Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings verður 22 daga fyrir Héraðsdómi

sigurdur_og_olafur.jpg
Auglýsing

Aðal­með­ferð í máli sér­staks sak­sókn­ara á hendur níu fyrr­ver­andi starfs­mönnum og stjórn­endum Kaup­þings, hefst í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag.

Stærð og umfang máls­ins máls­ins á sér ekki hlið­stæðu hér á landi og þá er áætluð lengd aðal­með­ferðar án for­dæmis en reiknað er með að vitna­leiðslur í mál­inu muni taka 17 daga og mál­flutn­ingur fimm daga, sam­tals 22 dagar fyrir dómi. Þá verða fleiri en 50 manns kall­aðir til sem vitni við aðal­með­ferð máls­ins.

Þeir níu sem sæta ákæru í mál­inu, en þeirra á meðal eru Hreiðar Már Sig­urðs­son fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings og Sig­urður Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður bank­ans, eru sak­aðir um umfangs­mikla mark­aðs­mis­notkun síð­asta árið fyrir banka­hrun.

Auglýsing

Sam­kvæmt ákæru máls­ins höfðu hinir ákærðu áhrif á verð hluta­bréfa í Kaup­þingi með kerf­is­bundum og stór­felldum kaup­um, en um 40 pró­sent við­skipta með bréf Kaup­þings í Kaup­höll Íslands á áður­nefndu tíma­bili voru sýnd­ar­við­skipti, að því er fram kemur í ákæru.

Þá lagði Kaup­þing er­lendum félögum til háar upp­hæðir til kaupa á hlutum í bank­an­um, sem voru fjár­mögnuð að fullu af bank­anum sjálf­um, og því um blekk­ingar og sýnd­ar­við­skipti að ræða. Al-T­hani flétt­ann, þar sem Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Ólafur Ólafs­son og Magnús Guð­munds­son fengu þunga fang­els­is­dóma, var einn angi af þessu máli.

 

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None