Megi ekki segja hlutina eins og þeir eru

Formaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við og taka alvarlega þær verðhækkanir sem framundan séu, háa vexti, verðbólgu og óvissu sem tengist kjarasamningum haustsins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar gerði efna­hags­mál að umtals­efni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Benti hún í upp­hafi ræðu sinnar að tvær fréttir hefðu birst í morg­un, önnur var um kynn­ingu fjár­mála­á­ætl­unar stjórn­valda og hin um að verð­bólgan hefði ekki mælst meiri síðan 2010.

„Horfur í verð­lags­þróun hafa því ekki verið sér­lega góðar og spár grein­ing­ar­að­ila, þegar maður fer yfir þær, eru heldur ekki bjart­sýn­ar. Síð­ustu mán­uði hefur verð­bólgan hækkað umtals­vert og er nú um 6,7 pró­sent á árs­grund­velli sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stof­unnar og það með miklum kostn­aði, eins og við þekkj­um, fyrir almenn­ing sem sér fram á hækk­andi greiðslu­byrði lána sinna og er nú nóg fyrir samt síð­ustu vik­ur, greiðslu­byrði sem er þegar mörgum allt of íþyngj­andi, ekki síst þegar fast­eigna­verð hefur hækkað upp úr öllu valdi sam­hliða þessu,“ sagði hún.

Auglýsing

Þor­gerður Katrín sagði að slíkar tölur hefðu ekki sést síðan árið 2010. „Grein­ing­ar­deildir bank­anna spá svo áfram­hald­andi verð­bólgu­hækk­un. Þar er gert ráð fyrir hátt í 7 pró­sent verð­bólgu núna næst í júní og verð­hækk­anir á elds­neyti og á fast­eigna­mark­aði eru bara lík­legar til að mála upp enn svart­ari mynd en stjórn­völd þora að við­ur­kenna. Það var eft­ir­tekt­ar­vert að heyra fjár­mála­ráð­herra lýsa verð­bólg­unni á Íslandi. Hún væri minni en í útlöndum þegar hús­næð­islið­ur­inn væri tek­inn út, þessi heima­til­búna bóla okkar Íslend­inga sem ýtir verð­bólg­unni áfram. Það má ekki segja hlut­ina eins og þeir eru.“

­Nefndi hún einnig að gert væri ráð fyrir áfram­hald­andi skulda­söfnun til árs­ins 2026, sem ylli miklum áhyggj­um, og rík­is­sjóður yrði áfram með halla árið 2027.

„Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs eru nú þegar einn stærsti útgjalda­lið­ur­inn og þeir fjár­munir væru að sjálf­sögðu betur nýttir í annað en nákvæm­lega þetta sem nú blasir við. Við þurfum að átta okkur á því að þessi mynd, þessi óvissa sem við búum við, miklar verð­hækk­an­ir, miklu hærri vext­ir, verð­bólga núna í hæstu hæðum í langan tíma, sam­hliða því að við stöndum frammi fyrir mik­illi óvissu sem teng­ist kjara­samn­ingum hausts­ins, er eitt­hvað sem rík­is­stjórnin verður að horfast í augu við og taka alvar­lega. Mér finnst miður að sjá ekki fram á þá miklu alvöru í fjár­mála­á­ætl­un­inni sem við munum ræða á næst­unn­i,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent