Lögreglan hefur ekki sérstaka heimild til að nota njósnabúnað

logreglan_ledur.jpg
Auglýsing

Íslenska lög­reglan hefur ekki haft við­skipti við hið ítalska Hack­ing Team sem fram­leiðir njósn­a­búnað fyrir snjall­síma. Þetta segir í til­kynn­ingu lög­regl­unnar eftir að greint var frá því lög­reglan hafi átt tölvu­sam­skipti við fyr­ir­tækið um slíkan bún­að.

Reykja­vik Grapevine sagði frá því í gær að í gögnum frá Wiki­leaks kæmi fram að tveir íslenskir lög­reglu­menn hefðu átt í tölvu­póst­sam­skiptum árið 2011 við Hack­ing Team og meðal ann­ars óskað eftir því að kom­ast á póst­lista fyr­ir­tæk­is­ins. Í tölu­vpóst­unum má finna sam­skipti milli rann­sókn­ar­lög­reglu­manns­ins Ragn­ars Ragn­ars­sonar hjá tölvu­rann­sókna- og raf­einda­deild lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og starfs­manns Hack­ing Team, þar sem íslenska lög­reglan spyrst fyrir um njósn­a­for­rit fyrir snjall­síma.

Hörður Helgi Helga­son, lög­maður og fyrr­ver­andi for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, sagði svo í sam­tali við RÚV í dag að engin sér­stök laga­heim­ild væri til sem leyfði lög­reglu að koma njósn­a­bún­aði fyrir í far­símum almenn­ings.

Auglýsing

Til eru ákvæði í lögum um fjar­skipti sem fjalla um per­sónu­upp­lýs­ingar og frið­helgi einka­lífs auk ákvæða um með­ferð saka­mála þar sem sím­hlustun er til­tek­in, sagð­i Hörður Helgi. Lög­reglu er því heim­ilt að hlera sím­töl og fá upp­lýs­ingar um sím­notkunn í ákveðnum til­fell­um. Ætli lög­regla að nota búnað sem sam­svarar njósn­a­bún­aði Hack­ing Team verður það undir dóm­ara komið að úrskurða um hvort bún­að­ur­inn falli undir þessi laga­á­kvæði.

RÚV greinir einnig frá því að bún­að­ur­inn geti auð­veldað mann­rétt­inda­brot. Bún­að­ur­inn geti fyglst með öllum aðgerðum í snjall­sím­um; sím­töl­um, sam­töl­um, stað­setn­ingu, umhverf­is­hljóð­um, gögnum á sím­anum og notkun sam­fé­lags­miðla.

„Mjög margir líta niður á þessi fyr­ir­tæki, bæð­i Hack­ing Team og Fin­fis­her, vegna þess að þau bein­línis vinna við að auð­velda mann­rétt­inda­brot,“ segir Smári McCart­hy, tækni­stjóri hjá Org­an­ized Crime and Corr­uption Report­ing Project, í sam­tali við RÚV.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None