„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“

Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.

Pillur Mynd: Unsplash/James Yarema
Auglýsing

Andrés Magn­ús­son fíknig­eð­læknir hjá Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins segir að lækna­sam­fé­lagið stjórn­ist ekki ein­göngu af vís­indum heldur geti fjár­hags­legir hags­munir í ákveðnum til­vikum haft veru­leg áhrif á starfs­hætti þess.

Þetta kemur fram í rit­stjórn­ar­grein lækn­is­ins í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Vísar hann í grein í Lækna­blað­inu eftir fimm íslenska lækna sem sýnir að enn eykst notkun ópíóíða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram kemur í ályktun grein­ar­innar að þróun lyfja­á­vís­ana á allar teg­undir ópíóíða­lyfja til skjól­stæð­inga heilsu­gæslu­stöðva á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árunum 2008 til 2017 ætti að hvetja til end­ur­skoð­unar á verkja­með­ferð innan heilsu­gæsl­unnar og gæða­þró­unar á því sviði. Jafn­framt ættu nið­ur­stöð­urnar að hvetja til end­ur­mats á vinnu­lagi við end­ur­nýjum ávís­ana á ópíóíða­lyf í heilsu­gæslu.

Auglýsing

Andrés rekur sög­una í grein sinni og bendir á að á síð­asta ald­ar­fjórð­ung hafi notkun ópíóíða marg­fald­ast í Banda­ríkj­un­um. Þar í landi hafi hálf milljón manna á besta aldri lát­ist frá alda­mótum vegna ofskammta ópíóíða, flestir vegna ávís­aðra ópíóíða. Talað sé um ópíóíða­far­aldur en hann segir að far­ald­ur­inn sé ekki bund­inn við Banda­rík­in, sama þró­unin hafi verið í mörgum Evr­ópu­lönd­um, til dæmis Bret­landi.

Lækn­ir­inn ber aukna ábyrgð

„Þessi mikla aukn­ing hefur meðal ann­ars verið rakin til óvæg­innar mark­aðs­her­ferðar lyfja­fyr­ir­tækja sem fram­leiða ópíóíða. Banda­rískir dóm­stólar hafa úrskurðað að lyfja­fyr­ir­tækið Pur­due Pharma hafi gefið í skyn að lítil hætta væri á að mynda fíkn í ákveðin ópíóíða­lyf, blekkt mark­að­inn, borið fé á lækna og hunsað vit­neskju um að auð­velt væri að mis­nota lyf þeirra. Fjöl­margir ein­stak­ling­ar, ætt­bálkar, fylki, sveit­ar­fé­lög og aðrir opin­berir aðilar hafa stefnt Pur­due Pharma og unnið mörg mál. Nú er svo komið að búið er að taka Pur­due Pharma til gjald­þrota­skipta upp í skaða­bætur auk þess sem eig­end­urnir þurfa að borga per­sónu­lega millj­arða doll­ara í skaða­bæt­ur,“ skrifar Andr­és.

Hann segir þetta sýna meðal ann­ars að lækna­sam­fé­lagið stjórn­ist ekki ein­göngu af vís­indum heldur geti fjár­hags­legir hags­munir í ákveðnum til­vikum haft veru­leg áhrif á starfs­hætti þess. „Það er eft­ir­tekt­ar­vert að hvorki lög­gjaf­ar­vald­ið, fram­kvæmd­ar­valdið né lækna­sam­fé­lagið skar upp herör gegn ópíóíða­far­aldr­inum í Banda­ríkj­unum heldur dóms­vald­ið. Nú þurfa Íslend­ingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á ten­ingnum á Íslandi, sér­stak­lega þar sem lang­flestar ávís­anir lækna á ópíóíða á Íslandi eru utan ábend­inga. Þar ber lækn­ir­inn aukna ábyrgð.“

Langal­geng­asti ópíóíð­inn á Íslandi park­ódín

Andrés Magnússon Mynd: Læknablaðið

Vísar Andrés aftur í fyrr­nefnda grein þar sem kemur fram að langal­geng­asti ópíóíð­inn á Íslandi sé park­ódín, en í Sér­lyfja­skrá segir að því skuli aðeins ávísað í þrjá daga í senn nema að sér­stak­lega standi á.

„En hvað er til bragðs að taka? Heil­brigð­is­ráðu­neytið gaf út skýrslu fyrir þremur árum síðan um hvernig sporna mætti við notkun ávana­bind­andi lyfja en erfitt hefur reynst að hrinda þeim ágætu hug­myndum í fram­kvæmd. Þó hafa þau gleði­tíð­indi gerst að í nýjum umferð­ar­lög­um, 6 lið 48 grein­ar, er komið inn ákvæði sem heim­ilar að settar verði svip­aðar reglur um akstur undir áhrifum slævandi lyfja og gilda í Nor­egi og Dan­mörku. Langal­geng­ustu ópíóíð­arnir á Íslandi eru park­ódín og park­ódín forte en óheim­ilt er að aka bif­reið í Dan­mörku og Nor­egi ef þessum lyfjum hefur verið ávís­að, þar sem áhrif á akst­urs­getu eru svipuð og eftir neyslu áfeng­is. Ætla má að draga myndi úr eft­ir­spurn eftir þessum lyfjum á Íslandi ef sjúk­ling­ur­inn vissi að hann yrði til­kynntur til Sam­göngu­stofu ef ávísað yrði á hann park­ódíni, líkt og dönskum og norskum læknum er upp­álagt að gera. Heim­ilt er að aka bif­reið í Nor­egi og Dan­mörku ef ávísað hefur verið í ákveð­inn tíma lang­virk­andi ópíóíðum af þeim teg­undum sem krabba­meins­sjúk­lingar fá,“ skrifar hann.

Ópíóíðar afar léleg lyf við lang­vinnum verkjum

Telur Andrés að aukn­ingin í notkun ópíóíða sé aðeins hluti af stærri mynd, nefni­lega aukn­ingu á notkun alls konar ávana­bind­andi efna. Aukn­ing hafi orðið síð­ustu ára­tugi í öllum þremur flokk­un­um: ólög­legum vímu­efn­um, ávana­bind­andi lyfjum og áfengi. Á Íslandi hafi áfeng­is­neysla til dæmis fimm­fald­ast frá 1950. Talið sé að fóstur séu 15 sinnum meira útsett fyrir fóst­ur­skemm­andi áhrifum áfengis í dag heldur en var 1950.

„Fjöl­margar rann­sóknir hafa sýnt fram á að ópíóíðar eru afar léleg lyf við lang­vinnum verkj­um, svo sem bak­verkj­um, þótt þeim sé senni­lega lang­mest ávísað við slíkum kvill­um. En því má aldrei gleyma að ópíóíðar eru frá­bær lyf í bráða­að­stæðum og þegar hilla fer undir lífs­lok. Aðeins 5% ópíóíða er ávísað vegna krabba­meins­verkja.

Árin 2011-2013 voru 7-10 and­lát á ári á Íslandi vegna ofskammta ópíóíða en 2018 til 2020 voru þau orðin að með­al­tali 17,3 á ári. Þessar tölur renna enn frek­ari stoðum undir nið­ur­stöður Sig­ríðar og félaga um að ópíóíða­far­ald­ur­inn sé alls ekki í rénun á Íslandi. Það er öfugt við það sem hefur gerst til dæmis í Banda­ríkj­unum og Bret­landi þar sem við­snún­ingur varð fyrir um það bil 5 árum síð­an. Það er lofs­vert að Sig­ríður og félagar hafi notað þá vönd­uðu skrán­ingu og gagna­grunna sem til eru á Íslandi til þess að vekja athygli á þessum skað­valdi sem ekki hefur tek­ist að koma böndum á hér á land­i,“ skrifar hann að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent