Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára

Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.

gagnamagn sími
Auglýsing

Íslend­ingar not­uðu alls 102,5 millj­ónir gíga­bæti af gagna­magni á far­síma­netum íslenskra fjar­skipta­fyr­ir­tækja í fyrra. Það er umtals­verð aukn­ing frá árinu 2020, þegar notk­unin var 81,9 milljón gíga­bæti. Notk­unin jókst því um 25 pró­sent milli ára.

Þegar horft er lengra aftur sést hversu mikið pláss notkun á snjall­tækjum til að nálg­ast afþr­ey­ingu og frétt­ir, eða til stunda sam­skipti af ýmsum toga, er farin að taka í dag­legu lífi okkar miðað við það sem áður var. Árið 2009 not­uðu íslenskir far­síma­not­endur 243 þús­und gíga­bæti af gagna­magni á far­síma­neti. Notk­unin í fyrra var því 422 sinnum meiri en tólf árum áður.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði skýrslu Fjar­skipta­stofu um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2021 sem birt var í síð­asta mán­uð­i. 

Nova með mestu mark­aðs­hlut­deild­ina

Þegar horft er á notkun við­skipta­vina fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna á gagna­magni á far­síma­neti kemur í ljós að Nova, sem nýverið skráði sig á íslenska hluta­bréfa­mark­að, var með mestu mark­aðs­hlut­deild­ina líkt og und­an­farin ár, eða 43,6 pró­sent. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar verið að tapa mark­aðs­hlut­deild á síð­ustu árum, en hún var 52,5 pró­sent árið 2019. 

Auglýsing
Síminn hefur bætt mestu við sig síð­ustu tvö ár og mæld­ist í fyrra með 38,2 pró­sent hlut­deild. Það er aukn­ingu um 7,7 pró­sentu­stig frá árinu 2019. Voda­fo­ne, sem til­heyrir fjöl­miðla- og fjar­skipta­sam­steyp­unni Sýn, var með 13 pró­sent hlut­deild, sem er nán­ast það sama og fyr­ir­tækið hafði tveimur árum áður. 

Það þarf þó að taka fram að hér er um að ræða þá notkun sem fer fram í gegnum far­síma­­net­ið, ekki þá sem nýtt er með teng­ingu við beini (WiFi), en margir far­símar tengj­­ast slíkum beini heima hjá not­anda og/eða á vinn­u­­stað hans. 

Þrír af hverjum fjórum með ljós­leið­ara

Notkun gagna­magns í gegnum fasta­net stórjókst líka í fyrra, og var 686,4 millj­ónir gíga­bæta. Það er aukn­ing um 53 pró­sent frá árinu 2019 og tæp 21 pró­sent milli ára.

Aukn­ingin er nán­ast öll í nið­ur­hali á efni, en 88 pró­sent hennar er vegna þess og ein­ungis tæp­lega tólf pró­sent vegna upp­hals. 

Sú vend­ing varð á síð­asta ári að Voda­fone tók fram úr Sím­anum í mark­aðs­hlut­deild á þessum mark­aði og mæld­ist með 34,1 pró­sent allrar notk­unar á gagna­magni á fasta­neti. Sím­inn fór niður fyrir 30 pró­sent mark­aðs­hlut­deild í fyrsta sinn en Nova hefur bætt mestu við sig á und­an­förnum árum og er nú með 26,2 pró­sent mark­að­ar­ins. Hringdu hefur líka vaxið hægt og rólega og mark­aðs­hlut­deild þess fyr­ir­tækis var 10,4 pró­sent á árinu 2021. 

Þorri not­enda eru nú með ljós­leið­ara­teng­ingu, sem veitir mun meiri hraða en fyrri val­kost­ir. Í lok síð­asta árs voru 75,5 pró­sent teng­inga í gegnum ljós­leið­ara. Til sam­an­burðar voru þær 10,8 pró­sent árið 2010 og 33,3 pró­sent árið 2016. 

Þegar horft er ein­ungis á ljós­leið­ara­teng­ingar er Sím­inn með mesta hlut­deild (36 pró­sent) en Voda­fone kemur þar á eftir með 26,6 pró­sent. Síð­ar­nefnda fyr­ir­tækið hefur tapað umtals­verðri mark­aðs­hlut­deild á síð­ustu tveimur árum en það var með 36,2 pró­sent mark­að­ar­ins árið 2019. Nova mælist með 21,1 pró­sent hlut­deild og Hringdu með 11,2 pró­sent. 

5G-væð­ingin tók loks við sér

​​Um liðin ára­­mót voru 82,4 pró­­sent allra virkra síma­korta á far­síma­­neti 4G kort. Um mitt ár 2014 voru 14,8 pró­­sent allra síma­korta þannig, en 4G-væð­ingin hófst af alvöru á Íslandi á því ári. 4G teng­ingar innan far­síma­­nets­ins fela í sér tíu sinnum meiri hraða en 3G teng­ingar gera. Þær eru auk þess um þrisvar sinnum hrað­­ari en hröð­­ustu ADS­L-teng­ing­­ar. 

Fyrsti 5G send­ir­inn var svo tek­inn í gagnið hér­­­lendis árið 2019 og í kjöl­farið hófust próf­­anir á slíkri þjón­ustum en með 5G fá not­endur að með­­al­tali tíu sinnum meiri hraða en með 4G. 

Stefnt var að því að notkun á 5G kortum yrði nokkuð almenn á árinu 2020 en af því varð ekki. Í lok þess árs var fjöldi virkra 5G-korta hér­­­lendis ein­ungis 119 tals­ins. Þeim fjölg­aði umtals­vert í fyrra, og um liðin ára­mót voru virk 5G-kort orðin 23.145 tals­ins.

Búast má við því að þessi staða muni taka stakka­skiptum í nán­­ustu fram­­tíð þar sem öll stærstu fjar­­skipta­­fyr­ir­tækin á Íslandi ætla sér í öfl­­uga upp­­­bygg­ingu á 5G-­­þjón­­ustu á næstu árum. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent