Ritskoðun og bannfæring ekki svarið við áróðursmiðlum Rússa

Evrópusamtök blaðamanna segja að rétta leiðin til þess að mæta upplýsingafölsun og áróðri Rússa sé að styðja við sterka og sjálfstæða fjölmiðla í álfunni, fremur en að banna útsendingar rússneskra miðla eins og áformað er.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á blaðamannafundi á sunnudag að bannfæring ákveðinna rússneskra fjölmiðla yrði á meðal aðgerða sem ESB ætlaði að grípa til.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti á blaðamannafundi á sunnudag að bannfæring ákveðinna rússneskra fjölmiðla yrði á meðal aðgerða sem ESB ætlaði að grípa til.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­tök blaða­manna (EFJ) ótt­ast að rit­skoðun og bann­fær­ing rúss­neskra rík­is­fjöl­miðla innan Evr­ópu­sam­bands­ins gæti verið ógn við tján­ing­ar­frelsið í álf­unni og að aðgerðum í þá átt að banna rúss­neska fjöl­miðla eins og RT og Sputnik í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins gæti verið svarað með sam­svar­andi banni á evr­ópska fjöl­miðla í Rúss­landi.

Ursula von der Leyen for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB til­kynnti á sunnu­dag­inn að Evr­ópu­sam­bandið ætl­aði sér að banna fjöl­miðlama­sk­ínu rúss­neskra yfir­valda í Evr­ópu og sagði að RT og Sputnik og tengdir miðlar myndu ekki lengur fá að „spúa lygum til að rétt­læta stríð Pútíns“ í Úkra­ínu. Hún sagði fram­kvæmda­stjórn­ina vera að þróa tól til þess að banna „eitr­andi og skað­lega upp­lýs­inga­föls­un“ þess­ara miðla í Evr­ópu.

Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu á vef Evr­ópu­sam­taka blaða­manna var Ricardo Gut­iér­rez fram­kvæmda­stjóri EFJ undr­andi á þess­ari yfir­lýs­ingu von der Leyen. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga að fjöl­miðlar falla ekki undir vald­svið Evr­ópu­sam­bands­ins. Frú von der Leyen hefur til­kynnt um aðgerðir sem hún getur ekki gripið til. ESB hefur engan rétt til að veita eða aft­ur­kalla útsend­ing­ar­leyfi. Þetta er algjör­lega á for­ræði aðild­ar­ríkj­anna,“ er haft eftir Gut­iér­rez á vef EFJ.

Betra að benda á áróð­ur­inn en að banna hann

Gut­iér­rez sagði einnig að hann teldi algjöra bann­fær­ingu fjöl­miðla­veitna ekki bestu leið­ina til þess að takast á við upp­lýs­inga­fölsun og áróð­ur.

„Þessir rit­skoð­un­ar­til­burðir geta haft öfug­virk­andi áhrif á þá borg­ara sem fylgj­ast með bönn­uðu miðl­un­um. Að okkar mati er alltaf betra að takast á við upp­lýs­inga­fölsun áróð­ur­miðla eða meintra áróð­ursmiðla með því að fletta ofan af stað­reynda­villum þeirra eða slæmri blaða­mennsku, með því að sýna fram á skort á fjár­hags­legu eða rekstr­ar­legu sjálf­stæði þeirra eða með því að benda á tryggð þeirra við hags­muni rík­is­stjórna og skeyt­ing­ar­leysi þeirra gagn­vart almanna­hags­mun­um,“ er haft eftir Gut­iér­rez, sem telur áskorun lýð­ræð­is­ríkja vera þá að berj­ast gegn upp­lýs­inga­fölsun en standa á sama tíma með tján­ing­ar­frels­inu.

Auglýsing

Í umfjöllun á vef EFJ er bent á að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi bent á í dómum sínum að það að banna starf­semi fjöl­miðla­fyr­ir­tækis sé alvar­leg gjörð, sem byggja þurfi á að sterkum laga­grund­velli.

EFJ telur að í stað bann­fær­ingar og rit­skoð­unar ætti Evr­ópu­sam­bandið að horfa til ann­arra lausna eins og auk­ins stuðn­ings við sjálf­stæða fjöl­miðl­un, aðgerða til þess að auka sjálf­stæði rit­stjórna, aðgerða sem styrkja sjálfs­mynd og stöðu blaða- og frétta­manna í sam­fé­lag­inu, þess að veita fag­legt aðhald með sjálf­stæðum fjöl­miðla­nefnd­um, aðgerða sem stuðla að fjöl­ræði á fjöl­miðla­mörk­uð­um, því að auka fjöl­miðla­læsi almenn­ings og aðgerða sem miða að auknu gagn­sæi um störf valda­fólks.

„Hættan við rit­skoð­un­ar­stefn­una er einnig sú að henni verði svarað í sömu mynt, eins og við höfum séð með bann­fær­ingu DW í Rúss­landi í kjöl­farið á því að RT var bannað í Þýska­landi. Nið­ur­staðan af þessum átökum hefur orðið sú að fjöl­miðlaum­hverfið í Rúss­landi er orðið fátækara. Borg­arar þar hafa misst rétt­inn til þess að nálg­ast upp­lýs­ingar í gegnum útsend­ingar DW. Þetta er mið­ur,“ er haft eftir Gut­iér­rez.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent