögum þess var þó fækkað úr sex í fimm á síð­asta ári. 

Heild­ar­lestur Frétta­blaðs­ins fór undir 60 pró­sent í apríl 2012, undir 50 pró­sent í nóv­em­ber 2015 og undir 40 pró­sent í ágúst 2018. Hann er nú, líkt og áður sagði, 31,3 pró­sent.

Frétta­blaðið er í eigu Torgs sem rekur einnig miðla á borð við Hring­braut og DV. Helgi Magn­ús­son athafna­maður keypti Torg árið 2019. Opin­ber gögn gefa til kynna að kostn­aður við þau kaup hafi verið um 600 millj­ónir króna. Félag Helga hefur síðar lagt rekstr­inum til 600 millj­ónir króna í nýtt hluta­fé.

Tap Torgs á árinu 2019 var 212 millj­­­­ónir króna. Torg hefur ekki skilað árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2020 til árs­reikn­inga­skrár.

Rit­stjóra­skipti urðu nýverið á Frétta­blað­inu þegar Sig­mundur Ernir Rún­ars­son tók við stjórn­ar­taumunum af Jóni Þór­is­syni.

Reka vel sótta vefi

Vert er að taka fram að þeir prent­miðlar sem nefndir eru í þess­ari umfjöllun reka frétta­vef­síð­ur. Síða Morg­un­blaðs­ins, mbl.is, er nú, og hefur oft­ast ver­ið, mest lesna vef­síða lands­ins, þótt helsti sam­keppn­is­að­ili henn­ar, Vís­ir, hafi oftar verið í fyrsta sæti á þeim lista á þessu ári.

Vef­svæði DV, dv.is og tengdir vef­ir, er þriðja mest lesna vef­svæði lands­ins og vef­svæði Frétta­blaðs­ins, sem inni­heldur líka vef Hring­braut­ar, er það fimmta mest lesna sam­kvæmt lista Gallup en vert er að taka fram að ein­ungis tólf vef­svæði taka þátt í vef­mæl­ingum fyr­ir­tæk­is­ins. Á meðal fjöl­miðla sem gera það ekki eru Kjarn­inn og Stund­in. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent