Njóta góðs af fáum framkvæmdum á erlendum flugvöllum

Kadeco efnir til alþjóðlegrar samkeppni um þróunaráætlun til ársins 2050 á landi félagsins í grennd Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri finnur fyrir miklum áhuga en minna farþegaflug hefur leitt af sér minni framkvæmdir á flugvöllum heimsins.

Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Auglýsing

Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, leitar nú að hugmyndum frá einstaklingum og fyrirtækjum í nágrenni flugvallarins sem nýtast munu keppendum í alþjóðlegri samkeppni um þróun svæðisins. Í samtali við Kjarnann segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, að innsend svör muni nýtast við gerð samkeppnislýsingar en til stendur að fara í samkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. Hann segir að meðal annars sé verið að leita að hugmyndum um hvað vanti á svæðið og ábendingum um hvaða tækifæri leynast þar.

Í fyrra var ákveðið að halda samkeppni um þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Spurður að því hvort kórónuveirufaraldurinn hafi haft áhrif á framvindu verkefnisins segir Pálmi svo ekki vera. Samkeppnin hefjist í lok apríl en þá fer fram forval. „Við munum auglýsa það á evrópska útboðssvæðinu. Þá er þetta formlega samkeppnisferli hafið. Mánuði síðar eiga teymin að vera búin að skila inn til okkar svörum við spurningunum sem við setjum fram í forvalinu,“ segir hann.

Auglýsing

„Svo gefum við okkur smá tíma til að fara yfir það sem þau hafa sent inn og veljum þau fimm teymi sem að uppfylla kröfurnar best. Við ætlum svo að vinna með þeim áfram og láta þau teikna svæðið upp fyrir okkur og svara spurningum varðandi þróun til framtíðar sem okkur vantar svör við,“ segir Pálmi. Hann gerir ráð fyrir að undir lok ársins verði Kadeco búið að velja eina tillögu sem verður svo unnið eftir að höfðu samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.

Lítið um framkvæmdir á flugvöllum heimsins

Pálmi Freyr Randversson er framvkæmdastjóri Kadeco. Mynd: Aðsend

Að sögn Pálma hefur kórónuveirufaraldurinn ef til vill einungis aukið á áhuga frá arkitekta- og verkfræðistofum á að taka þátt í samkeppninni. Ástæðan er sú að ládeyða í flugumferð vegna kórónuveirufaraldursins hefur orðið til þess að lítið fer fyrir stórum uppbyggingarverkefnum í kringum flugvelli heimsins. Kadeco njóti því að einhverju leyti góðs af því að efna til þessarar samkeppni núna þegar framkvæmdir við flugvelli eru í lágmarki.

Þrátt fyrir að farþegaflug hafi nánast stöðvast á heimsvísu á síðasta hafa fyrirætlanir Kadeco þó ekki breyst. Pálmi segir fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll skipta máli í stóra samhenginu en félagið horfi þó einnig til annarra þátta og að stefnan sé að skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri. Pálmi er engu að síður handviss um að flugið taki við sér að nýju.

Eggin í fleiri körfur

„Við gerum algjörlega ráð fyrir að þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar haldist og við erum að horfa til mjög langs tíma. En við erum líka að horfa á önnur tækifæri tengd þessu svæði, bæði nálægð við flugvöllinn, nálægð við stórskipahöfnina í Helguvík og við landsvæði sem er mjög álitlegt til uppbyggingar hvers konar. Við viljum auðvitað nýta allt sem felst í flugvellinum en við viljum líka dreifa eggjunum í fleiri körfur. Þannig að að þetta stendur ekki og fellur bara með því að flugvöllurinn fari á blússandi fart aftur,“ segir Pálmi.

Í þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar sem Pálmi nefnir er gert ráð fyrir að fjöldi farþega sem fari um flugstöðina verði samtals tæplega 14 milljónir árið 2040, þar af tæplega sex milljónir farþega í tengiflugi. Árið 2019 fóru rúmlega 7,2 milljónir farþega um flugvöllinn og þar af nam fjöldi farþega í tengiflugi rúmum tveimur milljónum. Farþegafjöldinn náði hámarki árið 2018 en þá fóru alls 9,8 milljónir farþega um flugvöllinn, þar af tæplega 3,9 milljónir í tengiflugi.

Fluglest ekki á teikniborðinu eins og er

Pálmi segir að með fram gríðarlegum vexti á flugvellinum á undanförnum árum í kjölfar aukins fjölda ferðamanna hafi skapast önnur vandamál sem þurfi að leysa og nefnir hann tenginguna við höfuðborgarsvæðið í því samhengi.

Spurður að því hvort að á teikniborðinu sé lest á milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins segir Pálmi það velta á tillögunum sem koma út úr samkeppninni um þróun svæðisins. Meta þurfi hvort lest sé raunhæfur kostur eða hvort annar samgöngumáti sé rökréttari.

„Maður veit ekki hvort að fluglestin verði eitthvað sem að vinningshafar samkeppninnar munu tefla fram eða eitthvað annað. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Pálmi.

Hafa umsjón með 55 ferkílómetrum

Kadeco hefur umsjón með alls 55 ferkílómetra svæði í grennd við Keflavíkurflugvöll en það er grænmerkt á þessari mynd. Mynd: Kadeco

Kadeco er í eigu rík­is­ins og var stofnað í októ­ber 2006 eftir að Banda­ríkja­her yfir­gaf her­stöð­ina á Mið­nes­heiði. Upp­runa­legt hlut­verk félags­ins var að selja fast­eign­irnar sem her­inn skildi eftir sig en nú er helsta hlut­verk félags­ins að hafa umsjón með og ráð­stafa lóðum og landi í eigu rík­is­ins eins og segir á vef Kadeco.

Félagið hefur umsjón með alls 55 ferkílómetra stóru svæði við Keflavíkurflugvöll. Á heimasíðu félagsins segir meðal annars um fyrirhugaða samkeppni um þróunaráætlun fyrir svæðið til ársins 2050 að rík áhersla verði lögð á „að svæðið þróist í takt við samfélagið og að við uppbyggingu verði horft til styrkleika Suðurnesja og Íslands. Markmiðið er að fá fram heildstæða þróunaráætlun sem leggur grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dregur fram markaðslega sérstöðu svæðisins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent