Ragnheiður Elín kynnir stefnumótun í ferðaþjónustu í næsta mánuði

RAgnheidur-elin.jpg
Auglýsing

Upp­bygg­ing á ferða­manna­stöðum er eitt brýn­asta verk­efnið sem við stöndum frammi fyrir og vand­inn sem við blasir í upp­bygg­ingu inn­viða í ferða­þjón­ustu er marg­þættur og ein­skorð­ast ekki ein­göngu við sal­ern­is­mál. Þetta segir Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, í aðsendri grein í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, í dag.

„Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðila, rík­is, sveit­ar­fé­laga, land­eig­enda og ferða­þjón­ust­unnar sjálfr­ar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þess­ara mála. Á und­an­förnum mán­uðum hefur ráðu­neyti mitt í sam­starfi við Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, Ferða­mála­stofu og fleiri unnið að lang­tíma stefnu­mótun fyrir grein­ina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mán­uð­i,“ skrifar Ragn­heiður Elín. Hún segir að vel hafi verið til vand­að, litið til for­dæma erlendis frá og sam­ráð haft við hags­muna­að­ila og aðra áhuga­sama um land allt.

Vand­inn sem við blasi sé marg­þættur og úrbóta víða þörf til að tryggja vernd nátt­úr­unn­ar, öryggi og nauð­syn­lega inn­viði. „Frum­varpi um nátt­úrupassa var ætlað að leysa heild­stæss þetta marg­þætta við­fangs­efni“ skrifar Ragn­heiður Elín.

Auglýsing

Hún segir að rík­is­sjórnin hafi sett meira í mála­flokk­inn en nokkru sinni fyrr hafi verið gert. Fram­kvæmda­sjóður ferða­manna­staða hafi úthlutað tæpum 1.700 millj­ónum á síð­ustu tveimur árum. Þá hafi auknu fjár­magni verið úthlutað sér­stak­lega til að bæa sal­ern­is­að­stöðu víða um land.

„Reyndar er það svo að fleira tefur upp­bygg­ingu en skortur á fjár­magni og má þar nefna skipu­lags­mál og annan und­ir­bún­ing. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 millj­ónum sem Fram­kvæmda­sjóð­ur­inn úthlut­aði sér­stak­lega vorið 2014, án mót­fram­lags, liggja tæpar 200 millj­ónir enn óhreyfðar vegna þess að verk­efn­unum er ekki lok­ið.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None