Notuðu söguna sem tilraunastofu

Nýir Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði hafa sýnt hvernig hægt sé að skoða söguleg tilvik með tölfræðiaðferðum til að finna orsök og afleiðingar þjóðfélagsbreytinga. Samkvæmt Sænsku vísindaakademíunni olli það „umbyltingu“ í rannsóknum með tölulegum gögnum.

Guido Imbens, hagfræðiprófessor við Stanford-háskóla, fær hér að heyra að hann hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í hagfræði, ásamt samstarfsfélögum sínum.
Guido Imbens, hagfræðiprófessor við Stanford-háskóla, fær hér að heyra að hann hafi hlotið Nóbelsverðlaunin í hagfræði, ásamt samstarfsfélögum sínum.
Auglýsing

Hol­lenski vinnu­mark­aðs­hag­fræð­ing­ur­inn Guido Imbens, ásamt banda­rísku hag­rann­sókn­ar­mönn­unum David Card og Jos­hua Angrist, hlutu Nóbels­verð­launin í hag­fræði í ár. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá Sænsku vís­inda­aka­dem­í­unni sem birt­ist í morgun.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni eru tvær meg­in­á­stæður að baki verð­launa­gjöf­inni. Önnur þeirra er sú að þeir hafa þróað nýjar töl­fræði­að­ferðir til að meta orsök og afleið­ingu í sögu­legum gögn­um, en hin þeirra er sú að þessar aðferðir hafa leitt til stórra upp­götv­ana fyrir vinnu­mark­að­inn.

Nátt­úru­legar til­raunir

Í hag­fræð­inni, sem og öðrum félags­vís­inda­grein­um, er erf­ið­ara að sann­reyna kenn­ingar með til­raunum heldur en í raun­vís­inda­grein­um. Ástæðan er sú að stór­felldar til­raunir á hegðun manna eru venju­lega ill­fram­kvæm­an­leg­ar, sér­stak­lega þegar meta á áhrif á sam­fé­lagið í heild sinni.

Auglýsing

Nýtitl­uðu Nóbels­verð­launa­haf­arnir Imbens og Angrist hafi hins vegar sýnt að hægt sé að not­ast við aðrar aðferðir til að meta sann­leiks­gildi hag­fræði­kenn­inga. Með því að leita aftur í sögu­lega atburði sem höfðu mis­mikil áhrif á hagi fólks er hægt að meta áhrif breyt­ing­anna með svip­uðum hætti og gert er í klínískum rann­sókn­um. Slíkir atburðir eru kall­aðar nátt­úru­legar til­raun­ir.

Hærri lág­marks­laun og fleiri inn­flytj­endur ekki slæmt fyrir vinnu­mark­að­inn

Til að mynda sýndi Card, ásamt öðrum, hvernig hærri lág­marks­laun höfðu áhrif á vinnu­mark­að­inn með því að skoða áhrif launa­hækk­unar í einu ríki Banda­ríkj­anna á tíunda ára­tugn­um. Sam­kvæmt þeirri rann­sókn hafði launa­hækk­unin engin nei­kvæð áhrif á atvinnustig­ið, þvert á það sem vin­sælar hag­fræði­kenn­ingar á þeim tíma spáðu fyrir um.

Card skoð­aði einnig áhrif mik­illa fólks­flutn­inga Kúbverja til Flór­ída í Banda­ríkj­unum á níunda ára­tugn­um, en þeir leiddu til þess að vinnu­mark­að­ur­inn í borg­inni Miami stórjókst á einu ári, sér­stak­lega á meðal þeirra sem voru ósér­hæfð­ir. Sam­kvæmt hefð­bundnum hag­fræði­kenn­ingum gæti svona mikil aukn­ing á vinnu­afli haft nei­kvæð áhrif á laun og mögu­lega aukið atvinnu­leysi en Card fann engar vís­bend­ingar um að sú hafi verið raun­in.

Peter Fred­riks­son, for­maður Sænsku vís­inda­aka­dem­í­unn­ar, segir í kynn­ing­unni að rann­sóknir Card, ásamt þró­unum Angrist og Imbens á töl­fræði­að­ferð­um, hafi verið rík upp­spretta af nýrri þekk­ingu. „Þeirra rann­sóknir hafa bætt okkar getu til muna í að svara spurn­ingum um orsaka­sam­hengi ýmissa hluta, sem hefur til mik­illa hags­bóta fyrir sam­fé­lag­ið,“ bætti hann við.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent