Ritstjóri Vísis fjarlægði frétt um heimilisofbeldi í rúma viku án skýringa

Screen.Shot_.2015.04.13.at_.15.34.51.jpg
Auglýsing

Rit­stjórn Vísis fjar­lægði frétt af frétta­vef­síðu sinni í rúma viku, þar sem rit­höf­und­ur­inn Berg­ljót Arn­alds brást við yfir­lýs­ingu fyrr­ver­andi eig­in­manns síns um að hún hafi borið á hann rangar sakir um að hafa beitt hana heim­il­is­of­beldi. Rit­stjórn Vísis svar­aði hvorki fyr­ir­spurnum Berg­ljótar né Kvenna­at­hvarfs­ins um af hverju fréttin var fjar­lægð. Þá var ekk­ert sam­ráð haft við blaða­mann­inn sem skrif­aði frétt­ina áður en hún var fjar­lægð.

Eftir að hafa fengið ábend­ingar um að fréttin væri horfin af vef­síðu Vísis leit­aði Berg­ljót skýr­inga hjá Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur, útgef­anda og aðal­rit­stjóra 365, í tvígang með tölvu­pósti. Tölvu­póst­unum var aldrei svar­að, en Kjarn­inn hefur þá undir hönd­um. Þá hefur Kjarn­inn fengið stað­fest að starfs­kona hjá Kvenna­at­hvarf­inu hafi sömu­leiðis sent rit­stjórn Vísis fyr­ir­spurn um hvarf frétt­ar­innar í tölvu­pósti. Þeirri fyr­ir­spurn var heldur ekki svar­að.

Ásak­anir gengið á báða bóga



For­sögu máls­ins má rekja til við­tals við Berg­ljótu í Stund­inni, þar sem hún greinir frá heim­il­is­of­beldi sem hún seg­ist hafa orðið fyrir meðal ann­ars af hálfu fyrr­ver­andi eig­in­manns síns og barns­föð­urs. Í kjöl­farið birt­ist sam­bæri­legt við­tal við Berg­ljótu á mbl.is. Lög­maður manns­ins sendi svo frá sér yfir­lýs­ingu þar sem ásök­unum Berg­ljótar er vísað á bug og þær sagðar upp­spuni og engin gögn styðji frá­sögn henn­ar.

Frétta­vef­ur­inn Vísir birti frétt undir fyr­ir­sögn­inni: Segir fyrrum eig­in­mann rústa mann­orði sínu með lygum,“ þann 18. mars síð­ast­lið­inn. Í frétt­inni brást Berg­ljót við ásök­unum fyrr­ver­andi eig­in­manns síns. Þar kveðst hún nauð­beygð til að svara, bæði til að verja mann­orð sitt en einnig vegna bar­átt­unnar gegn heim­il­is­of­beldi. Þá er meðal ann­ars vitnað til áverka­vott­orðs og tölvu­pósts í frétt­inni, þar sem fyrr­ver­andi eig­in­maður og barns­faðir Berg­ljótar seg­ir: „Ég mun aldrei leggja á þig hendur aft­ur.“ Um­rædd frétt var síðar fjar­lægð fyr­ir­vara­laust af vef­síðu Vísis þann 20. mars.

Auglýsing

„Nógu erfitt að stíga fram“



Eftir að fréttin var tekin niður leit­aði Berg­ljót skýr­inga hjá Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur, útgef­anda og aðal­rit­stjóra 365. Póst­ur­inn var sendur 25. mars síð­ast­lið­inn, en þar skrifar Berg­ljót meðal ann­ars: „Ég veit ekki hvað veldur en vona að ekki sé það vegna óska við­kom­andi manns. Nógu erfitt er fyrir konur að kæra ofbeld­is­mann sinn, hvað þá að stíga fram með þessi per­sónu­legu og við­kvæmu mál þótt ofbeld­is­mað­ur­inn kom­ist ekki upp með það átölu­laust að þagga niður í þeim sem talar með nafn­lausri yfir­lýs­ingu sem er byggð á róg­burði og lyg­um. Fréttin er í því ljósi gríð­ar­lega mik­il­væg.“

Ekk­ert svar barst Berg­ljótu frá aðal­rit­stjóra 365, en fréttin fór aftur í loftið 29. mars. Í milli­tíð­inni hafði starfs­kona frá Kvenna­at­hvarf­inu sent tölvu­póst á net­fang rit­stjórn­ar til að for­vitn­ast um frétt­ina þann 27. mars.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Berg­ljót að eftir að fréttin var sett inn í annað skiptið hafi ekki verið hægt að leita að henni á leit­ar­síðum eins og til að mynda Goog­le, og ekki heldur í gegnum innri leit á vef­síðu Vís­is. Þá sendi Berg­ljót annan tölvu­póst á Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur, dag­settan 31. mars, þar sem seg­ir: „Mér finnst þessi vinnu­brögð fyrir neðan allar hellur og mjög alvar­leg. Ég krefst skýr­inga og ég krefst þess að fréttin verði gerð finn­an­leg á leit­ar­síð­um. Þá vil ég óska eftir að Vísir sendi frá sér til­kynn­ingu þar sem beðist er vel­virð­ingar á þeim mis­tökum að taka frétt­ina niður í heila viku skömmu eftir að hún birt­ist og þar sem mis­tökin eru hörm­uð.“

Sem fyrr barst ekk­ert svar Berg­ljótu frá aðal­rit­stjóra 365, en Kol­beinn Tumi Daða­son aðstoð­ar­rit­stjóri 365,  hafði sam­band við hana sím­leiðis til að greina frá sjón­ar­mið­u­m ­rit­stjórnar Vísis og biðja hana afsök­unar í kjöl­far þess að hún fjall­aði um málið á Face­book-­síðu sinni þann 9. apríl síð­ast­lið­inn.

Ekk­ert sam­ráð haft við blaða­mann­inn



Jakob Bjarnar Grét­ars­son, blaða­mað­ur­inn sem skrif­aði frétt­ina, segir aðspurður í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi unnið frétt­ina og við­talið við Berg­ljótu eftir bestu sam­visku. Ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við hann þegar fréttin var tekin niður og þannig málið honum óvið­kom­andi. Jakob óskaði eftir því að frek­ari fyr­ir­spurnum yrði beint til rit­stjóra.

Kjarn­inn sendi Krist­ínu Þor­steins­dóttur fyr­ir­spurn vegna máls­ins í tölvu­pósti á föstu­dag­inn, sem ekki hefur verið svar­að. Í skrif­legu svari Kol­beins Tuma aðstoð­ar­rit­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „At­huga­semdir voru gerðar við frétt­ina sem voru þess eðlis að við töldum ástæðu til þess að taka þær til skoð­un­ar. Á meðan sú skoðun stóð yfir tókum við frétt­ina úr birt­ingu. Þegar við höfðum gengið úr skugga um að fréttin væri í lagi birtum við hana á ný. Auð­vitað hefðum við viljað að skoð­unin hefði tekið skemmri tíma en raun bar vitni og biðjum við Berg­ljótu afsök­unar á því.“

Aðspurður um hver hafi sent umræddar athuga­semd­ir, hvers eðlis þær hafi verið og hvernig þær hafi verið sann­reynd­ar, svar­aði Kol­beinn Tumi: „Við ætlum ekk­ert að fara nánar í verk­lag inn­an­húss vegna þess­arar frétt­ar. Vísa bara í fyrra svar vegna fyr­is­p­urn­ar­inn­ar.“

Eftir að Kjarn­inn fór að graf­ast fyrir um mál­ið, sendi aðstoð­ar­rit­stjóri 365, Berg­ljótu Arn­alds orð­send­ingu í gegnum skila­boða­þjón­ustu Face­book. Þar sem hún er aftur beðin afsök­unar á mál­inu og það harmað að það hafi tekið rúma viku að setja frétt­ina aftur í loft­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None