Mannréttindadómstóll Evrópu vísar frá kæru Ingólfs Helgasonar

C03HBD-2320723b.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (MDE) hefur vísað frá máli Ing­ólfs Helga­sonar á hendur íslenska rík­inu þar sem úrræði fyrir íslenskum dóm­stólum hafi ekki verið tæmd. Þetta kemur fram á heima­síðu Lands­laga. Ingólf­ur Helga­­son er fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­þings banka hf. á Íslandi og ­sætir ákæru fyrir meinta mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik í starfi sínu, ásamt átta öðrum starfs­mönnum bank­ans.

Ingólfur kærð­i ­ís­lenska ríkið til dóm­stóls­ins vegna meintra brota á rétti hans til að velja sér verj­anda eftir að Hæsti­réttur stað­festi úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að aft­ur­kalla skipun Jóhann­esar Bjarna Björns­sonar hæsta­rétt­ar­lög­manns, sem verj­anda Ing­ólfs. Var aft­ur­köll­unin studd þeim rökum að ekki væri úti­lokað að verj­and­inn yrði kvaddur til sem vitni í mál­inu þar sem ákæru­valdið hafði lagt fram í mál­inu end­ur­rit af hler­uðu sím­tali milli verj­and­ans og ann­ars sak­born­ings í mál­inu.

Í bréfi um nið­ur­stöðu MDE dags. 13. nóv­em­ber segir að dóm­stóll­inn hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þar sem mála­ferli þau sem kæran er sprottin af séu enn í gangi fyrir íslenskum dóm­stólum telj­ist inn­lend úrræði ekki tæmd líkt og áskilið sé í Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Ákvörð­unin er end­an­leg hvað varðar þá kæru sem send var MDE en sér­stak­lega er tekið fram í bréfi dóm­stóls­ins að unnt sé að senda nýja kæru þegar máls­með­ferð í máli ákæru­valds­ins gegn Ingólfi Helga­syni lýk­ur hér á landi.

Auglýsing

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None