Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári

Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.

íslandsbanki
Auglýsing

Rík­is­stjórnin ætlar að selja 65 pró­sent eign­ar­hlut sinn í Íslands­banka að fullu á næstu tveimur árum. Til stendur að selja um helm­ing útistand­andi hlutar rík­is­ins sum­arið 2022 og ríkið reiknar með að fá um 75 millj­arða króna fyrir hann, sam­kvæmt því sem fram kemur í fjár­laga­frum­varpi næsta árs. Það sem eftir stæði yrði svo selt 2023 ef mark­aðs­að­stæður yrðu ákjós­an­leg­ar. 

­Rík­is­sjóður seldi 35 pró­sent hlut í bank­anum í sumar fyrir 55,3 millj­arða króna. Mark­aðsvirði þess hlutar er í dag 86,5 millj­arðar króna. Hann hefur því hækkað um 31,2 millj­arða króna á nokkrum mán­uð­um. Sú hækkun lendir hjá nýjum eig­endum hlut­ar­ins. 

Á móti fékk ríkið mark­aðsvirði á eign sína í bank­an­um, sem var skráður á markað sam­hliða söl­unni í sum­ar. Nú er 65 pró­sent hlutur rík­is­sjóðs met­inn á um 161 millj­arð króna. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu segir að fyr­ir­huguð frek­ari sala á árinu 2022 sé mik­il­vægur þáttur í virkri stýr­ingu á efna­hag rík­is­ins. „Með söl­unni er hægt að auka sjóð­streymi til rík­is­ins, minnka láns­fjár­þörf og auka rými til fjár­fest­inga í sam­fé­lags­lega arð­bærum verk­efnum þrátt fyrir halla­rekst­ur.“ 

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem kynntur var á sunnu­dag, segir að á kjör­tíma­bil­inu verði eign­ar­hlutir í bönkum seld­ir. Þar er ekki til­greint í hvaða bönk­um.  

Í fjár­laga­frum­varp­inu er einnig til staðar heim­ild til að selja allt að 30 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, sem ríkið á að nær öllu leyti í dag. Hann er stærsti banki lands­ins. 

Hækkað meira en aðrir bankar á Norð­ur­löndum

Mark­aðsvirði Íslands­­­banka við lokun mark­aða í gær var 247,2 millj­­arðar króna. Frá því að 35 pró­­sent hlutur í bank­­anum var seldur í júní síð­­ast­liðnum hefur hluta­bréfa­verðið hækkað um 56 pró­­sent, farið úr 79 krónum á hlut í 123 krónur á hlut. Það er mesta hækkun á virði bréfa í banka á Norð­­ur­lönd­unum á því tíma­bili sem liðið er frá því að hluta­fjár­­út­­­boðið í Íslands­­­banka fór fram.

Auglýsing
Bank­inn hagn­að­ist um 7,6 millj­­arða króna á þriðja árs­fjórð­ungi 2021, sem er sá fyrsti sem líður eftir skrán­ingu hans á mark­að, og arð­­semi eigin fjár hans var 15,7 pró­­sent. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hagn­aður Íslands­­­banka 16,6 millj­­arðar króna og arð­­semi eigin fjár hans á árs­grund­velli var 11,7 pró­­sent. 

Hreinar þókn­ana­­tekjur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins juk­ust um 20,1 pró­­sent frá sama tíma­bili í fyrra og vaxta­­tekjur hans hækk­­uðu um 1,1 pró­­sent, en þær voru 25,4 millj­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. 

Kostn­að­­ar­hlut­­fall bank­ans lækk­­aði úr 55,3 í 46,6 pró­­sent milli ára en stjórn­­­ar­­kostn­aður hækk­­aði, aðal­­­lega í tengslum við skrán­ingu Íslands­­­banka á mark­að, auk­ins launa­­kostn­aðar vegna kjara­­samn­ings­hækk­­ana og kostn­aðar vegna upp­­­sagna. 

Um sjö þús­und hafa þegar selt

Í fjár­­­festa­kynn­ing­u vegna síð­asta birta upp­gjörs Íslands­banka kom fram að hlut­hafar í Íslands­­­banka hefðu verið yfir 17 þús­und tals­ins í lok sept­em­ber. Eftir útboðið í sumar voru hlut­haf­­arnir um 24 þús­und tals­ins. Það þýðir að um sjö þús­und hafa þegar selt hlut sinn í Íslands­­­banka á þeim tíma sem liðin er frá hluta­fjár­­út­­­boð­in­u.

Sá háttur var hafður á í útboð­inu að allir sem skráðu sig fyrir einni milljón króna eða minna myndu ekki skerð­­ast ef eft­ir­­spurn yrði umfram fram­­boð. Þetta var gert til að draga sem flesta að þátt­­töku. Eft­ir­­spurnin reynd­ist níföld. 

Hluta­bréf í bank­­anum hækk­­uðu um 20 pró­­sent strax á fyrsta degi eftir skrán­ingu á markað og hafa síðan hækkað jafnt og þétt. 

Sá sem keypti hlut í Íslands­­­­­banka af íslenska rík­­­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á tæp­lega 1,6 millj­­ónir króna, og þar með hagn­­ast um 560 þús­und krónur á nokkrum mán­uð­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent