Lilja fundaði með aðstoðarmönnum og tveimur lögmönnum áður en hún áfrýjaði

Stuttu eftir að héraðsdómur hafði hafnað því að ógilda niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála um að Lilja D. Alfreðsdóttir hefði brotið jafnréttislög boðaði hún fjóra einstaklinga á fund. Þar var tekin ákvörðun um að áfrýja niðurstöðunni.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Áætlað er að kostn­aður vegna mála­rekst­urs Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, gegn Haf­dísi Helgu Ólafs­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, verði um tíu millj­ónir króna. Haf­dís Helga sótti um stöðu ráðu­neyt­is­stjóra í mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu haustið 2019 en var ekki metin ein af fjórum hæf­ustu umsækj­end­un­um. Páll Magn­ús­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­rit­ari í Kópa­vogi, var skip­aður í emb­ætt­ið. Haf­dís Helga kærði ráðn­ing­una til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála og vann. Lilja stefndi henni í kjöl­farið en hér­aðs­dómur hafn­aði mála­til­bún­að­inum í mars síð­ast­liðn­um. Lilja ákvað sam­dæg­urs að áfrýja nið­ur­stöð­unni til Lands­rétt­ar. 

Til við­bótar við ofan­greindan kostnað vegna mála­rekst­urs­ins kost­aði það rík­is­sjóð fimm millj­ónir króna að skipa í emb­ætt­ið, en uppi­staðan í þeim kostn­aði var vegna starfa hæf­is­nefnd­ar. 

Ákvörðun um að áfrýja nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms til Lands­réttar var tekin á fundi Lilju með tveimur aðstoð­ar­mönnum hennar og tveimur lög­mönn­um, sem unnið höfðu umdeilt lög­fræði­á­lit um mál­ið, strax eftir að nið­ur­staðan lá fyr­ir. Rúmum fjórum tímum eftir dóms­upp­sögu hafði ráð­herra til­kynnt að nið­ur­stöð­unni yrði áfrýj­að. Á áður­nefndum fundi kom einnig fram „sú stað­fasta skoðun þeirra sem komu að skipan í starf ráðu­neyt­is­stjóra að rétt hefði verið staðið að málum og jafn­rétt­islög hefðu ekki verið brot­in.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar, um málið sem birt var á vef Alþingis í gær.

Byggð­ist á lög­fræði­á­litum

Páll, sem er flokks­bróðir Lilju og hefur gegnt fjöl­mörgum trún­að­ar­störfum fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn í gegnum tíð­ina, var skip­aður í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra 1. nóv­em­ber 2019. Haf­dís Helga kærði ráðn­ing­ar­ferlið í kjöl­farið til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála sem komst að því í júní 2020 að Lilja hefði brotið jafn­rétt­islög er hún skip­aði Pál. Hún hefði van­­­metið Haf­­­dísi Helgu í sam­an­­burði við Pál. Til þess að fá þessum úrskurði hnekkt þurfti ráð­herra að höfða mál gegn Haf­dísi Helgu per­sónu­lega og það ákvað Lilja að gera. Um er að ræða ein­staka ákvörð­un.

Auglýsing
Ákvörðun Lilju um að stefna Haf­dísi Helgu til að fá úrskurð­inum hnekkt byggð­ist á lög­fræði­á­litum sem ráð­herr­ann afl­aði sér eftir að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­innar lá fyr­ir. Þau voru sögð benda til laga­legra ann­marka í úrskurði kæru­nefnd­ar­inn­ar. Kjarn­inn óskaði eftir þessum lög­fræði­á­litum frá ráðu­neyt­inu sama dag og ljóst var að málið stefndi fyrir dóm­stóla, en þau reynd­ist ómögu­legt að fá. Umrædd lög­fræði­á­lit voru samin af lög­mönn­unum Víði Smára Pet­er­sen og Guð­jóni Ármanns­syni. Víðir Smári rak svo málið fyrir hönd mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrir dómi eftir að hafa verið settur rík­is­lög­maður í mál­inu.

Úrskurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála stað­festi synjun ráðu­neyt­is­ins á gagna­beiðni Kjarn­ans í lok sum­ars 2020, en nið­ur­staðan var sú að bréfa­skipti hins opin­bera við sér­fróða aðila í tengslum við rétt­ará­grein­ing eða til afnota í dóms­máli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað skuli und­an­þegin upp­lýs­inga­lög­um.

Fund­aði með fjórum

Þann 5. mars 2021 var greint frá því að Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefði ekki fall­ist á kröfu Lilju um ógild­ingu dóm­ur­inn var kveð­inn upp á tólfta tím­an­um, fyrir hádegi. Rúmum fjórum klukku­tímum síðar hafði ráð­herra tekið ákvörðun um að áfrýja dómn­um. 

í fyr­ir­spurn sinni spurði Þor­björg Helga um hvaða for­sendur hefðu legið að baki ákvörðun Lilju að áfrýja dómn­um, hvaða vinna hefði farið fram í ráðu­neyt­inu við að greina nið­ur­stöður hans og við hverja ráð­herr­ann hefði ráð­fært sig áður en ákvörðun um áfrýjun var tek­in. 

Í svari Lilju segir að um klukkan 12 þennan dag hafi fundur haf­ist. Á honum hafi ver­ið, auk henn­ar, Víðir Smári Pet­er­sen, aðstoð­ar­menn hennar Milla Ósk Magn­ús­dóttir og Hrannar Pét­urs­son og Guð­jón Ármanns­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur. „Á þeim fundi var farið yfir for­sendur hér­aðs­dóms og málið greint með til­liti til þeirra sjón­ar­miða sem upp­haf­lega lágu til grund­vallar máls­höfð­unar vegna úrskurðar kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.“

Í svar­inu segir að Lilja hefðu áður aflað lög­fræði­legra álits­gerða og að þau sjón­ar­mið sem þar komu fram ættu enn við um ákvörðun um áfrýjun máls­ins. „Á áður­nefndum fundi kom einnig fram sú stað­fasta skoðun þeirra sem komu að skipan í starf ráðu­neyt­is­stjóra að rétt hefði verið staðið að málum og jafn­rétt­islög hefðu ekki verið brot­in. Talið var mik­il­vægt að eyða öllum vafa um efn­is­at­riði máls­ins og er varða ákveðin grund­vall­ar­at­riði við skipan í opin­ber emb­ætti. Er þá meðal ann­ars vísað til þess hvort ráð­herra skuli fara að ráðum hæfn­is­nefndar eða víkja frá nið­ur­stöðu henn­ar, án þess að ríkar ástæður séu fyrir hend­i.“

Kostn­að­ur­inn við rekstur máls­ins fyrir hér­aðs­dómi nam alls 8,7 millj­ónum króna. Áætla er að kostn­aður vegna áfrýj­unar til Lands­réttar verði á bil­inu 900 þús­und krónur til 1,2 millj­ónir króna án virð­is­auka­skatts. Því má ætla að kostn­að­ur­inn verði í kringum tíu millj­ónir króna.

Ráðu­neytið var sam­þykkt útvistun

Þor­björg Sig­ríður spurði einnig um ástæður þess að mál­inu hefði verið útvi­stað til Víðis Smára en ekki rekið af rík­is­lög­manni. Hún vildi fá að vita hvort ráð­herr­ann hafi sjálfur komið að þeirri ákvörðun að Víðir Smári hafi fengið málið í sínar hend­ur.

Í svar­inu segir að rík­is­lög­maður hefði tjáð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu þann 19. júní í fyrra að hann teldi ástæðu til þess að nýta heim­ild í lögum til að fela lög­manni utan emb­ætt­is­ins með­ferð máls­ins fyrir dómi. „Ástæða þess væri einkum sú að hlut að máli ætti skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyti en sam­kvæmt for­seta­úr­skurði fer það ráðu­neyti með mál­efni emb­ættis rík­is­lög­manns. Emb­ætti rík­is­lög­manns fékk kynn­ingu á lög­fræði­á­liti Víðis Smára Pet­er­sen og Guð­jóns Ármanns­sonar hæsta­rétt­ar­lög­manna og þar sem óska þurfti eftir flýti­með­ferð og þess að lög­menn­irnir hefðu kynnt sér málið ítar­lega stóðu til þess rök að fela Víði Smára Pet­er­sen með­ferð máls­ins fyrir dómi fyrir hönd mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra vegna íslenska rík­is­ins. Ráðu­neytið var sam­þykkt þess­ari ráð­stöf­un.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent