Mikill meirihluti Íslendinga mótfallinn einkarekstri í heilbrigðiskerfinu

Rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að hið opinbera reki sjúkrahúsin og tveir af hverjum þremur vilja að ríki eða sveitarfélög reki heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem kostuð var af BSRB.

landspitalinn_15849298570_o.jpg
Auglýsing

Alls vilja 81,34 pró­sent lands­manna að hið opin­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, reki sjúkra­hús lands­ins. Ein­ungis 1,6 pró­sent vilja að einka­að­ilar reki sjúkra­húsin fyrst og fremst. Þá vilja 67,6 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, rúm­lega tveir af hverjum þremur lands­mönn­um, að hið opin­bera reki heilsu­gæslu­stöðvar lands­ins. Ein­ungis 3,3 pró­sent vilja að einka­að­ilar sjái einir um þann rekst­ur. Rúmur meiri­hluti Íslend­inga, 58,4 pró­sent, er þeirrar skoð­unar að hið opin­bera eigi eitt að reka hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins, en ein­ungis 3,3 pró­sent aðspurðra telur að einka­að­ilar eigi alfarið að sjá um rekstur þeirra.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoð­ana­könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Rúnar Vil­hjálms­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands. Kostn­aður við gerð könn­un­ar­innar var greiddur af BSR­B. 

Könn­unin var gerð í mars 2021. Alls svör­uðu 842 með­limir í net­panel Félags­vís­inda­stofn­unar könn­un­inni, um 43 pró­sent þeirra sem fengu könn­un­ina. Net­pan­ell­inn bygg­ist á til­vilj­un­ar­úr­taki úr þjóð­skrá og er tryggt að dreif­ing ald­urs, kyns, búsetu, mennt­unar og tekna sé sem lík­ust því sem ger­ist meðal lands­manna. 

Auglýsing
Niðurstaða könn­un­ar­innar var kynnt á opnum fundi BSRB sem hófst klukkan 11 í dag og ber yfir­skrift­ina „Rekstur og fjár­mögnun íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins – Hvað vill þjóð­in?“

Ekki mik­ill áhugi á blönd­uðum rekstri

Ekki virð­ist vera mik­ill salur fyrir blönd­uðum rekstri helstu heil­brigð­is­stofn­ana sam­kvæmt nið­ur­stöðu könn­un­ar­inn­ar. Ein­ungis 17,1 pró­sent aðspurðra taldi að einka­að­ilar og hið opin­bera ættu til jafns að reka sjúkra­hús og 29,2 pró­sent töldu að þessi tvö ólíku rekstr­ar­form ættu að við­gang­ast í rekstri heilsu­gæslu­stöðv­a. 

Þegar spurt var um rekstur hjúkr­un­ar­heim­ila var meiri áhugi á blönd­unum rekstri en á hinum tveimur teg­undum heil­brigð­is­stofn­ana, en 37,9 pró­sent lands­manna töldu að einka­að­ilar og opin­berir aðilar ættu að reka hjúkr­un­ar­heim­ili lands­ins.

Á Íslandi í dag fyr­ir­finnst bland­aður rekstur á flestum sviðum heil­brigð­is­þjón­ustu. Reknar eru lækna­mið­stöðvar í einka­eigu þar sem meðal ann­ars eru fram­kvæmdar aðgerð­ir, hluti hjúkr­un­ar­heim­ila eru í eigu ann­arra en hins opin­bera og sömu sögu er að segja af heilsu­gæslu­stöðv­um.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent