Opinn fundur um sæstreng milli Íslands og Bretlands

landsvirkj12.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn í sam­starfi við Íslensk verð­bréf stendur fyrir opnum fundi um raf­orku­sæ­streng milli Íslands og Bret­lands. Fund­ur­inn fer fram á Hótel Sögu 20. apríl og stendur yfir milli 9:00 og 10:30, en húsið opnar 8:30. Léttar veit­ingar eru í boði, aðgangur ókeypis og fund­ur­inn opinn öllum svo lengi sem rúm leyf­ir, en skrán­ing fer fram með póst­send­ingu á fund­ir­@kjarn­inn.is.

Fjallað verður ítar­lega um málið frá ýmsum hlið­um. Póli­tískur og efna­hags­legur veru­leiki þess verður ræddur í þaula, og kostir og gallar við verk­efnið dregnir fram í erindum sér­fræð­inga og umræðum í stand­andi pall­borði.

Les­endur Morg­un­pósts Kjarn­ans fengu til­kynn­ingu um fund­inn í morg­un, og hafa margir þegar skráð sig.

Auglýsing

Mark­miðið er að stuðla að upp­lýstri og yfir­veg­aðri umræðu um þetta mik­il­væga og marg­slungna mál. Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, og Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri, munu stýra fund­inum og umræðum í pall­borði.

Dag­skrá:

Þórður Snær Júl­í­us­son opnar fund­inn og kynnir frum­mæl­endur og erindi.

9:00 – 9:25 Fjár­mögnun sæstrengs

Sig­þór Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskra verð­bréfa.

9:30 – 9:55 Afstaða Breta til sæstrengs­ins

Charles Hendry, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi ráð­herra orku- og lofts­lags­mála í Bret­landi.

10:00 – 10:30 Pall­borðsum­ræður

Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir stýrir umræð­um, en Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­un­ar, Gunnar Bald­vins­son, for­maður Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, auk frum­mæl­end­anna, Sig­þórs Jóns­sonar og Charles Hendry, munu taka þátt í umræð­um, og opið verður fyrir spurn­ingar úr sal.

Sæta­fram­boð er tak­markað við rúm­lega 100 sæti, en eins og áður segir er hægt að skrá sig til þátt­töku með því að senda nafn við­kom­and­i á fund­ir­@kjarn­inn.is.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None