Lestur stærstu prentmiðla landsins heldur áfram að dala

Lestur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, einu dagblaða landsins, hjá fólki undir fimmtugu er nú þriðjungur þess sem hann var 2009. Útgáfufélög beggja hafa tapað háum fjárhæðum á undanförnum árum.

Fréttablaðið er eina fríblað landsins.
Fréttablaðið er eina fríblað landsins.
Auglýsing

Lestur tveggja stærstu dag­blaða lands­ins hefur haldið áfram að dala það sem af er ári, sér­stak­lega hjá yngri hluta lands­manna. Sam­kvæmt nýbirtum tölum Gallup um lestur á prent­miðlum lásu 22,4 pró­sent lands­manna í ald­urs­hópnum 18-49 ára Frétta­blaðið í júlí­mán­uði og 9,4 pró­sent Morg­un­blað­ið.

Morg­un­blaðið fór undir tíu pró­sent lestur hjá þessum hópi í vor, en árið 2009 las um þriðj­ungur lands­manna undir fimm­tugu það blað. 

Lestur Frétta­blaðs­ins hjá þessum ald­urs­hópi var 65 pró­sent í byrjun árs 2009 en er nú um þriðj­ungur þess hlut­falls. 

Heild­ar­lestur á bæði blöð hefur aldrei verið minni en hann var í júlí. Þá sögð­ust 31,3 pró­sent lesa Frétta­blaðið en árið 2010 lásu 64 pró­sent lands­manna frí­blað­ið. Heild­ar­lestur blaðs­ins hefur því helm­ing­ast á rúmum ára­tug.

Morg­un­blaðið fór undir 20 pró­senta múr­inn í heild­ar­lestri fyrr á þessu ári og nú mælist lestur blaðs­ins 19,3 pró­sent. Hann hefur rúm­lega helm­ing­ast frá 2009, þegar núver­andi eig­enda­hópur tók við og Davíð Odds­son og Har­aldur Johann­es­sen voru ráðnir rit­stjór­ar, en þá lásu um 40 pró­sent lands­manna prentút­gáfu Morg­un­blaðs­ins. 

Mik­ill tap­rekstur

Þessi þró­un, hríð­minnk­andi lest­ur, hefur átt sér stað þrátt fyrir að Morg­un­blaðið hafi síð­ast­liðin ár verið frí­blað á fimmtu­dög­um. Í því felst að blað er í aldreif­ingu þá daga og fer inn á heim­ili tug­þús­unda sem eru ekki áskrif­end­ur. Almenn áskrift að Morg­un­blað­inu kostar í dag 7.982 krónur á mán­uði, eða 95.784 krónur á ári. 

Auglýsing
Tap Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins og fleiri miðla, á þeim ára­tug sem leið frá því að nýir eig­endur tóku yfir móð­­­ur­­­fé­lagið Þór­s­­­mörk á árinu 2009, og fram til loka árs 2019, var sam­tals um 2,5 millj­­­­örðum króna. Stærstu eig­endur Árvak­urs eru tengdir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum auk þess sem Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, er skráður fyrir rúm­lega 20 pró­sent eign­ar­hlut.

Kjarn­inn greindi frá því í lið­inni viku að tekjur Árvak­urs í fyrra hefðu dreg­ist saman um rúm fjögur pró­sent og starfs­fólki hefði verið fækkað um næstum 14 pró­sent. Laun og þókn­anir til stjórn­enda hækk­uðu hins vegar um næstum fimm pró­sent. 

Rekstr­ar­tap Árvak­urs í fyrra var 210 millj­ónir króna. Þá var búið að taka til­lit til 99,9 milljón króna rekstr­ar­styrk sem Árvakur fékk úr rík­is­sjóði vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. End­an­legt tap Árvak­urs var hins vegar 75 millj­ónir króna. Hlut­deild í afkomu dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­laga, sem teng­ist ekki grunn­rekstri Árvak­urs, útskýrir þann mun sem er á end­an­legri afkomu og rekstr­ar­af­komu, en hún er jákvæð um 160 millj­ónir króna.

Fækk­uðu útgáfu­dögum í fyrra

Frétta­blaðið er enn frí­blað sem dreift er í 85 þús­und ein­tökum án end­ur­gjalds á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Akur­eyri fimm daga vik­unn­ar. Útgáfu­dögum þess var þó fækkað úr sex í fimm á síð­asta ári. 

Heild­ar­lestur Frétta­blaðs­ins fór undir 60 pró­sent í apríl 2012, undir 50 pró­sent í nóv­em­ber 2015 og undir 40 pró­sent í ágúst 2018. Hann er nú, líkt og áður sagði, 31,3 pró­sent.

Frétta­blaðið er í eigu Torgs sem rekur einnig miðla á borð við Hring­braut og DV. Helgi Magn­ús­son athafna­maður keypti Torg árið 2019. Opin­ber gögn gefa til kynna að kostn­aður við þau kaup hafi verið um 600 millj­ónir króna. Félag Helga hefur síðar lagt rekstr­inum til 600 millj­ónir króna í nýtt hluta­fé.

Tap Torgs á árinu 2019 var 212 millj­­­­ónir króna. Torg hefur ekki skilað árs­reikn­ingi vegna árs­ins 2020 til árs­reikn­inga­skrár.

Rit­stjóra­skipti urðu nýverið á Frétta­blað­inu þegar Sig­mundur Ernir Rún­ars­son tók við stjórn­ar­taumunum af Jóni Þór­is­syni.

Reka vel sótta vefi

Vert er að taka fram að þeir prent­miðlar sem nefndir eru í þess­ari umfjöllun reka frétta­vef­síð­ur. Síða Morg­un­blaðs­ins, mbl.is, er nú, og hefur oft­ast ver­ið, mest lesna vef­síða lands­ins, þótt helsti sam­keppn­is­að­ili henn­ar, Vís­ir, hafi oftar verið í fyrsta sæti á þeim lista á þessu ári.

Vef­svæði DV, dv.is og tengdir vef­ir, er þriðja mest lesna vef­svæði lands­ins og vef­svæði Frétta­blaðs­ins, sem inni­heldur líka vef Hring­braut­ar, er það fimmta mest lesna sam­kvæmt lista Gallup en vert er að taka fram að ein­ungis tólf vef­svæði taka þátt í vef­mæl­ingum fyr­ir­tæk­is­ins. Á meðal fjöl­miðla sem gera það ekki eru Kjarn­inn og Stund­in. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent