„Nú getur þú flogið án þess að fá móðu á gleraugun“

Flugfélög í Noregi hafa ákveðið að afnema grímuskyldu um borð í vélum sínum í flugi innan Skandinavíu. „Við hlökkum til að geta tekið á móti nýjum og gömlum farþegum okkar með stóru brosi á vör – án grímunnar. Velkomin um borð.“

Farþegar geta að sjálfsögðu áfram valið að bera grímur um borð í flugvélum.
Farþegar geta að sjálfsögðu áfram valið að bera grímur um borð í flugvélum.
Auglýsing

Norsk flug­fé­lög hafa sam­mælst um að hætta að skylda fólk til að vera með grímur um borð í velum þeirra í inn­an­lands­flugi og í flugi til ann­arra landa Skand­in­av­íu. Þetta var nið­ur­staða fundar full­trúa þeirra í dag en aflétt­ing grímu­skyld­unnar verður að veru­leika eftir helgi.

Þann 5. maí í fyrra beindi IATA, alþjóða­sam­tök flug­fé­laga, þeim til­mælum til áhafna og flug­far­þega að bera grímur í flugi. 18. maí ákvað norska flug­fé­lagið SAS að setja á grímu­skyldu og hin norsku flug­fé­lög­in; Norweg­i­an, Widerøe og Flyr, fylgdu í kjöl­far­ið.

Auglýsing

Grímu­skyldan er enn við lýði, rúmu ári síð­ar, en nú líður hún senn undir lok. Líkt og segir í frétt norska rík­is­út­varps­ins um mál­ið: Nú getur þú flogið á ný án móðu á gler­aug­unum þín­um.

„Við hlökkum til að geta tekið á móti nýjum og gömlum far­þegum okkar með stóru brosi á vör – án grímunn­ar. Vel­komin um borð,“ segir Silje Brand­voll, upp­lýs­inga­full­trúi Widerø.

Engar aðgerðir og engin krafa um grímur um borð

Öllum sótt­varna­að­gerðum var aflétt í Nor­egi 25. sept­em­ber og því er þess ekki lengur kraf­ist af yfir­völdum að far­þegar inn­an­lands beri grím­ur. Það er að sögn Brand­voll, grund­vallar breytan sem varð til þess að ákvörðun um aflétt­ingu grímu­skyld­unnar var tekin af norsku flug­fé­lög­un­um.

Eins og áður segir nær aflétt­ingin til inn­an­lands­flugs og flug­ferða innan Skand­in­av­íu. Enn er far­þegum skylt að vera með grímu í flugi til Fær­eyja, Spánar og Bret­lands, svo dæmi séu tek­in. Brand­woll segir það helg­ast af reglum á þeim áfanga­stöðum sem flogið er til. Séu þar í gildi sótt­varna­að­gerðir sem skylda fólk við ákveðnar aðstæður að hylja nef sitt og munn í var­úð­ar­skyni vegna far­ald­urs­ins þurfi far­þegar að hlýta því.

Enn skylt að bera grímur á flug­völlum

Tals­maður Norweg­ian bendir á að enn geti grímu­skylda átt við á flug­völlum og það þurfi far­þegar áfram að hafa í huga. Þannig er t.d. enn grímu­skylda á Gardermoen, stærsta flug­velli Nor­egs.

Enn er grímu­skylda í inn­an­lands­flugi á Íslandi sam­kvæmt nýj­ustu reglu­gerð yfir­valda sem og á öllum öðrum stöðum þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægð­ar­mörk með minni­háttar und­an­tekn­ing­um.

Á vef Icelandair stendur að allir verði að setja upp and­lits­grímur fyrir flug Icelanda­ir, bæði far­þegar og áhöfn. „Nauð­syn­legt er að hafa grímuna á sér frá því að gengið er um borð og þar til gengið er frá borð­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent