Ómíkron virðist hættuminna en „of snemmt að hrósa happi“

Fyrstu vísbendingar um alvarleika ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar eru „nokkuð uppörvandi“ að mati Anthony Fauci, helsta ráðgjafa bandarískra stjórnvalda í faraldrinum. Hann segir þó enn of snemmt að hrósa happi.

Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Auglýsing

Augu vís­inda­manna um allan heim bein­ast nú að Suð­ur­-Afr­íku og þróun far­ald­urs­ins þar. Smitum af kór­ónu­veirunni hefur fjölgað hratt í land­inu og í ljós hefur komið að þau eru flest af veiru­af­brigð­inu nýja, ómíkron, sem þar­lendir vís­inda­menn greindu fyrstir allra í lok nóv­em­ber. Afbrigðið hefur margar stökk­breyt­ingar og hafa sumar þeirra valdið áhyggjum enda áður tengst breyt­ingum á eig­in­leikum SAR­S-CoV-2 veirunnar hvað varðar smit­hæfni.

Enn er tölu­vert í að vís­indin færi okkur full­vissu um ómíkron en fyrstu vís­bend­ingar um alvar­leika afbrigð­is­ins eru „nokkuð upp­örvandi“ sagði lækn­ir­inn Ant­hony Fauci, helsti ráð­gjafi banda­rískra stjórn­valda í far­aldr­in­um, um helg­ina. Of snemmt sé þó „að hrósa happi“ enda aðeins nokkrir dagar frá því að afbrigðið upp­götv­að­ist og fór undir smá­sjánna á rann­sókn­ar­stofum vítt og breitt í ver­öld­inni. Fyrstu vís­bend­ing­arnar sem Fauci vís­aði til í við­tali um helg­ina eru þær að þrátt fyrir mikla fjölgun smita í Suð­ur­-Afr­íku hefur inn­lögnum á sjúkra­hús ekki fjölgað ískyggi­lega – að minnsta kosti enn sem komið er. „Þótt það sé of snemmt að gefa út stað­fest­ingu á þessu þá virð­ist ekki gríð­ar­legur alvar­leiki fylgja [ómíkron],“ sagði Fauci. Hann ítrek­aði að fara yrði var­lega í allar álykt­anir á þess­ari stundu. Ekki væri hægt að full­yrða að afbrigðið væri væg­ara en delta þrátt fyrir að virð­ast meira smit­andi.

Auglýsing

Meðal varnagla sem sér­fræð­ingar hafa sett hvað varðar þessar fyrstu vís­bend­ingar sem Fauci vísar til er sá að suð­ur­a­fríska þjóðin er ung miðað við margar aðrar og margt ungt fólk hefur verið að grein­ast að und­an­förnu. Það sýnir flest væg og lítil ein­kenni en óvíst er hvaða áhrif ómíkron myndi hafa ef það yrði útbreitt í eldri ald­urs­hóp­um.

Ein­hverja daga og jafn­vel vikur þurfa að líða þar til þetta kemur í ljós og nið­ur­stöður fást í rann­sóknir á því hvort að ómíkron er raun­veru­lega meira smit­andi en delta, hvort að það sé búið eig­in­leikum til að kom­ast frekar fram­hjá vörnum lík­am­ans og valda alvar­legri sýk­ingu og hvort að bólu­efnin veiti góða vörn gegn því.

„Nú þegar við erum að fara inn í fjórðu bylgju COVID-19 erum við að sjá fjölgun smita sem við höfum ekki upp­lifað áður,“ skrifar Cyril Ramaphosa, for­seti Suð­ur­-Afr­íku í dag­legu frétta­bréfi sínu í morg­un. Ómíkron sé að verða útbreiddasta afbrigði kór­ónu­veirunnar á öllum svæðum í land­inu. Af þessum sökum séu sjúkra­hús lands­ins að und­ir­búa sig fyrir fjölgun inn­lagna. Fyrir viku greindust 2.300 manns með veiruna en á föstu­dag greindust yfir 16 þús­und ný smit.

Ýmsar vís­bend­ingar en margt á huldu

Innan við 30 pró­sent íbúa Suð­ur­-Afr­íku eru bólu­sett. For­set­inn segir að loks­ins sé til nóg af bólu­efni til í land­inu og að bólu­setn­ing sé lyk­ill­inn að því að hefta útbreiðslu far­ald­urs­ins. R-talan, sem segir til um hversu marga hver og einn sem er smit­aður smit­ar, var 2 í Suð­ur­-Afr­íku í lok síð­ustu viku. Talan var vel undir 1 í sept­em­ber. Þessi þróun þykir benda til að ómíkron sé þrisvar til sex sinnum meira smit­andi en delta-af­brigð­ið, hefur vís­inda­tíma­ritið Nat­ure eftir Ric­hard Lessels, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingi við Dur­ban-há­skóla í Suð­ur­-Afr­íku. Margar breytur geta þó haft áhrif á þessa töl­fræði. Ein er sú að mun fleiri sýni eru nú tekin í land­inu en fyrir nokkrum mán­uðum og fleiri eru rað­greind.

­Sér­fræð­ingar í Suð­ur­-Afr­íku hafa einnig sagt margt benda til þess að hætta á end­ur­sýk­ingu af COVID-19 sé þrisvar sinnum meiri vegna ómíkron en ann­arra afbrigða. Þeir segja hins vegar líka að hingað til virð­ist ómíkron ekki valda alvar­legri veik­indum en delta-af­brigði veirunn­ar. „En við fylgj­umst náið með fjölgun smita og inn­lagna,“ skrifar for­set­inn.

Sótt­varna­stofnun Evr­ópu hefur varað við því að miðað við fyrstu upp­lýs­ingar um smit­hæfni ómíkron gæti afbrigðið orðið ráð­andi í Evr­ópu innan nokk­urra mán­aða. Mörg vest­ræn ríki eru að glíma við stóra bylgju far­ald­urs­ins en af völdum delta-af­brigð­is­ins. Sótt­varna­ráð­staf­anir hafa á síð­ustu vikum verið hertar víða af þeim sök­um.

Við­brögðin við ómíkron voru svo þau að setja ferða­bann á ríki í sunn­an­verðri Afr­íku. Fram­kvæmda­stjórar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar og Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa hvatt til hóf­stillt­ari við­bragða og benda á að ferða­bönn hafi hingað til lítið gagn­ast til lengri tíma. Enda hefur það þegar sýnt sig að ómíkron hefur breiðst út til á þriðja tug landa, þar með talið Íslands.

„Að­skiln­að­ar­stefna“ ferða­tak­mark­ana

Meðal þeirra ríkja sem ferða­bönnin og tak­mark­anir bitna nú helst á er Níger­ía. Bresk stjórn­völd hafa sett Nígeríu á „rauðan lista“ sem þýðir að fólk sem ferð­ast þaðan þarf að fara í sótt­kví í tíu daga við kom­una til Bret­landseyja. Sarafa Tunji Isola, sendi­herra Nígeríu í Bret­landi, segir ferða­tak­mark­anir á lönd Afr­íku vera „að­skiln­að­ar­stefn­u“. Nígería taki undir með fram­kvæmda­stjóra Sam­ein­uðu þjóð­anna í þessum efnum um að þessar tak­mark­anir skapi gjá milli ríkja heims á tímum þar sem sam­staða sé mik­il­væg­ari en nokkru sinni áður.

Kit Malt­hou­se, ráð­herra stefnu­mála í bresku rík­is­stjórn­inni, segir að orðið „að­skiln­að­ar­stefna“ í þessu sam­bandi sé „óheppi­legt orða­lag“. Hann segir stjórn­völd í Bret­landi gera sér grein fyrir því að ferða­tak­mark­anir á ein­stök ríki valdi erf­ið­leikum „en við erum að reyna að kaupa okkur smá tíma svo að vís­inda­menn okkar geti rann­sakað veiruna og metið hversu erfitt það á eftir að reyn­ast okkur að fást við hana.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar