Mikil fjölgun ferðamanna skilar sér líka í auknu álagi á Landspítalanum

15850516779_84045ca1e5_z.jpg
Auglýsing

Mikil fjölgun hefur orðið á komum og inn­lögnum ósjúkra­tryggðs fólks á Land­spít­al­ann und­an­farin ár. Lang­flestir eru erlendir ferða­menn og auk­inn fjöldi ferða­manna hefur því áhrif á eft­ir­spurn og kröfur til heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Þetta kemur fram í grein Maríu Heim­is­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs Land­spít­al­ans, í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

„Árið 2010 leit­uðu alls 2167 ósjúkra­tryggðir til dag- og göngu­deilda spít­al­ans, þar á meðal bráða­mót­töku, en árið 2014 hafði þeim fjölgað um 44%, voru 3122,“ skrifar Mar­ía. Hún segir að í flokk ósjúkra­tryggðra falli ekki bara erlendir ferða­menn heldur líka þeir sem hafa búið á Íslandi skemur en sex mán­uði og njóta því ekki trygg­inga­vernd­ar, og líka sjúk­lingar frá Fær­eyjum og Græn­landi sem vísað er til Land­spít­al­ans. En engu að síður er fjölg­unin að lang­mestu leyti vegna auk­ins fjölda ferða­manna hér á landi.

Ó­sjúkra­tryggðum á Land­spít­al­anum fjölg­aði um 44% frá 2010 til 2014

Auglýsing

„Á sama tíma fjölg­aði inn­lögnum þessa hóps um 19% (úr 283 í 336). Eðli máls­ins sam­kvæmt leita lang­flestir erlendir ferða­menn þjón­ustu yfir sum­a­mán­uð­ina - þegar mönnun er oft naum vegna sum­ar­leyfa. Árið 2014 áttu 46% af inn­lögnum ósjúkra­tryggðra sér stað á þriggja mán­aða tíma, júlí-sept­em­ber.“ Áhrif­anna af fjölda ferða­manna gætir því enn meira heldur en fjölda­töl­urnar segja til um, að sögn Mar­íu, vegna þess að mönn­unin á þessum tíma er lít­il. „Hugs­an­lega þyrfti að end­ur­skoða mönnun og annan við­búnað yfir þau tíma­bil þar sem álagið er mest,“ segir hún.

Tekj­urnar af þjón­ust­unni auk­ist um 99%Tekjur spít­al­ans af þjón­ustu við ósjúkra­tryggða hafa vaxið veru­lega á þessu sama tíma­bili, frá 2010 til 2014, eða um 99% á föstu verð­lagi. Tekj­urnar voru 167 millj­ónir króna árið 2010 í 385 millj­ónir króna í fyrra. Í þeim tölum eru samn­ingar um komu sjúk­linga frá Fær­eyjum og Græn­landi á spít­al­ann.

„Þó svo þessar tekjur séu vissu­lega umtals­verðar og vax­andi er þjón­usta við erlenda sjúk­linga að með­al­tali tíma­frek­ari og kostn­aðra­sam­ari en almennt ger­ist,“ segir Mar­ía. Þetta er meðal ann­ars vegna þess að umsýslan er meiri. Oft þarf að kalla til túlka og sam­skipti taka lengri tíma en ann­ars, hafa þarf sam­ráð við lækna sjúk­linga heima fyrir og það getur verið tíma­frekt og ef þeir upp­fylla skimun­ar­skil­merki vegna ónæmra bakt­ería þarf að taka úr sjúk­lingum sýni og hafa þá í ein­angr­un. Auk þess þarf að skrá upp­lýs­ingar vegna trygg­inga­mála og oft að aðstoða við heim­ferð.

Þá er inn­heimta erfið og dýr að sögn Mar­íu, en tekið hefur verið á skrán­ingu og gerð reikn­inga, sem eru gefnir út á ensku og þeim fylgt sér­stak­lega eft­ir.

„Að sjálf­sögðu er það keppi­kefli allra að veita sem besta þjón­ustu óháð því hvaðan sjúk­ling­ur­inn kemur en huga þarf sér­stak­lega að ákveðnum þáttum [...] gagn­vart þessum sjúk­linga­hópi, ekki síst ef fjölgun ferða­manna heldur áfram á sömu braut. Tryggja verður að bæði heima­menn og hinir erlendu gestir hafi áfram aðgang að góðri og öruggri þjón­ust­u.“ Þá segir María það lyk­il­at­riði að tryggja að þjón­usta við erlenda ferða­menn standi undir sér og kalli ekki á nið­ur­greiðslu frá skatt­greið­end­um. „Ef vel er að málum staðið geta falist í þessu tæki­færi fyrir veit­endur þjón­ust­unnar og aukið fram­boð á þjón­ustu fyrir heild­ina.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None