Ný tegund styrkja borin á borð fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn

Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu brátt geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki í Kvikmyndasjóð. Um er að ræða opinbera styrki sem verða endurheimtir ef framleiðsluverkefnið gengur vel á erlendum mörkuðum.

Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu senn geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki fyrir verkefni sín.
Framleiðendur íslenskra sjónvarpsþáttaraða munu senn geta sótt um sérstaka lokafjármögnunarstyrki fyrir verkefni sín.
Auglýsing

Fram­leið­endur íslenskra sjón­varps­þáttar­aða munu, ef laga­frum­varp og ný reglu­gerð frá ráð­herra menn­ing­ar­mála ná fram að ganga, geta sótt um sér­staka fram­leiðslu­styrki til loka­fjár­mögn­un­ar, sem eiga að geta numið allt að 200 millj­ónum króna fyrir hverja þátta­röð – en þó að hámarki 25 pró­sentum af heild­ar­fram­leiðslu­kostn­aði verk­efn­is­ins.

Þessir styrkir, sem Lilja Alfreðs­dóttir ráð­herra kynnir í drögum að breyt­ingum á kvik­mynda­lögum og reglu­gerð um Kvik­mynda­sjóð, sem kynnt voru á sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrir helgi, yrðu hrein við­bót við þá fram­leiðslu­styrki sem Kvik­mynda­sjóður veitir nú þeg­ar.

Loka­fjár­mögn­un­ar­styrkirnir eru frá­brugðnir fram­leiðslu­styrkjum sem Kvik­mynda­sjóður veitir í dag að því leyti að ef sjóð­ur­inn veitir slíka styrki til verk­efna fær sjóð­ur­inn rétt á því hluta þeirra tekna sem sjón­varps­þátta­röðin halar inn á heims­vísu.

Ekki er heim­ild í lögum fyrir þessu styrkja­fyr­ir­komu­lagi í dag og því þarf að breyta kvik­mynda­lög­un­um, svo hin nýja reglu­gerð um styrk­ina geti tekið gildi.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum stendur ekki til að hækka fram­lög til Kvik­mynda­sjóðs vegna þess­arar nýju teg­undar styrkja, en sökum þess að gengið er út frá því að þeir end­ur­heimt­ist er þó búist við því að heild­ar­summan sem Kvik­mynda­sjóður geti úthlutað verði stærri en áður.

Ein­ungis fyrir sölu­væn­legt efni

Sér­stakir loka­fjár­mögn­un­ar­styrkir fyrir sjón­varps­þátt­araðir eru bundnir all­nokkrum skil­yrð­um.

Sam­kvæmt því sem segir í reglu­gerð­ar­drög­unum verður ein­ungis heim­ilt að veita þeim til leik­inna sjón­varps­þáttar­aða „sem höfða til breiðs hóps áhorf­enda, eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menn­ing­ar­lega og sam­fé­lags­lega skírskotun og stuðla að efl­ingu íslenskrar kvik­mynda­gerð­ar“.

Verk­efnin sem styrkt verða eiga auk þess að hafa „mikla mark­aðs- og dreif­ing­ar­mögu­leika“ og það þarf að vera búið að selja verk­efnið til að minnsta kosti tveggja fjöl­miðla­veitna á ólíkum mark­aðs­svæð­um.

Auglýsing

Styrk­hæfar þátt­araðir þurfa að vera að lág­marki 150 mín­útur í sýn­ingu og hver þáttur að lág­marki 25 mín­útur að lengd. Að hámarki mega þætt­irnir þó vera 12 í hverri þátta­röð og 600 mín­útur í sýn­ingu í heild sinni. Sjón­varps­myndum má ekki skipta upp í hluta til þess að mæta skil­yrðum reglu­gerð­ar­innar um fjölda þátta.

Sam­kvæmt drög­unum að reglu­gerð­inni verður ein­ungis heim­ilt að styrkja fyrstu og aðra þátta­röð í fram­leiðslu. Þó eru und­an­teknir frá þeirri reglu, en ef að end­ur­heimt styrks sem veittur er vegna þáttar­aðar númer tvö er haf­in, má Kvik­mynda­sjóður styrkja gerð þáttar­aðar númer þrjú.

Ætlað að mæta nýjum tímum

Þetta nýja styrkja­fyr­ir­komu­lag er í sam­ræmi við fyr­ir­ætl­anir sem fólust í sér­stakri kvik­mynda­stefnu íslenska rík­is­ins fram til árið 2030. Í þeirri stefnu, sem kynnt var haustið 2020, sagði að styðja þyrfti við fram­leiðslu, sölu og dreif­ingu leik­inna þáttar­aða í anda þess sem ger­ist hjá Nor­ræna kvik­mynda- og sjón­varps­sjóðn­um.

Sá sjóð­ur, sem hefur úthluta loka­fjár­mögn­un­ar­styrkjum til margra íslenskra kvik­mynda­verk­efna á und­an­förnum árum, styrkir fram­leiðslu í formi lána sem end­ur­greið­ast sam­kvæmt reglum sjóðs­ins.

Í sam­ráðs­gátt stjórn­valda segir að áhersla verði lögð á afgreiðslu umsókna um þessa nýju styrki verði verði hraðað eins og unnt er, og að styrkja­flokknum sé ætlað að „koma til móts við nýja tíma í kvik­mynda­gerð, sem ein­kenn­ast af hröðu þró­un­ar- og fjár­mögn­un­ar­ferli verk­efna“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent