Ríkissaksóknari fellur frá ákærulið í LÖKE-málinu svokallaða

14394583361-f669b0db5b-z-1.jpg
Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari hefur ákveðið að falla frá veiga­mesta ákæru­lið í LÖKE-­máls­ins svo­kall­aða, þar sem lög­reglu­mann­inum Gunn­ari Schev­ing Thor­steins­syni var gefið að sök að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í mála­skrá lög­regl­unnar (LÖKE) og skoðað þar upp­lýs­ingar um kon­urn­ar, án þess að upp­flett­ing­arnar tengd­ust starfi hans sem lög­reglu­manns. Í ákæru máls­ins var Gunnar Schev­ing sak­aður um að hafa þannig mis­notað stöðu sína í því skyni að afla sér upp­lýs­ingar um kon­urn­ar.

Aðal­með­ferð í mál­inu er fyr­ir­huguð á morgun fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, en eftir stendur ákæru­liður þar sem Gunnar er sak­aður um að hafa miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila.

Tek­inn af lífi í fjöl­miðlumMálið var tölu­vert til umfjöll­unar í fjöl­miðlum á sínum tíma, en þar var meðal ann­ars greint frá því hvernig Gunnar Schev­ing var hand­tek­inn fyrir framan vinnu­fé­laga sína. Í fjöl­miðlum var einnig látið að því liggja að hann hafi not­fært sér aðgang sinn að upp­lýs­inga­kerfi lög­regl­unnar til að graf­ast fyrir um fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­of­beld­is.

Gunn­ar hefur ávallt neitað sök í mál­inu og lög­maður hans Garðar Steinn Ólafs­son hefur haldið uppi harðri gagn­rýni á lög­reglu­rann­sókn máls­ins. Þess má geta að rann­sókn máls­ins var á for­ræði lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum undir stjórn Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur, aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra hjá emb­ætt­inu, og núver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra hjá lög­reglu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Alda Hrönn var ráðin án aug­lýs­ingar og starfar nú við hlið Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dóttur lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sem var áður yfir­maður Öldu Hrannar á Suð­ur­nesj­um.

Auglýsing

Sakar lög­reglu um að hafa ekki rann­sakað máliðGarðar Steinn Ólafs­son, lög­maður Gunn­ars Scheving, sakar lög­regl­una á Suð­ur­nesjum um að hafa van­rækt að rann­saka málið til hlítar og segir að það hafi tekið tækni­mann Rík­is­lög­reglu­stjóra einn dag að kom­ast að því að ásak­anir í mál­inu ættu ekki við rök að styðj­ast.

„Fjöl­miðlar virð­ast hafa notið þess að kross­festa sak­lausan mann byggt á leka rann­sak­enda um meinta rann­sókn sína. Nú hefur komið í ljós að það fór aldrei fram rann­sókn. Skjól­stæð­ingur minn var ein­fald­lega bor­inn sökum af aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra og sak­sókn­ari trúði orðum hans um að ásak­an­irnar hefðu verið rann­sak­aðar og að gögn máls­ins styddu þær,“ segir Garðar Steinn í sam­tali við Kjarn­ann.

„Við höfum ítrekað kraf­ist þess að fram­kvæmd yrði rann­sókn á fjar­stæðu­kenndum sam­sær­is­kenn­ingum aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra. Alltaf var við­kvæðið að það hafi verið gert. Svo þegar sak­sókn­ari sett­ist niður til að und­ir­búa aðal­með­ferð í mál­inu hefur hún lesið gögn máls­ins í fyrsta skipti. Þá hefur hún upp­götvað að ákæra hafi verið gefin út á fölskum for­send­um,“ segir Garðar Steinn.

Þá gagn­rýnir hann sak­sókn­ara fyrir að falla ekki líka frá síð­ari ákæru­lið máls­ins, enda hefði slíkt í för með sér veru­lega álits­hnekki fyrir lög­regl­una á Suð­ur­nesj­um.

Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir, sak­sókn­ari hjá Rík­is­sak­sókn­ara, hafði ekki svarað fyr­ir­spurn Kjarn­ans um ástæður þess að fallið var frá fyrri ákæru­lið máls­ins, við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None