Ritstjórn Kjarnans tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Íslands

verdlaunagripur.jpg
Auglýsing

Magnús Hall­dórs­son, Ægir Þór Eysteins­son og Þórður Snær Júl­í­us­son frá Kjarn­anum eru til­nefndir til Blaða­manna­verð­launa Íslands fyrir árið 2014 í flokkn­um Blaða­manna­verð­laun árs­ins fyrir umfjöllun Kjarn­ans um sölu Lands­bank­ans á Borg­un. Til­kynn­ingar til verð­laun­anna, sem verða veitt eftir viku, voru opin­ber­aðar á mið­nætti. Í umsögn dóm­nefndar segir að "Kjarna­menn drógu fram mik­ils­verðar upp­lýs­ingar um kaupin og hvernig kaup­endur voru valdir á bak við luktar dyr og settu það fram á auð­skilj­an­legan hátt fyrir les­end­ur".

Til­nefn­ingar eru í fjórum flokk­um, og þrjár til­nefn­ingar eru í hverjum flokki. Þær eru:

Við­tal árs­ins



Ind­íana Hreins­dóttir, DV. Við­tal við Stefán Hilm­ars­son. Við­talið er gott dæmi um hvernig hægt er að skrifa áhuga­vert við­tal sem sýnir þekktan ein­stak­ling í nýju og per­sónu­legu ljósi og segja frá ævi hans og erf­ið­leikum á áreynslu­lausan hátt.

Júlía Mar­grét Alex­and­ers­dóttir, Morg­un­blað­inu. Við­tal við Þor­stein J. Vil­hjálms­son. Við­talið er ein­lægt og afar per­sónu­legt og nær Júlía að draga fram per­són­una og sögu Þor­steins á afar næman hátt.

Auglýsing

Ólöf Skafta­dóttir, Frétta­blað­inu. Við­tal við tví­bura­bræð­urna Kára og Hall­dór Auð­ar- og Svans­syni. Við­talið er ein­stak­lega hisp­urs­laust um bar­áttu þeirra bræðra við geð­ræna sjúk­dóma. Þrátt fyrir erfitt umfjöll­un­ar­efni nær Ólöf að við­halda létt­leika í gegnum við­talið en gefur samt ekk­ert eftir í raun­sönnum lýs­ing­um.

 

Umfjöllun árs­ins 



Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dóttir, DV. Umfjöllun um Alzheimer og heila­bil­un. Með hrein­skilnum og áhrifa­ríkum frá­sögnum fengu les­endur skýra sýn á það hvernig erf­iður og algengur sjúk­dómur snertir sjúk­ling­ana og fjöl­skyldur þeirra.

Rit­stjórn mbl.is. Umfjöllun um stór­brun­ann í Skeif­unni. Rit­stjórn mbl.is nýtti sér alla helstu kosti nets­ins og færði les­endum skjótt, vel og með mynd­rænum hætti fréttir af bruna í Skeif­unni frá ýmsum sjón­ar­hornum og um leið og þær gerð­ust.

Sig­urður Mik­ael Jóns­son. DV. Umfjöllun um neyt­enda­mál. Með frum­legri nálgun og mynd­rænni fram­setn­ingu tókst honum að varpa ljósi á ólíkar hliðar dag­legrar neyslu sem hefur mikil áhrif á kjör fólks og heilsu.

 

Blaða­manna­verð­laun árs­ins 



Jóhann Páll Jóhanns­son og Jón Bjarki Magn­ús­son, DV. Umfjöllun um leka­mál­ið. Jóhann Páll og Jón Bjarki sýndu ein­stakt þol­gæði við að upp­lýsa allar hliðar leka­máls­ins svo­kall­aða og fylgdu mál­inu vel eft­ir, þrátt fyrir mikið mót­læti og and­stöðu ráð­herra sem end­aði með afsögn hans.

Magnús Hall­dórs­son, Ægir Þór Eysteins­son og Þórður Snær Júl­í­us­son, Kjarn­an­um. Umfjöllun um sölu Lands­bank­ans á Borg­un. Kjarna­menn drógu fram mik­ils­verðar upp­lýs­ingar um kaupin og hvernig kaup­endur voru valdir á bak við luktar dyr og settu það fram á auð­skilj­an­legan hátt fyrir les­end­ur.

Vikt­oría Her­manns­dóttir, Frétta­blað­in­u. Um­fjöllun um inn­flytj­endur og áhrifa­rík við­töl. Fyrir að varpa ljósi á þær hindr­anir sem inn­flytj­endur verða fyrir á Íslandi þegar þeir vilja öðl­ast rétt­indi til að starfa sam­kvæmt menntun sinni. Einnig birt­ust á árinu áhrifa­rík við­töl Vikt­oríu við ein­stak­linga sem hafa þurft að takast á við erf­ið­leika.

 

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins



Garðar Örn Úlf­ars­son Frétta­blað­inu og Þor­björn Þórð­ar­son Stöð 2. Umfjöllun um flug­slysið við Ak­ur­eyri. Garðar Örn og Þor­björn birtu mynd­band sem varp­aði nýju ­ljósi á að­drag­anda slyss­ins. Í kjöl­farið fylgdu fréttir sem drógu fram í dags­ljósið um­gengni og við­horf for­svars­manna flug­fé­lags­ins til sjúkra­flutn­ing­anna og hvernig yfir­völd hlupu undir bagga með flug­fé­lag­inu.

Helgi Seljan, Kast­ljósi. Umfjöllun um MS og upp­runa vöru. Í umfjöllun sinni upp­ljóstr­aði Helgi hvern­ig MS, sem og önnur fyr­ir­tæki, ­leyna því fyrir almenn­ingi þegar þau blanda erlendri vöru við íslenska. Einnig benti hann á að emb­ætt­is­mað­ur í ráðu­neyti land­bún­að­ar­ hefur setið beggja vegna borðs­ins í mörgum málum sem snerta sam­keppni og land­bún­að.

Hrund Þórs­dóttir, Stöð 2. Umfjöllun um lyfja­mis­tök. Hrund kaf­aði ofan í and­lát eldri manns sem lést rúmri viku eftir að honum var gef­inn rangur lyfja­skammtur á heil­brigð­is­stofn­un. Hrund leit­aði víða fanga í eft­ir­fylgni með mál­inu, m.a. með for­dæma­litlu við­tali við lækni manns­ins sem undrað­ist afstöðu land­læknis en einnig með mjög skýrri almennri umfjöllun um lyfja­mis­tök, við­brögð við þeim og hvernig hægt er að tak­marka slík mis­tök.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None