Matvælastofnun rannsakar aðbúnað hesta sem drápust á Álftanesi

IcelandicStanding-1.jpg
Auglýsing

Mat­væla­stofnun hyggst rann­saka aðbúnað tólf hrossa­ ­sem drukkn­uðu í Bessa­staða­tjörn, að því er talið er á þriðju­dag­inn þegar mikið óveður gekk yfir Suð­vest­ur­horn lands­ins. Þetta stað­festir Sig­ríður Björns­dótt­ir, dýra­læknir hrossa­sjúk­dóma hjá Mat­væla­stofnun í sam­tali við Kjarn­an. Hún segir að málið verði rann­sakað heild­stætt með hlið­sjón af reglu­gerð um vel­ferð hrossa.

Hross­in voru á svo­­kall­að­ari haust­beit en sjö þeirra voru í eigu Íshesta og fimm í eigu fé­laga í Hesta­­manna­­fé­lag­inu Sóta. Hrossin fund­ust dauð í Bessa­staða­tjörn í gær, en grunn­semdir vökn­uðu um að ekki væri allt ­með felldu eftir smölun á laug­ar­dag­inn.

Mat­væla­stofnun hyggst, eins og áður seg­ir, rann­saka hvort aðbún­aður hross­anna hafi upp­fyllt reglu­gerð um vel­ferð hrossa. Í 18. grein reglu­gerð­ar­inn­ar, er fjallar um úti­gang hrossa, segir orð­rétt: „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vind­um. Þar sem full­nægj­andi nátt­úru­legt skjól, svo sem skjól­belti, klettar og hæð­ir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að mann­gerðum skjól­veggjum sem mynda skjól úr helstu átt­um. Hver skjól­veggur skal að lág­marki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarð­ar­innar fái notið skjóls. Skjól­veggir skulu byggðir þannig að þeir valdi ekki slysa­hættu né hræðslu hjá hross­um. Við eft­ir­lit og mat á aðbún­aði hrossa á úti­gangi, svo sem hrossa­skjól, skal litið heild­stætt á þá þætti sem hafa áhrif á vel­ferð hjarð­ar­innar svo sem fóð­ur­á­stand, land­gæði, skjól og veð­ur­far á svæð­in­u.“

Auglýsing

Í frétt sem birt­ist á frétta­síð­unni mbl.is í gær var haft eftir Ein­ari Þór Jóhanns­syni, umsjón­ar­manni hest­húsa Íshesta, að hann telji lík­legt að slysið hafi átt sér stað í áður­nefndu óveðri á þriðju­dag­inn. Þá hefur vef­mið­ill­inn Vísir orð­rétt eftir Ein­ari Bolla­syni hjá Íshest­um: „Það er ekki nema rúm vika síðan menn voru að gá að hest­un­um, þar af starfs­maður frá okk­ur, og allt var í topp­standi. Þannig að þetta hefur gerst ein­hvern síð­ustu daga.“ Sam­kvæmt áður­nefndri reglu­gerð um vel­ferð hrossa hvað varðar eigið eft­ir­lit, seg­ir að hafa skuli viku­legt eft­ir­lit með hrossum sem ganga úti á beit eða á gjöf. Mat­væla­stofnun hyggst einnig kanna hvort eft­ir­lit með hross­unum á Álfta­nesi hafi upp­fyllt þetta ákvæði.

Mat­væla­stofnun ann­ast eft­ir­lit með fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar um vel­ferð hross og hefur sömu­leiðis eft­ir­lit með að ákvæðum hennar sé fylgt.

 

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None