Meira framboð nauðsynlegt til að aðgerðir Seðlabankans virki

Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir aðgerðir Seðlabankans til að bregðast við verðhækkunum á íbúðamarkaði og aukinni skuldsetningu heimila ekki enn hafa haft tilætluð áhrif. Til þess þurfi aukið framboð íbúða.

Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.
Auglýsing

Miklar verð­hækk­anir umfram lang­tíma­þætti og aukin skuld­setn­ing fyrstu kaup­enda á íbúða­mark­aði er tölu­vert áhyggju­efni, að mati Berg­þóru Bald­urs­dótt­ur, hag­fræð­ings hjá Íslands­banka. Sam­kvæmt henni er lík­legt að aðgerðir Seðla­bank­ans til að bregð­ast við þess­ari þróun muni ekki hafa til­ætluð áhrif fyrr en fram­boð íbúða verði aukið hér­lend­is.

Í grein sem Berg­þóra skrif­aði í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar fer Berg­þóra yfir áhrif far­ald­urs­ins á íbúða­mark­að­inn. Þar segir hún það vera mjög óvenju­legt að íbúða­verð hækki svo hratt á sama tíma og hag­kerfi dregst sam­an, líkt og raunin var eftir að far­ald­ur­inn skall á. Sú þróun hafi hins vegar ekki verið eins­dæmi fyrir Ísland, en íbúða­verð hækk­aði einnig mjög hratt í öðrum OECD-­ríkj­um.

Þar, líkt og hér­lend­is, áttu aðgerðir stjórn­valda í byrjun far­ald­urs­ins örvandi áhrif á íbúða­mark­að­inn, en Berg­þóra segir hegð­un­ar­breyt­ingar vegna útbreiðslu veirunnar og aukna heima­vinnu einnig hafa stuðlað að verð­hækk­un­um. Vís­bend­ingar séu þó uppi um að þessar breyt­ing­ar, sem Berg­þóra nefnir kór­ón­u­á­hrif­in, séu að mestu að fjara út núna.

Auglýsing

Verð­hækk­an­irnar hafa valdið því að íbúða­verð er nú vikið veru­lega frá þeim þáttum sem til lengri tíma eru taldir ráða þróun þess. Sömu­leiðis nefnir Berg­þóra að skuldir heim­il­anna hafi aukist, þar sem nú þarf að taka lán fyrir stærri upp­hæðir til að eign­ast hús­næði. Sér­stak­lega hafi skuld­irn­ar, sem og greiðslu­byrði lána, auk­ist á meðal fyrstu kaup­enda á hús­næð­is­mark­aði.

Fleiri íbúðir og meiri fyr­ir­sjá­an­leiki nauð­syn­legur

„Þetta er tölu­vert áhyggju­efn­i,“ segir Berg­þóra og bætir hún við að Seðla­bank­inn hafi gripið til aðgerða til að bregð­ast við þess­ari þró­un, líkt og hækkun stýri­vaxta, reglur um hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls og reglur um hámarks­greiðslu­byrði á nýjum íbúða­lán­um. Hins vegar hafi þessar aðgerðir ekki haft til­ætluð áhrif á íbúða­mark­að­inn, en telja megi lík­legt að auka þurfa fram­boð íbúða til þess að þær geri það.

Sam­kvæmt Berg­þóru er erfitt fyrir íbúða­mark­að­inn að bregð­ast við sveiflum í eft­ir­spurn, þar sem að jafn­aði tekur um tvö ár að byggja hverja íbúð. Þó sé bæði mögu­legt og afar æski­legt að hafa meiri fyr­ir­sjá­an­leika um stöðu og upp­bygg­ingu nýrra íbúða á fram­boðs­hlið­inni en sé núna, ásamt því að vera með skýra sýn á íbúða­þörf­ina næstu árin. „Það myndi í það minnsta draga úr líkum á jafn öfga­kenndum sveiflum og við höfum séð upp á síðkast­ið,“ bætir hún við.

Hægt er að lesa grein Berg­þóru í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent