Norski herinn mun senda reikning fyrir hríðskotabyssunum

000-Par6523717.jpg
Auglýsing

Tals­menn norska hers­ins segja að það sé alveg skýrt að reikn­ingur verði sendur til Íslands vegna þeirra 250 MP5-hríð­skota­byssa sem Íslend­ingar hafa fengið frá hon­um. Sam­komu­lag hafi orðið á milli aðila um að senda ekki slíkan reikn­ing fyrr en í lok árs vegna efna­hags­á­stands­ins á Íslandi. Frá þessu greinir norska blaðið Dag­bla­det.

Stóra hríðskotu­byssu­málið er orðið fyr­ir­ferða­mikið frétta­mál í norskum fjöl­miðl­um. Þar er full­yrt að það hafi ollið stjórn­ar­krísu hjá íslensku rík­is­stjórn­inni.

Verið að vopna­væða NATO-­banda­mann?Málið hófst á því að DV sagði íslensku lög­regl­unni hafa keypt um 200 MP5 hríð­skota­byssur frá Nor­egi. Það var síðar borið til baka af bæði full­trúum rík­is­stjórn­ar­innar og lög­reglu­yf­ir­völdum sem sögðu byss­urnar vera 150 og að þær hafi verið gjöf. Loks kom í ljós að það var í raun norski her­inn sem hafði látið íslensku Land­helg­is­gæsl­una hafa vopn­in, fjöldi hríð­skota­byss­anna væri 250 og að gæslan hafi alls fengið um 310 vopn frá norska hernum frá árinu 2011. Þar af séu 150 fyrir lög­regl­una en 160 fyrir gæsl­una.  Fyrir tveimur dögum síðan sendi Land­helg­is­gæslan síðan frá sér til­kynn­ingu, og opin­ber­aði farm­bréf, þar sem ítrekað var að um gjafir hafi verið að ræða.

Á vef­síðu Dag­bla­det í Nor­egi er fjallað ítar­lega um málið og rætt við tals­mann yfir­manns í norska hern­um. Þar segir að það hafi vakið upp úlfúð meðal hluta almenn­ings að verið væri að eyða fé í byssu­kaup á sama tíma og Ísland stæði frammi fyrir stór­tækum efna­hags­legum vanda á ýmsum svið­um. Í umfjöll­un­inni er síðan rakið að því sé haldið fram að um gjafir sé að ræða og að Íslend­ingar hafi ekki, og muni ekki, greiða krónu fyrir þær. Á móti hafi það vakið upp spurn­ingar um hvort það sé þá Nor­egur sem ýti á NATO-­banda­mann sinn Ísland til að vopna­væð­ast. Síðan er sagt frá því að nokkur hund­ruð manns hafi mót­mælt vopna­væð­ingu lög­reglu á föstu­dag og að stofnuð hafi verið Face­book-grúppa gegn henni sem sé nú með nálægt níu þús­und með­limi.

Auglýsing

„Við munum senda reikn­ing“Í umfjöllun Dag­bla­det segir að hin hörðu við­brögð frá Íslandi hafi komið norska hernum í opna skjöldu. Sér­stak­lega að það sé sífellt verið að tala um að byss­urnar marg­um­ræddu hafi verið gjöf. „Við munum senda reikn­ing“, er haft eftir Bent- Ivan Myhre, tals­manni Har­alds Sunde, yfir­manns í norska hernum sem er tal­inn ábyrgður fyrir því að gefa okkur byss­ur. Hann vísar síðan í að skrifað hafi verið undir samn­ing um sölu á 250 MP5-hríð­skota­byssum 17. des­em­ber í fyrra þar sem kaup­verðið var 625 þús­und norskar krón­ur, um 11,5 millj­ónir íslenskar krón­ur. Þessi upp­hæð á að greiðast, segir Myhre.

Í umfjöllun Dag­bla­det er sagt að mið­ill­inn hafi vit­neskju um að norski her­inn hafi aldrei sent reikn­ing fyrir byss­un­um, þrátt fyrir að þær hafi verið afhentar fyrir átta mán­uðum síð­an. Þar segir einnig að slíkt þýði ekki að byss­urnar hafi verið gjöf, heldur hafi samn­ings­að­ilar orðið sam­mála um, vegna efna­hags­á­stands­ins á Íslandi, að senda ekki reikn­ing­inn fyrr en í lok upp­gjörsárs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None