Næstum níu af hverjum tíu kaupendum í lokaða útboðinu eru af höfuðborgarsvæðinu

Hlutfall þeirra einkafjárfesta sem tóku þátt í að kaupa hluti í Íslandsbanka og eiga heima í Garðabæ er rúmlega þrisvar sinnum hærra en hlutfall íbúa sveitarfélagsins af heildaríbúafjölda Íslands. Helmingur fjárfestanna býr í Reykjavík.

Borgartúnið í Reykjavík er nokkurskonar miðstöð fjármála á Íslandi.
Borgartúnið í Reykjavík er nokkurskonar miðstöð fjármála á Íslandi.
Auglýsing

Alls tóku 207 fag­fjár­festar þátt í lok­uðu útboði á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn. Af þeim voru 23 líf­eyr­is­sjóð­ir, 13 verð­bréfa­sjóðir og 14 telj­ast sem „aðrir fjár­fest­ar“. Alls 140 telj­ast sem einka­fjár­fest­ar. Sam­an­tekt Kjarn­ans leiddi í ljós að hægt sé að greina heim­il­is­festi 135 þeirra með nokkuð afger­andi hætti.

Nið­ur­staðan er sú að 68 þeirra 135 sem sam­an­tekt Kjarn­ans tók til eiga lög­heim­ili í Reykja­vík, eða 50,3 pró­sent hóps­ins. Það þarf ekki að koma mikið á óvart í ljósi þess að höf­uð­borgin er mið­stöð fjár­mála og stjórn­sýslu á Íslandi. Íbúar Reykja­víkur eru alls 36 pró­sent af heildar­í­búa­fjölda lands­ins. 

Auglýsing
Næst flestir þátt­tak­endur búa í Garða­bæ, sem er sjö­unda stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins. Þar búa 4,9 pró­sent íbúa en 15,5 pró­sent einka­fjár­festa sem tóku þátt í lok­aða útboð­inu 22. maí síð­ast­lið­inn. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að mikið sé um fjár­magns­eig­endur sem taki þátt í fjár­fest­ingum á meðal íbúa Garða­bæj­ar. Með­al­tal fjár­magnstekna á hvern íbúa er það hæsta á Íslandi í Garða­bæ. Það var 130 pró­sent hærra á hvern íbúa þar en í Reykja­vík og 162 pró­sent hærra en lands­með­al­talið árið 2020.  Í grein sem birt­ist í tíma­­rit­inu Stjórn­­­mál og stjórn­­­sýsla árið 2017, og fjall­aði um elítur lands­ins og inn­­­byrðis tengsl þeirra, kom líka fram að flestir sem til­­heyra elít­unni búi í Garðabæ og á Sel­tjarn­­ar­­nes­i. Ein­ungis þrír þátt­tak­endur í útboð­inu eiga þó skráð heim­il­is­festi á Sel­tjarn­ar­nes­i. 

Kópa­vog­ur, næst stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins þar sem 10,4 pró­sent íbúa þess búa, er ábyrgt fyrir 14,8 pró­sent einka­fjár­fest­anna sem tóku þátt. 

Næstum tveir af hverjum þremur íbúum lands­ins, alls 64 pró­sent, búa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt úttekt Kjarn­ans voru 86 pró­sent þeirra einka­fjár­festa sem tóku þátt í útboð­inu það­an. Til við­bótar keyptu íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að jafn­aði fyrir mun hærri fjár­hæðir en þeir sem búa ann­ars­stað­ar. 

Það þýðir að lands­byggð­in, þar sem 36 pró­sent lands­manna búa, mynd­aði 14 pró­sent af einka­fjár­festa­hópnum sem keypti. Flestir þaðan voru frá Akur­eyri, eða sjö tals­ins, en Íslensk Verð­bréf sem er með höf­uð­stöðvar á Akur­eyri, var á meðal sölu­að­ila í útboð­inu.

22,5 pró­­­­sent hlutur í Íslands­­­­­­­banka sem var seldur í lok­uðu útboði með til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi þann 22. mars 2022 fór fyrir 52,65 millj­­arða króna. Verðið var 4,1 pró­­sent undir mark­aðsvirði á þeim tíma sem þýðir að þeir 207 aðilar sem fengu að kaupa gerðu það á verði sem var 2,25 millj­­örðum krónum undir mark­aðsvirði þess tíma. Kostn­aður við útboðið var um 700 millj­­ónir króna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent