Meðferð brota á siðareglum verði í samræmi „við réttlætisvitund fólksins í landinu“

Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum gagnrýna að mál innviðaráðherra vegna rasískra ummæla hafi verið fellt niður hjá forsætisnefnd. Þingmaður Samfylkingar segir að koma verði upp fyrirkomulagi þar sem meint brot á siðareglum fá faglega umfjöllun.

Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

Vinnu­brögð Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks í máli inn­við­a­ráð­herra hjá for­sætis­nefnd vegna meintra brota ráð­herr­ans á siða­reglum fyrir alþing­is­menn, voru frá­leit að mati Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar.

Þor­björg vakti athygli á mál­inu við upp­haf þing­fundar í dag þar sem hún sagði Fram­sókn­ar­flokk og Sjálf­stæð­is­flokk hafa sýnt þing­inu og almenn­ingi að það skipti máli hver á hlut við afgreiðslu mála er varða brot á siða­reglum ráð­herra. Þing­menn flokk­anna tveggja í for­sætis­nefnd hafi komið í veg fyrir að málið fengi umfjöllun í siða­nefnd. „Með því hafa þeir valdið miklum skaða,“ sagði Þor­björg.

Mál­inu vísað frá fimm mán­uðum eftir að það barst

Greint var frá því fyrir helgi að full­­trúar Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks í for­­sæt­is­­nefnd tóku fyrr í þessum mán­uði ákvörðun um að vísa frá erindi sem nefnd­inni barst um meint brot Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, for­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og inn­­við­a­ráð­herra, á siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn. Fimm mán­uðir eru síðan erindið kom inn á borð nefnd­ar­inn­ar.

Er­indið snéri að meintum rasískum ummælum sem Sig­­urður Ingi á að hafa við­haft um Vig­­­­dísi Häsler fram­­­­kvæmda­­­­stjóra Bænda­­­­sam­tak­anna á Bún­­­að­­­ar­­­þingi í vor þegar hann vís­aði til hennar sem „þeirrar svört­u“.

Þor­björg sagði vinnu­brögðin í mál­inu hafa verið svo frá­leit að ekki hafi einu sinni verið ein­hugur innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um afgreiðsl­una. Hún hrós­aði Jódísi Skúla­dótt­ur, þing­manni Vinstri grænna, fyrir vinnu­brögð hennar í mál­inu. Jódís, sem er vara­for­seti nefnd­ar­inn­ar, lagði fram bókun ásamt Ást­hildi Lóu Þórs­dótt­ur, þing­manni Flokks fólks­ins og vara­for­seta í for­sætis­nefnd, vegna ákvörð­unar nefnd­ar­innar um að vísa frá erindi sem nefnd­inni barst um meint brot Sig­urðar Inga.

Auglýsing
Í bók­un­inni er ákvörðun full­­trúa Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks um að vísa mál­inu frá mót­­mælt og sagt að engin efni hafi verið til að draga afgreiðslu máls­ins í fimm mán­uði, en erindið barst 8. apríl síð­­ast­lið­inn. Töf á afgreiðslu mála sem þess­­ara hafi áhrif á trú­verð­ug­­leika máls­­með­­­ferðar sem og nið­­ur­­stöðu. „Hinn eðli­­legi far­­vegur máls­ins hefði verið að fá ráð­­gef­andi siða­­nefnd sem fyrst til að leggja mat á mál­ið, og hvort um brot var að ræða og gefa álit sitt að því loknu, frekar en að vísa erind­inu nú frá á grund­velli tak­­mark­aðra upp­­lýs­inga. Fer þessi máls­­með­­­ferð gegn þeim til­­­gangi og mark­miðum siða­reglna fyrir alþing­is­­menn að efla til­­­trú og traust almenn­ings á Alþing­i.“

Þvæld­ist fyrir frá upp­hafi að um ráð­herra var að ræða

Þor­g­björg sagði að þar sem þetta er í fyrsta skipti sem mál sem varð­aði brot ráð­herra á siða­reglum fór fyrir for­sætis­nefnd þá blasti það við að um var að ræða ákveðin próf­stein fyrir Alþingi.

„Það skiptir máli að aðhald siða­reglna sé virkt og það skiptir máli að það gildi fyrir alla þing­menn, líka þá þing­menn sem eru ráð­herr­ar. Frá fyrsta fundi blasti við að það þvæld­ist fyrir að um ráð­herra var að ræða,“ sagði Þor­björg.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Eyþór Árnason

Þing­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka tóku til máls í upp­hafi þing­fundar um fund­ar­stjórn og gerðu afgreiðslu for­sætis­nefndar á erindi rasískra ummæla Sig­urðar Inga að umtals­efni.

For­­sæt­is­­nefnd Alþingis bar­st erindi um meint brot Sig­­urðar Inga á siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn þann 8. apríl síð­­ast­lið­inn. Þann 7. júní var Sig­­urði Inga gef­inn kostur á að koma á fram­­færi sjón­­­ar­miðum sínum við for­­sæt­is­­nefnd og upp­­lýs­ingum um mál­ið. Hann upp­­lýsti nefnd­ina um það í tölvu­­pósti sex dögum síðar að hann ætl­­aði ekki að bregð­­ast frekar við.

Siða­reglu­brot út af fyrir sig ef ráð­herra neitar að svara

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagði málið ekki vera flókn­ara en svo að það væri sett í hend­urnar á ráð­gef­andi siða­nefnd „sem í raun spyr ráð­herra bara: Voru þetta ummæl­in? Já eða nei? Ef já, væri nið­ur­staðan vænt­an­lega sú að farið hefði verið á svig við siða­regl­ur. Ef nei, hvað er þá mál­ið?“

Ef ráð­herra neitar hins vegar að svara, eins og í þessu til­felli, þá ætti það að vera siða­reglu­brot út af fyrir sig að mati Björns Leví. „Bæði brot á siða­reglum ráð­herra og þing­manna, brot á þeim heið­ar­leika sem við búumst við að ráð­herrar og þing­menn starfi sam­kvæmt.“

„Þarna þurfti að klára málið bara kviss bang búmm“

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, sem er nýliði í for­sætis­nefnd, gagn­rýndi starfs­hætti nefnd­ar­innar þegar ákveðið var að vísa kærunni frá. „Mikið rosa­lega lá á. Klukkan tíu kvöldið áður fengum við í nefnd­inni drög að nið­ur­stöð­unni. Það er svona á mörk­unum að þetta stand­ist þá starfs­hætti sem við viljum við­hafa,“ sagði Andrés Ingi. „Þarna þurfti að klára málið bara kviss bang búmm,“ bætti hann við.

Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði siða­reglur alþing­is­manna og eft­ir­lit með fram­kvæmd þeirra hafa „snú­ist upp í ein­hvers konar skrípa­leik þar sem þing­menn ýmist hvít­þvo hver annan eftir póli­tískur flokkslínum eða ná sér niður á hver öðrum eftir póli­tískum flokkslín­um.“

Hann sagði með­höndlun á siða­reglu­málum verða að sjálf­stæðu vanda­máli sem kasti rýrð á Alþingi og ímynd þess og kall­aði eftir því að meint brot á siða­reglum fengju fag­lega umfjöll­un. „Þar sem máls­með­ferðin er í ein­hverju lág­marks­sam­ræmi við rétt­læt­is­vit­und fólks­ins í land­in­u,“ sagði Jóhann Páll.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, segir meðhöndlun á siðareglumálum verða að sjálfstæðu vandamáli sem kasti rýrð á Alþingi. Mynd: Eyþór Árnason

„Á köflum vissi maður ekki hvort maður ætti að hlæja eða gráta“

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sagði afgreiðslu máls­ins hjá for­sætis­nefnd vekja athygli og sýni að siða­reglu­fyr­ir­komu­lag­ið, eins og það hefur verið við­haft í þing­inu, er í raun ónýtt. „Það bara blasir við þegar þetta er orðið ein­hvers lags bar­efli meiri­hluta­flokk­anna gagn­vart þeim stjórn­ar­and­stæð­ingum sem verður á í mess­unni en að sama skapi sé leitað allra leiða til að kom­ast undan því að sama reglu­verk eigi við þing­menn stjórn­ar­flokka, hvað þá ráð­herra. Veg­ferðin sem farið var í í þessu máli er þannig að á köflum vissi maður ekki hvort maður ætti að hlæja eða gráta út af þeim rökum sem fram voru færð. Ef það er mark­mið stjórn­ar­flokk­anna að eyði­leggja siða­reglu­formatið þá sýn­ist mér það hafa tek­ist full­kom­lega,“ sagði Berg­þór.

Þor­björg tók þá aftur til máls og sagði kjarna máls­ins vera að skoða þurfi nið­ur­stöður og lyktir mála út frá því hvaða reglur sé verið að setja. „Hér var verið að setja þá reglu að það gildir annað um ráð­herra en þing­menn. Reglu­verkið er ónýtt, ef ekki veru­lega hnjask­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent