Máli Hönnu Birnu lokið, mun ekki leiða til ákæru

15084009557-d9dcb8c409-z.jpg
Auglýsing

Afskipti ráð­herra að rann­sókn lög­reglu geta flokk­ast sem hegn­ing­ar­laga­brot, ef um er að ræða beinar skip­anir frá ráð­herr­anum til und­ir­manns hennar um að haga rann­sókn­inni á ákveðin hátt. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var það kannað af rík­is­sak­sókn­ara hvort þau sam­skipti sem Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, átti við Stefán Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, væru þess eðlis að þau væru mögu­lega hegn­ing­ar­laga­brot. Nið­ur­staðan hafi verið að svo sé ekki. Því er dómur Hönnu Birnu í leka­mál­inu sú póli­tíska ábyrgð sem hún hefur þurft að axla með afsögn sinni sem ráð­herra.

Umboðs­maður Alþingis birti í morgun nið­ur­stöðu frum­kvæð­is­at­hug­unar sinnar á sam­skiptum Hönnu Birnu og Stef­áns vegna rann­sóknar leka­máls­ins svo­kall­aða. Þar sagði meðal ann­ars að að ráð­herra hafi far­ið langt út fyrir vald­svið sitt í sam­skipt­un­um.

Umboðs­maður segir að afstaða Hönnu Birnu til athug­unar hans hafi breyst eftir að hún sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra í lok nóv­em­ber 2014. „Eftir það hefur hann [ráð­herr­ann fyrr­ver­andi] lýst því í bréfi til mín 8. jan­úar 2015 að það hafi verið mis­tök af hans hálfu að eiga sam­skipti við lög­reglu­stjór­ann vegna lög­reglu­rann­sókn­ar­innar meðan hún stóð yfir. Í sama bréfi kemur einnig fram breytt afstaða til þess hvert hafi verið efni sam­skipt­anna við lög­reglu­stjór­ann og til laga­reglna sem reynir á í mál­inu frá því sem komið hafði fram í fyrri svörum ráð­herra og skýr­ing­um.“

Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrrum aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu, var dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi í nóv­em­ber 2014 fyrir að leka minn­is­blaði um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til mbl.is og Frétta­blaðs­ins í nóv­em­ber 2013. Gísli Freyr ját­aði brotið dag­inn áður en mál hans fór fyrir dóm.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None