Óvinnandi reiptog í Súes-skurði

Enn situr flutningaskipið Ever Given fast í Súes-skurði þrátt fyrir að 14 dráttarbátar hafi reynt að toga það á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa bíða þess að tappinn losni og umferð um skurðinn geti hafist að nýju.

Skipið Ever Given situr enn fast í Súes-skurði og lokar allri umferð um skurðinn.
Skipið Ever Given situr enn fast í Súes-skurði og lokar allri umferð um skurðinn.
Auglýsing

Mikið starf hefur verið unnið til þess að reyna að koma flutningaskipinu Ever Given aftur á flot en það hefur setið fast frá því á þriðjudagsmorgun eftir að það strandaði í Súes-skurðinum á leið sinni til Rotterdam í Hollandi.

Vonir voru bundnar við það að skipinu yrði náð aftur á flot á háflóði í dag. Alls tóku fjórtán dráttarbátar þátt í aðgerðunum í dag en stefnt er að því að enn fleiri dráttarbátar reyni að draga skipið laust úr bökkum skurðarins og koma því á flot á morgun.

Þá hafa gröfur einnig reynt að grafa sand undan stafni skipsins. Samkvæmt frétt BBC höfðu um 20 þúsund tonn sands verið grafin úr bökkum skurðarins. Vatni hefur auk þess verið dælt úr kjölfestutönkum skipsins sem hefur skilað sér í því að það er nú níu þúsund tonnum léttara en við strand. Samkvæmt frétt Reuters hefur stefni og skutur skipsins hreyfst í dag en óhagstæðir vindar og straumar hafa komið í veg fyrir að skipið komist á flot.

Auglýsing

Vonast er eftir því skipið losni með frekari sandgreftri og fleiri dráttarbátum. Ef það virkar ekki þarf að létta skipið enn frekar með því að losa af því gáma. Til þess þyrfti sérstakan búnað, til að mynda stóra krana, en slík aðgerð gæti tekið vikur að því er fram kemur í frétt BBC.

Kostnaðarsamt strand

Nú bíða á fjórða hundrað skipa eftir því að komast leiðar sinnar um Súes-skurðinn en hann styttir flutningstíma á milli Asíu og Evrópu umtalsvert. Leiðin um skurðinn er rum 6.500 kílómetrum styttri. Í frétt BBC kemur fram að siglingin um Góðravonarhöfða, sem var hin hefðbundna leið fyrir opnun skurðarins, geti tekið allt að tveimur vikum lengri tíma en sigling um Súes-skurðinn.

Í fréttinni er einnig sagt að á hverjum degi standi lokun skurðarins í vegi fyrir flutning vara að verðmæti 9,6 milljarða Bandaríkjadala sem eru rúmlega 1.200 milljarðar króna. Tekjuskerðing egypska ríkisins er einnig töluverð vegna lokunar skurðarins en ríkið er talið verða af um 14 milljónum Bandaríkjadala á degi hverjum vegna lokunarinnar, tæpum 1,8 milljörðum króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent