Njóta góðs af fáum framkvæmdum á erlendum flugvöllum

Kadeco efnir til alþjóðlegrar samkeppni um þróunaráætlun til ársins 2050 á landi félagsins í grennd Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri finnur fyrir miklum áhuga en minna farþegaflug hefur leitt af sér minni framkvæmdir á flugvöllum heimsins.

Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Auglýsing

Kadeco, þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, leitar nú að hug­myndum frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum í nágrenni flug­vall­ar­ins sem nýt­ast munu kepp­endum í alþjóð­legri sam­keppni um þróun svæð­is­ins. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Pálmi Freyr Rand­vers­son, fram­kvæmda­stjóri Kadeco, að inn­send svör muni nýt­ast við gerð sam­keppn­is­lýs­ingar en til stendur að fara í sam­keppni um þró­un­ar­á­ætlun fyrir svæðið umhverfis Kefla­vík­ur­flug­völl. Hann segir að meðal ann­ars sé verið að leita að hug­myndum um hvað vanti á svæðið og ábend­ingum um hvaða tæki­færi leyn­ast þar.

Í fyrra var ákveðið að halda sam­keppni um þró­un­ar­á­ætlun svæð­is­ins til árs­ins 2050. Spurður að því hvort kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi haft áhrif á fram­vindu verk­efn­is­ins segir Pálmi svo ekki vera. Sam­keppnin hefj­ist í lok apríl en þá fer fram for­val. „Við munum aug­lýsa það á evr­ópska útboðs­svæð­inu. Þá er þetta form­lega sam­keppn­is­ferli haf­ið. Mán­uði síðar eiga teymin að vera búin að skila inn til okkar svörum við spurn­ing­unum sem við setjum fram í for­val­in­u,“ segir hann.

Auglýsing

„Svo gefum við okkur smá tíma til að fara yfir það sem þau hafa sent inn og veljum þau fimm teymi sem að upp­fylla kröf­urnar best. Við ætlum svo að vinna með þeim áfram og láta þau teikna svæðið upp fyrir okkur og svara spurn­ingum varð­andi þróun til fram­tíðar sem okkur vantar svör við,“ segir Pálmi. Hann gerir ráð fyrir að undir lok árs­ins verði Kadeco búið að velja eina til­lögu sem verður svo unnið eftir að höfðu sam­ráði við íbúa og aðra hags­muna­að­ila á svæð­inu.

Lítið um fram­kvæmdir á flug­völlum heims­ins

Pálmi Freyr Randversson er framvkæmdastjóri Kadeco. Mynd: Aðsend

Að sögn Pálma hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn ef til vill ein­ungis aukið á áhuga frá arki­tekta- og verk­fræði­stofum á að taka þátt í sam­keppn­inni. Ástæðan er sú að ládeyða í flug­um­ferð vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefur orðið til þess að lítið fer fyrir stórum upp­bygg­ing­ar­verk­efnum í kringum flug­velli heims­ins. Kadeco njóti því að ein­hverju leyti góðs af því að efna til þess­arar sam­keppni núna þegar fram­kvæmdir við flug­velli eru í lág­marki.

Þrátt fyrir að far­þega­flug hafi nán­ast stöðvast á heims­vísu á síð­asta hafa fyr­ir­ætl­anir Kadeco þó ekki breyst. Pálmi segir fjölda far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl skipta máli í stóra sam­heng­inu en félagið horfi þó einnig til ann­arra þátta og að stefnan sé að skapa fjöl­breytt­ari atvinnu­tæki­færi. Pálmi er engu að síður hand­viss um að flugið taki við sér að nýju.

Eggin í fleiri körfur

„Við gerum algjör­lega ráð fyrir að þró­un­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar hald­ist og við erum að horfa til mjög langs tíma. En við erum líka að horfa á önnur tæki­færi tengd þessu svæði, bæði nálægð við flug­völl­inn, nálægð við stór­skipa­höfn­ina í Helgu­vík og við land­svæði sem er mjög álit­legt til upp­bygg­ingar hvers kon­ar. Við viljum auð­vitað nýta allt sem felst í flug­vell­inum en við viljum líka dreifa eggj­unum í fleiri körf­ur. Þannig að að þetta stendur ekki og fellur bara með því að flug­völl­ur­inn fari á blússandi fart aft­ur,“ segir Pálmi.

Í þró­un­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar sem Pálmi nefnir er gert ráð fyrir að fjöldi far­þega sem fari um flug­stöð­ina verði sam­tals tæp­lega 14 millj­ónir árið 2040, þar af tæp­lega sex millj­ónir far­þega í tengiflugi. Árið 2019 fóru rúm­lega 7,2 millj­ónir far­þega um flug­völl­inn og þar af nam fjöldi far­þega í tengiflugi rúmum tveimur millj­ón­um. Far­þega­fjöld­inn náði hámarki árið 2018 en þá fóru alls 9,8 millj­ónir far­þega um flug­völl­inn, þar af tæp­lega 3,9 millj­ónir í tengiflugi.

Flug­lest ekki á teikni­borð­inu eins og er

Pálmi segir að með fram gríð­ar­legum vexti á flug­vell­inum á und­an­förnum árum í kjöl­far auk­ins fjölda ferða­manna hafi skap­ast önnur vanda­mál sem þurfi að leysa og nefnir hann teng­ing­una við höf­uð­borg­ar­svæðið í því sam­hengi.

Spurður að því hvort að á teikni­borð­inu sé lest á milli flug­vall­ar­ins og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins segir Pálmi það velta á til­lög­unum sem koma út úr sam­keppn­inni um þróun svæð­is­ins. Meta þurfi hvort lest sé raun­hæfur kostur eða hvort annar sam­göngu­máti sé rök­rétt­ari.

„Maður veit ekki hvort að flug­lestin verði eitt­hvað sem að vinn­ings­hafar sam­keppn­innar munu tefla fram eða eitt­hvað ann­að. Tím­inn verður að leiða það í ljós,“ segir Pálmi.

Hafa umsjón með 55 fer­kíló­metrum

Kadeco hefur umsjón með alls 55 ferkílómetra svæði í grennd við Keflavíkurflugvöll en það er grænmerkt á þessari mynd. Mynd: Kadeco

Kadeco er í eigu rík­­is­ins og var stofnað í októ­ber 2006 eftir að Banda­­ríkja­her yfir­­gaf her­­stöð­ina á Mið­­nes­heiði. Upp­­runa­­legt hlut­verk félags­­ins var að selja fast­­eign­­irnar sem her­inn skildi eftir sig en nú er helsta hlut­verk félags­­ins að hafa umsjón með og ráð­stafa lóðum og landi í eigu rík­­is­ins eins og segir á vef Kadeco.

Félagið hefur umsjón með alls 55 fer­kíló­metra stóru svæði við Kefla­vík­ur­flug­völl. Á heima­síðu félags­ins segir meðal ann­ars um fyr­ir­hug­aða sam­keppni um þró­un­ar­á­ætlun fyrir svæðið til árs­ins 2050 að rík áhersla verði lögð á „að svæðið þró­ist í takt við sam­fé­lagið og að við upp­bygg­ingu verði horft til styrk­leika Suð­ur­nesja og Íslands. Mark­miðið er að fá fram heild­stæða þró­un­ar­á­ætlun sem leggur grunn að þró­un­ar­kjarna fyrir atvinnu­líf og sam­fé­lag á Suð­ur­nesjum og dregur fram mark­aðs­lega sér­stöðu svæð­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent