Robert Z. Aliber vill hefta fjármagnsflæði: Gjaldeyrismarkaðurinn er fársjúkur

aliber.jpg
Auglýsing

Banda­ríski hag­fræði­pró­fess­or­inn Robert Z. Ali­ber telur að ríki heims­ins, sér­stak­lega smærri þjóð­ir, verði að hand­stýra skamm­tíma­hreyf­ingum fjár­magns inn og út úr land­inu. Á fyr­ir­lestri í Háskóla Íslands í dag sagði hann það flæði gjald­eyris sem ekki teng­ist vöru- og þjón­ustu­við­skiptum skað­legt og að seðla­bankar og stjórn­völd verði að bregð­ast við af mun meiri ákafa en gert hefur verið til þessa. Ali­ber vildi þó ekki kalla þessar til­lögur sínar „fjár­magns­höft“, þótt til­lögur hans feli raunar í sér að hefta flæði fjár­magns.

„Eitt sinn þegar ég var að spila tennis við fyrrum pró­fessor minn, James Tobin, þá sagði hann við mig: Robert, það er ekki gaman þegar skattur er nefndur í höf­uðið á þér,“ sagði Ali­ber á fund­inum og vís­aði til Tobin-skatts­ins svo­kall­aða, nefndur í höf­uðið á James Tobin, Nóbels­verð­launa­hafa í hag­fræði. Ali­ber vill því ekki að hug­myndir sínar um breytt gjald­miðla­kerfi séu kenndar við hann né fjár­magns­höft.

Auglýsing


Ali­ber hefur nokkrum sinnum áður heim­sótt Ísland og haldið fyr­ir­lestra í Háskóla Íslands. Hann vakti mikla athygli þegar hann kom til lands­ins í maí 2008 og spáði efna­hag­skrísu. Fyr­ir­lest­ur­inn í dag var á vegum hag­fræði­deildar HÍ og Sam­taka spari­fjár­eig­enda. Yfir­skrift fund­ar­ins var „Evra eða króna: Hvað hefur fjár­málakreppan kennt okkur um geng­is­fyr­ir­komu­lag?“. Ali­ber ræddi þó lítið sem ekk­ert um kosti og galla evru og krónu en reif­aði hug­myndir og kenn­ingar sínar um gjald­eyr­is­mark­að­inn og fyr­ir­komu­lag á honum í dag, sem hann telur fár­sjúkt.

Gjald­miðla­stríð stendur yfir

Ali­ber sagði að í dag standi yfir gjald­miðla­stríð og þótt hug­takið um gjald­miðla­stríð hafi fyrst komið fram á 4. ára­tug síð­ustu aldar þá sé það ann­ars eðlis í dag. Síð­ast­liðin tvö og hálft ár hafi þjóðir heims­ins, upp­haf­lega Jap­an­ir, veikt gjald­miðla sína mark­visst í þeim til­gangi að fá meira fyrir útflutn­ing sinn. Þennan leik hafi aðrar þjóðir leikið eft­ir, jafn­vel þótt þau hafi fyrir skilað afgangi af lands­fram­leiðslu. Veik­ing eins gjald­mið­ils þýðir styrk­ing gjald­mið­ils ann­arrar þjóð­ar, sem fær þá minna fyrir sinn útflutn­ing. Til þessa hafi það verið Banda­ríkin sem sjá gjald­miðil sinn styrkj­ast og styrkj­ast. „En við ætlum ekki að vera box­púði fyrir önnur rík­i,“ sagði Ali­ber.Þá fjall­aði Ali­ber um hvernig gengi gjald­mið­ils hvers ríkis er mik­il­væg­asta efna­hags­stærð hans og ræður öllu um fram­gang efna­hags­lífs lands­ins. Vanda­málið sé hins vegar að þessi eina stærð, það er gengi gjald­mið­ils­ins, sinnir tveimur mörk­uð­um, það eru mark­aður með vörur og þjón­ustu ann­ars vegar og fjár­mála­mark­aður hins veg­ar. Fjár­mála­mark­aður hafi tekið yfir­hönd­ina á síð­ustu ára­tug­um, allt snú­ist um hann og veld­ur skað­legu skamm­tíma­flæði fjár­magns. Gjald­eyr­is­mark­að­ur­inn í dag er því skað­væn­leg­ur, virkar ekki sem skyldi, og þjónar ekki þeim sem sýsla með vörur og þjón­ustu heldur ein­göngu þeim sem starfa á fjár­mála­mark­aði, sagði Ali­ber.Þetta vill hag­fræði­pró­fess­or­inn leysa með því að færa seðla­bönkum nýtt tæki til að vinna með. Tæk­ið, eða aðferð­ina, kallar hann á ensku „macro-credential requirem­ents“ og við frek­ari útskýr­ingar hans á fund­inum mátti heyra að Ali­ber vill að seðla­bankar stýri flæði skamm­tíma­fjár­magns. Fjár­magns­flæði sem ein­ungis er hugsað til skamms tíma ­geti hæg­lega verið skað­legt og sögu­lega hafi sveiflur sem það veldur leitt til­ fast­eigna- og verð­bréfa­bólu­mynd­un­ar. Hann telur að seðla­bankar eigi áfram að nota stýri­vexti til að hafa áhrif á inn­lent efna­hags­líf og vaxta­kjör í land­inu en slíta þurfi á tengslin við fjár­magns­flæði. Það getur nefni­lega verið afar skað­leg líkt og gerð­ist á Íslandi þegar vaxta­muna­við­skipti voru mikið stunduð með íslensku krón­una.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None