Matvælastofnun rannsakar aðbúnað hesta sem drápust á Álftanesi

IcelandicStanding-1.jpg
Auglýsing

Mat­væla­stofnun hyggst rann­saka aðbúnað tólf hrossa­ ­sem drukkn­uðu í Bessa­staða­tjörn, að því er talið er á þriðju­dag­inn þegar mikið óveður gekk yfir Suð­vest­ur­horn lands­ins. Þetta stað­festir Sig­ríður Björns­dótt­ir, dýra­læknir hrossa­sjúk­dóma hjá Mat­væla­stofnun í sam­tali við Kjarn­an. Hún segir að málið verði rann­sakað heild­stætt með hlið­sjón af reglu­gerð um vel­ferð hrossa.

Hross­in voru á svo­­kall­að­ari haust­beit en sjö þeirra voru í eigu Íshesta og fimm í eigu fé­laga í Hesta­­manna­­fé­lag­inu Sóta. Hrossin fund­ust dauð í Bessa­staða­tjörn í gær, en grunn­semdir vökn­uðu um að ekki væri allt ­með felldu eftir smölun á laug­ar­dag­inn.

Mat­væla­stofnun hyggst, eins og áður seg­ir, rann­saka hvort aðbún­aður hross­anna hafi upp­fyllt reglu­gerð um vel­ferð hrossa. Í 18. grein reglu­gerð­ar­inn­ar, er fjallar um úti­gang hrossa, segir orð­rétt: „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vind­um. Þar sem full­nægj­andi nátt­úru­legt skjól, svo sem skjól­belti, klettar og hæð­ir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að mann­gerðum skjól­veggjum sem mynda skjól úr helstu átt­um. Hver skjól­veggur skal að lág­marki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarð­ar­innar fái notið skjóls. Skjól­veggir skulu byggðir þannig að þeir valdi ekki slysa­hættu né hræðslu hjá hross­um. Við eft­ir­lit og mat á aðbún­aði hrossa á úti­gangi, svo sem hrossa­skjól, skal litið heild­stætt á þá þætti sem hafa áhrif á vel­ferð hjarð­ar­innar svo sem fóð­ur­á­stand, land­gæði, skjól og veð­ur­far á svæð­in­u.“

Auglýsing

Í frétt sem birt­ist á frétta­síð­unni mbl.is í gær var haft eftir Ein­ari Þór Jóhanns­syni, umsjón­ar­manni hest­húsa Íshesta, að hann telji lík­legt að slysið hafi átt sér stað í áður­nefndu óveðri á þriðju­dag­inn. Þá hefur vef­mið­ill­inn Vísir orð­rétt eftir Ein­ari Bolla­syni hjá Íshest­um: „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hest­un­um, þar af starfs­maður frá okk­ur, og allt var í topp­standi. Þannig að þetta hefur gerst ein­hvern síð­ustu daga.“ Sam­kvæmt áður­nefndri reglu­gerð um vel­ferð hrossa hvað varðar eigið eft­ir­lit, seg­ir að hafa skuli viku­legt eft­ir­lit með hrossum sem ganga úti á beit eða á gjöf. Mat­væla­stofnun hyggst einnig kanna hvort eft­ir­lit með hross­unum á Álfta­nesi hafi upp­fyllt þetta ákvæði.

Mat­væla­stofnun ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar um vel­ferð hross og hefur sömu­leiðis eft­ir­lit með að ákvæðum hennar sé fylgt.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None