Meiri verðhjöðnun á evrusvæðinu en minna atvinnuleysi

esbmynd.jpg
Auglýsing

Ný verð­bólgu­spá frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, sýnir að verð­hjöðnun er á evru­svæð­inu. Verð­bólga mælist nú -0,6 pró­sent fyrir jan­ú­ar, en spár hag­fræð­inga höfðu flestar gert ráð fyr­ir­ -0,5 pró­sent­um. Fyrr í dag komu fram tölur um verð­bólgu í des­em­ber, en hún mæld­ist -0,2 pró­sent þá. ­Mestu munar um lægra olíu­verð, en verð á mat, áfengi og tóbaki lækk­aði einnig lít­il­lega.

Nýju töl­urnar þykja styrkja áætlun Seðla­banka Evr­ópu um örvandi aðgerð­ir, en bank­inn til­kynnti í síð­ustu viku um umfangs­miklar aðgerðir sem eiga að hefj­ast í mars. Bank­inn ætlar að kaupa rík­is­skulda­bréf fyrir 60 millj­arða evra á mán­uði út sept­em­ber á næsta ári, eða sam­tals meira en trilljón evra. Þetta er gert til þess að stöðva verð­hjöð­un­ar­þróun og koma verð­bólg­unni aftur nær mark­miðum Seðla­banka Evr­ópu, sem eru rétt undir tveimur pró­sent­um.

Seðla­bank­inn gerir ráð fyrir að verð­hjöðnun verði áfram meiri­hluta árs­ins en Peter Praet, yfir­hag­fræð­ingur bank­ans, sagði í gær að við­snún­ingur verði vænt­an­lega á þriðja árs­fjórð­ungi.

Auglýsing

Jákvæðar atvinnu­leysis­tölurAt­vinnu­leysi á evru­svæð­inu minnk­aði hins vegar óvænt milli mán­aða og er nú lægra en það hefur verið í tvö ár, eða 11,4 pró­sent. ­Bú­ist hafði ver­ið við því að engin breyt­ing yrði á atvinnu­leysis­töl­um. Atvinnu­leysi er sem fyrr gríð­ar­lega mis­jafnt í ríkj­unum sem mynda evru­svæð­ið, mest er atvinnu­leysið í Grikk­landi og á Spáni, en minnst í Þýska­landi.

Sömu sögu er að segja af atvinnu­leysi meðal allra 28 Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna, en atvinnu­leysið fór niður fyrir 10 pró­sent í fyrsta skipti frá því í októ­ber 2011, en það mæld­ist 9,9 pró­sent í des­em­ber. Rúm­lega 24 millj­ónir manna eru enn án atvinnu innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

 

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None