Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða

Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.

Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Fast­eigna­fé­lagið Reitir hefur náð sam­komu­lagi við félagið Íslenskar fast­eignir ehf. um að síð­ar­nefnda félagið kaupi hinn svo­kall­aða Orku­reit, fast­eign­ina Ármúla 31 og allar nýbygg­ing­ar­heim­ildir á lóð­inni í tengslum við nýtt deiliskipu­lag sem aug­lýst hefur ver­ið. Kaup­verðið nemur 3,83 millj­örðum króna.

Þetta kom fram í til­kynn­ingu Reita til Kaup­hall­ar­innar síð­degis í gær, en þar var sér­stak­lega tekið fram að kaupin nái ekki til fast­eign­ar­innar að Suð­ur­lands­braut 34, gamla Raf­magns­veitu­húss­ins, sem ráð­gert er að muni standa áfram á lóð­inni.

„Kaup­verðið er greitt með pen­ingum við und­ir­ritun kaup­samn­ings. Sam­komu­lagið er gert með fyr­ir­vara um áreið­an­leika­könnun á hinu selda og gild­is­töku deiliskipu­lags. Gert er ráð fyrir að und­ir­ritun kaup­samn­ings og afhend­ing eigi sér stað á fyrsta árs­fjórð­ungi 2022,“ segir í til­kynn­ingu Reita.

Auglýsing

Þar kemur einnig fram að fast­eigna­fé­lagið skuld­bindi sig til sam­starfs um hönn­un, útfærslu og kaupa á um 1.520 fer­metrum af atvinnu­hús­næði sem byggt verður á lóð­inni.

Deiliskipulag reitsins byggir á vinningstillögu Alark-arkitekta. Mynd: Alark

Sölu­hagn­aður áætl­aður um 1.300 millj­ónir króna

Í til­kynn­ingu Reita kemur fram að salan muni ekki hafa áhrif á rekstr­ar­af­komu félags­ins fyrir yfir­stand­andi ár, þar sem afhend­ing eign­anna muni ekki fara fram fyrr en á næsta ári. Reitir ráð­gera að með söl­unni muni rekstr­ar­hagn­aður félags­ins lækka um 70 millj­ónir á árs­grund­velli, en sölu­hagn­aður vegna við­skipt­anna er hins vegar áætl­aður um 1,3 millj­arðar króna.

Reitir hafa unnið að fast­eigna­þró­un­ar­verk­efn­inu á Orku­reitnum und­an­farin fimm ár eða svo og hafa for­svars­menn félags­ins áður viðrað þá hug­mynd að selja verk­efnið í heild sinni eða að hluta.

Guðjón Auðunsson og Dagur B. Eggertsson við undirritun samnings um uppbyggingu á reitnum fyrr á árinu. Mynd: Reitir

„Það getur vel verið að verk­efnið að hluta til eða öllu leyti verði selt og þeir sem halda á því áfram hafi hærri rödd en við um það hvernig þetta verði nákvæm­­lega útfært,“ sagði Guð­jón Auð­uns­son for­stjóri félags­ins í sam­tali við Kjarn­ann í mars á þessu ári, en þá hafði hann fyrir hönd Reita und­ir­ritað sam­komu­lag við Reykja­vík­ur­borg um upp­bygg­ingu á reitn­um.

Deiliskipu­lags­til­lagan sem aug­lýst var í sumar gerir ráð fyrir því að allt að 436 íbúðir verði byggðar á reitnum í 3-8 hæða hús­um, ásamt um 4-6 þús­und fer­metrum af atvinnu­hús­næði. Hámarks­bygg­ing­ar­magn á lóð­inni sam­kvæmt skipu­lags­til­lög­unni nemur rúm­lega 44 þús­und fer­metr­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent