Ný spá: Atvinnulausum fækkar um nærri eitt þúsund á ári

14317521740_8a320556ce_z.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi á árinu verður að jafn­aði um 4,1 pró­sent og 3,6 pró­sent árið 2016, gangi spá Vinnu­mála­stofn­unar eft­ir, en hún byggir meðal ann­ars á hag­vaxta­spá Hag­stof­unn­ar. Næstu þrjú árin verða ný störf að stórum hluta til í greinum sem tengj­ast ferða­þjón­ustu auk þess sem gert er ráð fyrir að umsvif í bygg­inga­iðn­aði auk­ist næstu árin. Atvinnu­lausum mun fækka um um nærri 1.000 manns á ári fram til 2017, sam­kvæmt spánni.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði á árunum 2015 til 2017.

Auglýsing


„Und­an­farin ár hefur hlut­falls­lega mest orðið til af störfum fyrir ófag­lærða eða fólk með margs konar menntun á fram­halds­skóla­stigi enda mest um þjón­ustu­störf af því tagi í ferða­þjón­ustu. Hlut­falls­lega minna hefur verið um ný störf fyrir háskóla­mennt­aða. Á sama tíma er mennt­un­ar­stig þeirra sem eru að koma nýir inn á vinnu­markað mun hærra en þeirra sem eru að fara af vinnu­mark­aði sökum ald­ur­s,“ segir í skýrsl­unni. Þetta end­ur­spegl­ast í því að fjöldi háskóla­mennt­aðra á atvinnu­leys­is­skrá hefur hald­ist svip­aður í um tvö og hálft ár, og hlut­fall háskóla­mennt­að­ara hefur því farið vax­andi [eftir því sem atvinnu­lausum alls hefur fækk­að].Atvinnu­leysi á síð­asta ári mæld­ist mest í jan­úar 4,5 pró­sent en lægst í sept­em­ber um 3 pró­sent. Í jan­úar og febr­úar síð­ast­liðnum mæld­ist atvinnu­leysi 3,6 pró­sent. Í lok febr­úar voru um 6.300 á atvinnu­leys­is­skrá Vinnu­mála­stofn­un­ar.ferd-til-fjar_bordi

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None