Refsiramminn fylltur hjá Hreiðari Má og Magnúsi

hreidar-mar.jpg
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi í Marp­le-­mál­inu í morgun vegna þess að dóm­ur­inn var hegn­ing­ar­auki við fimm og hálfs árs dóm sem hann afplánar nú þegar vegna Al-T­hani máls­ins. Refsiramm­inn fyrir fjár­drátt­ar­brot er sex ár að hámarki og því hefur refsiramm­inn verið fylltur með hálfs árs dómnum í morg­un. RÚV vekur athygli á þessu.

Það sama gildir um Magnús Guð­munds­son, sem fékk átján mán­aða dóm í mál­inu í morg­un, sem fyllir refsirammann, en hann afplánar fjög­urra og hálfs árs dóm vegna Al-T­hani máls­ins ­Dóm­ur­inn sem var kveð­inn upp yfir Hreið­ari í morgun er sá þriðji sem hann hlýtur á átta mán­uð­um. Tveir þeirra eiga þó vænt­an­lega eftir að fara fyrir Hæsta­rétt.

Þriðja málið er mark­aðs­mis­notk­un­ar­málið svo­kall­aða, en þar var Magnús sýkn­aður og Hreið­ari var ekki gerð sér­stök refs­ing til við­bót­ar. Í mál­inu fór sak­sókn­ari fram á að refs­ing yrði þyngri en refsiramm­inn, sem er heim­ilt þegar um síbrot er að ræða. Ekki var orðið við því.

Auglýsing

Hreiðar Már var ákærð­ur­ ­fyrir fjár­drátt og umboðs­svik í Marp­le-­mál­inu. Magnús var ákærður fyrir hlut­deild í fjár­drætti og umboðs­svik­um. ­Mál­ið, eins og emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara lagði það upp, snýst um til­færslu á um átta millj­örðum króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla Þor­valds­sonar fjár­fest­is, án þess að lög­mætar við­skipta­legar ákvarð­anir lægju þar að baki. Skúli hlaut sex mán­aða dóm í mál­inu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None