rsz_h_00365078.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hafa einka­fyr­ir­tæki í stór­auknum mæli ann­ast þjón­ustu við aldr­aða í Dan­mörku sem áður var ein­göngu á könnu sveit­ar­fé­lag­anna. Til­gang­ur­inn var að ná fram hag­kvæmni og sam­keppni. Þetta nýja fyr­ir­komu­lag hefur reynst mis­jafn­lega og fyr­ir­hug­aður sparn­aður iðu­lega haft í för með sér auk­inn kostn­að.

Fyrir þremur árum setti danska rík­is­stjórnin á lagg­irnar nefnd sem ætlað var að gera til­lögur um bættan rekstur hins opin­bera á fjöl­mörgum sviðum og skoða sér­stak­lega þá þætti sem æski­legt og hag­kvæmt væri að færa frá ríki og sveit­ar­fé­lögum til einka­fyr­ir­tækja. Til­gang­ur­inn var að auka fram­leiðni og hag­kvæmni en rann­sóknir sýndu að Danir höfðu dreg­ist aftur úr nág­anna­þjóð­unum og dregið hafði úr sam­keppn­is­hæfni. Nefndin sem fékk nafnið Produkti­vitetskommission var skipuð níu sér­fræð­ingum úr ýmsum átt­um. Henni var ætlað að vinna hratt og fyrst og fremst að koma með til­lögur eða ábend­ingar en ekki útfærsl­ur. Meðal þess sem nefndin lagði til var að einka­fyr­ir­tækjum yrði gef­inn kostur á að ann­ast ýmis konar þjón­ustu við aldr­aða, ekki síst heima­þjón­ustu sem hefur auk­ist mjög á und­an­förnum árum, með til­heyr­andi kostn­aði. Þessi aukna þjón­usta helst í hendur við sístækk­andi hóp aldr­aðra. Í Dan­mörku hefur á und­an­förnum árum farið fram mikil umræða um þessi mál.

Auglýsing

Margir vildu taka að sér þjón­ust­una

Árið 2013 var einka­fyr­ir­tækjum gert kleift að taka að sér heima­þjón­ust­una, eftir útboð. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki, stór og smá, sýndu þess­ari starf­semi áhuga. Sum urðu til í tengslum við útboð­in, önnur höfðu sinnt skyldum verk­efn­um. Mörg sveit­ar­fé­lög gengu til samn­inga við einka­fyr­ir­tæki um heima­þjón­ust­una. Í flestum til­vikum var gengið til samn­inga við fyr­ir­tæki sem best höfðu boð­ið, það er lægsta verð­ið, enda var yfir­lýstur til­gangur útboð­anna sparn­aður og hag­kvæmni.

Ánægja og efa­semdir

Margir stjórn­mála­menn lýstu mik­illi ánægju með að hægt væri að nýta betur tak­mark­aða fjár­muni, meðal ann­ars þáver­andi þing­flokks­for­maður Ven­stre og núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Krist­ian Jen­sen.



Ekki voru allir jafn ánægðir og meðal ann­ars lýsti Ein­ing­ar­list­inn sig algjör­lega mót­fall­inn útboðs­leið­inni. Tals­maður flokks­ins, Johanne Schmid­t-Ni­el­sen, sagði í við­tölum að rétt væri að stíga var­lega til jarð­ar, alltof margir væru með gróða­glýju í aug­um. Hún benti að á Svíar hefðu slæma reynslu af einka­rekstri í þjón­ustu við eldri borg­ara, mörg fyr­ir­tæki hefðu kom­ist í þrot en eig­end­urnir áður verið búnir að koma miklu fé und­an. Útkoman ein­fald­lega lak­ari þjón­usta, auk­inn kostn­aður og óvissa.

Erf­iður rekstur og mörg fyr­ir­tæki í þrot

Ekki voru liðnir margir mán­uðir frá því að einka­fyr­ir­tækin tóku að sinna heima­þjón­ust­unni þangað til í ljós kom að hjá mörgum þeirra gekk ekki allt sem skyldi. Mörg stóðu á afar veikum fjár­hags­legum grunni og höfðu algjör­lega van­metið kostn­að­inn sem starf­sem­inni fylgdi, óveð­urs­skýin hrönn­uð­ust upp eins og það er orð­að.  Strax árið 2013 (sama árið og einka­rekst­ur­inn hóf­st) urðu nokkur fyr­ir­tæki gjald­þrota og nú hafa tæp­lega tutt­ugu fyr­ir­tæki sem sinnt hafa einka­þjón­ust­unni kom­ist í þrot og mörg önnur standa tæpt.

Sveit­ar­fé­lögin sitja uppi með vand­ann

Á und­an­förnum vikum hafa þrjú til­tölu­lega stór fyr­ir­tæki sem sinna heima­þjón­ustu orðið gjald­þrota. Þetta hefur beint athygli fjöl­miðla að rekstr­inum og Sophie Löhde heil­brigð­is­ráð­herra, sem jafn­framt fer með mál­efni aldr­aðra, hefur sagt í við­tölum að þessi mál séu afar snúin og vand­með­far­in. „Mér virð­ist aug­ljóst að mörg sveit­ar­fé­lög hafi ekki vandað valið á fyr­ir­tækj­unum nægi­lega vel og ekki gengið úr skugga um hvort þau hefðu burði til að sinna þjón­ust­unni“ sagði ráð­herr­ann í við­tali við Danska sjón­varp­ið.

Ekki búið að reikna út hag­kvæmn­ina

Komið hefur í ljós að þegar sveit­ar­fé­lög­unum var heim­ilað að bjóða út heima­þjón­ust­una var ekki búið að reikna út hvort útboðs­leiðin væri í raun hag­kvæm­ari. Þeir sem gagn­rýndu útboðin héldu því fram að sveit­ar­fé­lögin væru best til fallin að ann­ast þjón­ust­una og ekki væri mögu­legt að gera hlut­ina með ódýr­ari hætti. Nú er komið í ljós að gagn­rýnendur höfðu ýmis­legt til síns máls. Þótt einka­fyr­ir­tæki byðu þjón­ust­una fyr­ir, í mörgum til­vik­um, lítið lægri upp­hæð en sveit­ar­fé­lögin hafa gjald­þrotin orðið til þess að kostn­að­ur­inn verður nú mun hærri en áður. Ástæð­urnar eru þær að sveit­ar­fé­lögin hafa orðið að grípa til alls kyns skyndi­lausna til að bjarga málum þegar allt hefur verið komið í óefni.

Til­lögur

Eins og áður sagði standa mörg fyr­ir­tæki sem sinna einka­þjón­ustu við aldr­aða tæpt og heil­brigð­is­ráð­herr­ann hefur sagt að þeim fyr­ir­tækjum muni lík­lega fjölga á næstu mán­uð­um. Nauð­syn­legt sé að móta stefnu um hvernig skuli bregð­ast við. Fyrst og fremst vegna fólks­ins. Þeir sem komnir eru á efri ár setji öryggi og festu framar öllu öðru. Það eigi sam­fé­lagið að tryggja. Til að svo megi verða hefur emb­ætti rík­is­lög­manns (kamm­era­dvoka­ten, einka­fyr­ir­tæki sem vinnur fyrir rík­ið) samið leið­bein­ingar og ráð­legg­ingar um hvernig staðið skuli að útboð­um, hvaða atriða þurfi að líta til við slík útboð til að reyna að tryggja að ekk­ert fari úrskeið­is. Leið­bein­ing­arnar eru ítar­legar (36 blað­síð­ur) en hvort þær muni duga er of snemmt að segja til um. Hinu má slá föstu: öldruðum Dönum fjölgar ört. Það er reyndar sama sagan í mörgum öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Fyrr­ver­andi ráð­herra í Dan­mörku sagði um þetta mál að ekki sværi seinna vænna að leita lausna, fjölgun aldr­aðra væri ein mesta áskorun sem landið hefði staðið frammi fyr­ir. Eins og mörg önnur lönd. Undir þetta geta eflaust margir tek­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None