Njóta góðs af fáum framkvæmdum á erlendum flugvöllum

Kadeco efnir til alþjóðlegrar samkeppni um þróunaráætlun til ársins 2050 á landi félagsins í grennd Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri finnur fyrir miklum áhuga en minna farþegaflug hefur leitt af sér minni framkvæmdir á flugvöllum heimsins.

Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Auglýsing

Kadeco, þró­un­ar­fé­lag Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, leitar nú að hug­myndum frá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum í nágrenni flug­vall­ar­ins sem nýt­ast munu kepp­endum í alþjóð­legri sam­keppni um þróun svæð­is­ins. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Pálmi Freyr Rand­vers­son, fram­kvæmda­stjóri Kadeco, að inn­send svör muni nýt­ast við gerð sam­keppn­is­lýs­ingar en til stendur að fara í sam­keppni um þró­un­ar­á­ætlun fyrir svæðið umhverfis Kefla­vík­ur­flug­völl. Hann segir að meðal ann­ars sé verið að leita að hug­myndum um hvað vanti á svæðið og ábend­ingum um hvaða tæki­færi leyn­ast þar.

Í fyrra var ákveðið að halda sam­keppni um þró­un­ar­á­ætlun svæð­is­ins til árs­ins 2050. Spurður að því hvort kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hafi haft áhrif á fram­vindu verk­efn­is­ins segir Pálmi svo ekki vera. Sam­keppnin hefj­ist í lok apríl en þá fer fram for­val. „Við munum aug­lýsa það á evr­ópska útboðs­svæð­inu. Þá er þetta form­lega sam­keppn­is­ferli haf­ið. Mán­uði síðar eiga teymin að vera búin að skila inn til okkar svörum við spurn­ing­unum sem við setjum fram í for­val­in­u,“ segir hann.

Auglýsing

„Svo gefum við okkur smá tíma til að fara yfir það sem þau hafa sent inn og veljum þau fimm teymi sem að upp­fylla kröf­urnar best. Við ætlum svo að vinna með þeim áfram og láta þau teikna svæðið upp fyrir okkur og svara spurn­ingum varð­andi þróun til fram­tíðar sem okkur vantar svör við,“ segir Pálmi. Hann gerir ráð fyrir að undir lok árs­ins verði Kadeco búið að velja eina til­lögu sem verður svo unnið eftir að höfðu sam­ráði við íbúa og aðra hags­muna­að­ila á svæð­inu.

Lítið um fram­kvæmdir á flug­völlum heims­ins

Pálmi Freyr Randversson er framvkæmdastjóri Kadeco. Mynd: Aðsend

Að sögn Pálma hefur kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn ef til vill ein­ungis aukið á áhuga frá arki­tekta- og verk­fræði­stofum á að taka þátt í sam­keppn­inni. Ástæðan er sú að ládeyða í flug­um­ferð vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hefur orðið til þess að lítið fer fyrir stórum upp­bygg­ing­ar­verk­efnum í kringum flug­velli heims­ins. Kadeco njóti því að ein­hverju leyti góðs af því að efna til þess­arar sam­keppni núna þegar fram­kvæmdir við flug­velli eru í lág­marki.

Þrátt fyrir að far­þega­flug hafi nán­ast stöðvast á heims­vísu á síð­asta hafa fyr­ir­ætl­anir Kadeco þó ekki breyst. Pálmi segir fjölda far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl skipta máli í stóra sam­heng­inu en félagið horfi þó einnig til ann­arra þátta og að stefnan sé að skapa fjöl­breytt­ari atvinnu­tæki­færi. Pálmi er engu að síður hand­viss um að flugið taki við sér að nýju.

Eggin í fleiri körfur

„Við gerum algjör­lega ráð fyrir að þró­un­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar hald­ist og við erum að horfa til mjög langs tíma. En við erum líka að horfa á önnur tæki­færi tengd þessu svæði, bæði nálægð við flug­völl­inn, nálægð við stór­skipa­höfn­ina í Helgu­vík og við land­svæði sem er mjög álit­legt til upp­bygg­ingar hvers kon­ar. Við viljum auð­vitað nýta allt sem felst í flug­vell­inum en við viljum líka dreifa eggj­unum í fleiri körf­ur. Þannig að að þetta stendur ekki og fellur bara með því að flug­völl­ur­inn fari á blússandi fart aft­ur,“ segir Pálmi.

Í þró­un­ar­á­ætlun Kefla­vík­ur­flug­vallar sem Pálmi nefnir er gert ráð fyrir að fjöldi far­þega sem fari um flug­stöð­ina verði sam­tals tæp­lega 14 millj­ónir árið 2040, þar af tæp­lega sex millj­ónir far­þega í tengiflugi. Árið 2019 fóru rúm­lega 7,2 millj­ónir far­þega um flug­völl­inn og þar af nam fjöldi far­þega í tengiflugi rúmum tveimur millj­ón­um. Far­þega­fjöld­inn náði hámarki árið 2018 en þá fóru alls 9,8 millj­ónir far­þega um flug­völl­inn, þar af tæp­lega 3,9 millj­ónir í tengiflugi.

Flug­lest ekki á teikni­borð­inu eins og er

Pálmi segir að með fram gríð­ar­legum vexti á flug­vell­inum á und­an­förnum árum í kjöl­far auk­ins fjölda ferða­manna hafi skap­ast önnur vanda­mál sem þurfi að leysa og nefnir hann teng­ing­una við höf­uð­borg­ar­svæðið í því sam­hengi.

Spurður að því hvort að á teikni­borð­inu sé lest á milli flug­vall­ar­ins og höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins segir Pálmi það velta á til­lög­unum sem koma út úr sam­keppn­inni um þróun svæð­is­ins. Meta þurfi hvort lest sé raun­hæfur kostur eða hvort annar sam­göngu­máti sé rök­rétt­ari.

„Maður veit ekki hvort að flug­lestin verði eitt­hvað sem að vinn­ings­hafar sam­keppn­innar munu tefla fram eða eitt­hvað ann­að. Tím­inn verður að leiða það í ljós,“ segir Pálmi.

Hafa umsjón með 55 fer­kíló­metrum

Kadeco hefur umsjón með alls 55 ferkílómetra svæði í grennd við Keflavíkurflugvöll en það er grænmerkt á þessari mynd. Mynd: Kadeco

Kadeco er í eigu rík­­is­ins og var stofnað í októ­ber 2006 eftir að Banda­­ríkja­her yfir­­gaf her­­stöð­ina á Mið­­nes­heiði. Upp­­runa­­legt hlut­verk félags­­ins var að selja fast­­eign­­irnar sem her­inn skildi eftir sig en nú er helsta hlut­verk félags­­ins að hafa umsjón með og ráð­stafa lóðum og landi í eigu rík­­is­ins eins og segir á vef Kadeco.

Félagið hefur umsjón með alls 55 fer­kíló­metra stóru svæði við Kefla­vík­ur­flug­völl. Á heima­síðu félags­ins segir meðal ann­ars um fyr­ir­hug­aða sam­keppni um þró­un­ar­á­ætlun fyrir svæðið til árs­ins 2050 að rík áhersla verði lögð á „að svæðið þró­ist í takt við sam­fé­lagið og að við upp­bygg­ingu verði horft til styrk­leika Suð­ur­nesja og Íslands. Mark­miðið er að fá fram heild­stæða þró­un­ar­á­ætlun sem leggur grunn að þró­un­ar­kjarna fyrir atvinnu­líf og sam­fé­lag á Suð­ur­nesjum og dregur fram mark­aðs­lega sér­stöðu svæð­is­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent