Milljón eintök af Charlie Hebdo verða gefin út

h_51727332.jpg
Auglýsing

Franska skop­mynda­blaðið Charlie Hebdo kemur út í næstu viku þrátt fyrir hryðju­verka­árás­ina sem framin var þar í gær. Blaðið verður gefið út í milljón ein­tökum í stað 60 þús­und eins og venja er. Lög­maður blaðs­ins stað­festi þetta í dag.

Umfangs­mikil leit stendur enn yfir að bræðr­unum Cherif og Said Kou­achi, sem eru grun­aðir um árás­ina. Óstað­festar fregnir herma að búið sé að finna bíl sem þeir hafa notað síðan í gær.

Bræð­urnir tveir eru sagðir hafa rænt bens­ín­stöð í nágrenni Vill­er­s-Cott­er­ets í Ais­ne-hér­aði fyrr í dag, áður en keyrðu burt í átt til Par­ís­ar. Vill­er­s-Cott­er­ets er um 70 kíló­metrum frá höf­uð­borg­inni.

Auglýsing

Þeir stálu mat og bens­íni og hleyptu af skotum úr Kalas­hnikov rifflum að sögn starfs­fólks á bens­ín­stöð­inni. Þá voru þeir með grímur og búnir að hylja núm­erin á bíln­um, gráum Renault Clio sem þeir eru taldir hafa rænt í París skömmu eftir árás­ina.

Borg­ar­stjóri Par­ís­ar, Anne Hidal­go, hefur til­kynnt að slökkt verði á öllum ljósum Eif­fel-t­urns­ins klukkan átta í kvöld. Þá hefur verið boðað til ann­ars sam­stöðu­fundar á Lýð­veldis­torg­inu, Place de la Repu­blique, klukkan sex í kvöld, en fjöldi fólks kom þar saman í gær.

Tæp­lega fjögur hund­ruð manns hafa boðað komu sína á sam­stöðu­fund við franska sendi­ráðið á Íslandi klukkan sex í dag.

Franska lögreglan segir að bræðurnir Said Kouachi og Cherif Kouachi hafi framið ódæðisverkin í og við höfuðstöðvar skopmyndablaðsins Charlie Hebdo í gærmorgun.Tólf létust, þar á meðal ritstjóri blaðsins og þekktustu skopmyndateiknarar þess. Franska lög­reglan segir að bræð­urnir Said Kou­achi og Cherif Kou­achi hafi framið ódæð­is­verkin í og við höf­uð­stöðvar skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo í gær­morg­un­.Tólf létu­st, þar á meðal rit­stjóri blaðs­ins og þekkt­ustu skop­mynda­teikn­arar þess.

Ótt­ast fleiri árásirAð sögn for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, Manuel Valls, er hætta á fleiri hryðju­verka­árásum meg­in­á­hyggju­efni stjórn­valda. Fylgst er með öllum meg­in­vegum sem liggja að höf­uð­borg­inni auk þess sem örygg­is­gæsla hefur verið hert til muna víða, meðal ann­ars í almenn­ings­rýmum og við skrif­stofur fjöl­miðla.

Frétta­rit­ari BBC í París segir að lög­reglan ótt­ist nú að menn­irnir muni snúa aftur til Par­ísar og ætli að deyja í annarri árás. Jafn­framt segir BBC að ekki sé úti­lokað að þeir eigi sér sam­verka­menn, en hafi aðeins verið tveir að verki í árásinni í gær. Þá er einnig tal­inn mögu­leiki á hermi­árás­um.

Lög­reglu­kona var skotin til bana og karl liggur þungt hald­inn eftir skotárás í suð­ur­hluta Par­ísar í morg­un, en ekki er vitað hvort tengsl voru á milli árásanna tveggja.

­Rit­stjóri Charlie Hebdo, Steph­ane Charbonni­er, var meðal þeirra sem voru myrt­ir. Hann hafði fengið morð­hót­anir og verið undir lög­reglu­vernd und­an­far­ið. Annar þeirra tveggja lög­reglu­manna sem voru myrtir í árásinni var líf­vörður hans.

Rit­stjóri Charlie Hebdo, Steph­ane Charbonni­er, var meðal þeirra sem voru myrt­ir. Hann hafði fengið morð­hót­anir og verið undir lög­reglu­vernd und­an­far­ið. Annar þeirra tveggja lög­reglu­manna sem voru myrtir í árásinni var líf­vörður hans.

Í kjöl­far árás­ar­innar í gær hafa hefnd­ar­árásir gegn múslimum átt sér stað, án þess þó að fólk hafi særst. Tveimur skotum var hleypt af í bæna­her­bergi í bænum Port-la-Nou­velle á mið­viku­dags­kvöld. Skotið var á fjöl­skyldu í bíl sínum í Caromb og gervi­hand­sprengjum var kastað að mosku í Le Mans. Þá voru skemmd­ar­verk unnin á mosku í Poiti­ers.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None