Lögreglan hefur ekki sérstaka heimild til að nota njósnabúnað

logreglan_ledur.jpg
Auglýsing

Íslenska lög­reglan hefur ekki haft við­skipti við hið ítalska Hack­ing Team sem fram­leiðir njósn­a­búnað fyrir snjall­síma. Þetta segir í til­kynn­ingu lög­regl­unnar eftir að greint var frá því lög­reglan hafi átt tölvu­sam­skipti við fyr­ir­tækið um slíkan bún­að.

Reykja­vik Grapevine sagði frá því í gær að í gögnum frá Wiki­leaks kæmi fram að tveir íslenskir lög­reglu­menn hefðu átt í tölvu­póst­sam­skiptum árið 2011 við Hack­ing Team og meðal ann­ars óskað eftir því að kom­ast á póst­lista fyr­ir­tæk­is­ins. Í tölu­vpóst­unum má finna sam­skipti milli rann­sókn­ar­lög­reglu­manns­ins Ragn­ars Ragn­ars­sonar hjá tölvu­rann­sókna- og raf­einda­deild lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og starfs­manns Hack­ing Team, þar sem íslenska lög­reglan spyrst fyrir um njósn­a­for­rit fyrir snjall­síma.

Hörður Helgi Helga­son, lög­maður og fyrr­ver­andi for­stjóri Per­sónu­vernd­ar, sagði svo í sam­tali við RÚV í dag að engin sér­stök laga­heim­ild væri til sem leyfði lög­reglu að koma njósn­a­bún­aði fyrir í far­símum almenn­ings.

Auglýsing

Til eru ákvæði í lögum um fjar­skipti sem fjalla um per­sónu­upp­lýs­ingar og frið­helgi einka­lífs auk ákvæða um með­ferð saka­mála þar sem sím­hlustun er til­tek­in, sagð­i Hörður Helgi. Lög­reglu er því heim­ilt að hlera sím­töl og fá upp­lýs­ingar um sím­notkunn í ákveðnum til­fell­um. Ætli lög­regla að nota búnað sem sam­svarar njósn­a­bún­aði Hack­ing Team verður það undir dóm­ara komið að úrskurða um hvort bún­að­ur­inn falli undir þessi laga­á­kvæði.

RÚV greinir einnig frá því að bún­að­ur­inn geti auð­veldað mann­rétt­inda­brot. Bún­að­ur­inn geti fyglst með öllum aðgerðum í snjall­sím­um; sím­töl­um, sam­töl­um, stað­setn­ingu, umhverf­is­hljóð­um, gögnum á sím­anum og notkun sam­fé­lags­miðla.

„Mjög margir líta niður á þessi fyr­ir­tæki, bæð­i Hack­ing Team og Fin­fis­her, vegna þess að þau bein­línis vinna við að auð­velda mann­rétt­inda­brot,“ segir Smári McCart­hy, tækni­stjóri hjá Org­an­ized Crime and Corr­uption Report­ing Project, í sam­tali við RÚV.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None