Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári

Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.

íslandsbanki
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ætlar að selja 65 pró­sent eign­ar­hlut sinn í Íslands­banka að fullu á næstu tveimur árum. Til stendur að selja um helm­ing útistand­andi hlutar rík­is­ins sum­arið 2022 og ríkið reiknar með að fá um 75 millj­arða króna fyrir hann, sam­kvæmt því sem fram kemur í fjár­laga­frum­varpi næsta árs. Það sem eftir stæði yrði svo selt 2023 ef mark­aðs­að­stæður yrðu ákjós­an­leg­ar. 

­Rík­is­sjóður seldi 35 pró­sent hlut í bank­anum í sumar fyrir 55,3 millj­arða króna. Mark­aðsvirði þess hlutar er í dag 86,5 millj­arðar króna. Hann hefur því hækkað um 31,2 millj­arða króna á nokkrum mán­uð­um. Sú hækkun lendir hjá nýjum eig­endum hlut­ar­ins. 

Á móti fékk ríkið mark­aðsvirði á eign sína í bank­an­um, sem var skráður á markað sam­hliða söl­unni í sum­ar. Nú er 65 pró­sent hlutur rík­is­sjóðs met­inn á um 161 millj­arð króna. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu segir að fyr­ir­huguð frek­ari sala á árinu 2022 sé mik­il­vægur þáttur í virkri stýr­ingu á efna­hag rík­is­ins. „Með söl­unni er hægt að auka sjóð­streymi til rík­is­ins, minnka láns­fjár­þörf og auka rými til fjár­fest­inga í sam­fé­lags­lega arð­bærum verk­efnum þrátt fyrir halla­rekst­ur.“ 

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynntur var á sunnu­dag, segir að á kjör­tíma­bil­inu verði eign­ar­hlutir í bönkum seld­ir. Þar er ekki til­greint í hvaða bönk­um.  

Í fjár­laga­frum­varp­inu er einnig til staðar heim­ild til að selja allt að 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, sem ríkið á að nær öllu leyti í dag. Hann er stærsti banki lands­ins. 

Hækkað meira en aðrir bankar á Norð­ur­löndum

Mark­aðsvirði Íslands­­­banka við lokun mark­aða í gær var 247,2 millj­­arðar króna. Frá því að 35 pró­­sent hlutur í bank­­anum var seldur í júní síð­­ast­liðnum hefur hluta­bréfa­verðið hækkað um 56 pró­­sent, farið úr 79 krónum á hlut í 123 krónur á hlut. Það er mesta hækkun á virði bréfa í banka á Norð­­ur­lönd­unum á því tíma­bili sem liðið er frá því að hluta­fjár­­út­­­boðið í Íslands­­­banka fór fram.

Auglýsing
Bank­inn hagn­að­ist um 7,6 millj­­arða króna á þriðja árs­fjórð­ungi 2021, sem er sá fyrsti sem líður eftir skrán­ingu hans á mark­að, og arð­­semi eigin fjár hans var 15,7 pró­­sent. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hagn­aður Íslands­­­banka 16,6 millj­­arðar króna og arð­­semi eigin fjár hans á árs­grund­velli var 11,7 pró­­sent. 

Hreinar þókn­ana­­tekjur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins juk­ust um 20,1 pró­­sent frá sama tíma­bili í fyrra og vaxta­­tekjur hans hækk­­uðu um 1,1 pró­­sent, en þær voru 25,4 millj­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. 

Kostn­að­­ar­hlut­­fall bank­ans lækk­­aði úr 55,3 í 46,6 pró­­sent milli ára en stjórn­­­ar­­kostn­aður hækk­­aði, aðal­­­lega í tengslum við skrán­ingu Íslands­­­banka á mark­að, auk­ins launa­­kostn­aðar vegna kjara­­samn­ings­hækk­­ana og kostn­aðar vegna upp­­­sagna. 

Um sjö þús­und hafa þegar selt

Í fjár­­­festa­kynn­ing­u vegna síð­asta birta upp­gjörs Íslands­banka kom fram að hlut­hafar í Íslands­­­banka hefðu verið yfir 17 þús­und tals­ins í lok sept­em­ber. Eftir útboðið í sumar voru hlut­haf­­arnir um 24 þús­und tals­ins. Það þýðir að um sjö þús­und hafa þegar selt hlut sinn í Íslands­­­banka á þeim tíma sem liðin er frá hluta­fjár­­út­­­boð­in­u.

Sá háttur var hafður á í útboð­inu að allir sem skráðu sig fyrir einni milljón króna eða minna myndu ekki skerð­­ast ef eft­ir­­spurn yrði umfram fram­­boð. Þetta var gert til að draga sem flesta að þátt­­töku. Eft­ir­­spurnin reynd­ist níföld. 

Hluta­bréf í bank­­anum hækk­­uðu um 20 pró­­sent strax á fyrsta degi eftir skrán­ingu á markað og hafa síðan hækkað jafnt og þétt. 

Sá sem keypti hlut í Íslands­­­­­banka af íslenska rík­­­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á tæp­lega 1,6 millj­­ónir króna, og þar með hagn­­ast um 560 þús­und krónur á nokkrum mán­uð­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent